Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1942, Síða 5
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS
steikarajárn við eldinn með
mannakjöt og fugla á, sem steikj-
ast átti . . ,
Um síðir komu þeir til þeirrar
eyjar, sem innbyggjarnir kölluðu
Ayay, en Columbus gaf henni
það nafn Santa Cruz (Heilagi
Kross) . . .
Þaðan sigldi Columbus heim
aftur til Hispaniam og hafði nú
fundið mörg ókend lönd og eyjar,
er ei voru fyr fundin, og lögðust
þau til Spania veldis og voru þar
eftir bygð af spænskum og Span-
iakongi skattskyld . . .“
★
Sje nú aftur vikið að frásögn
Los Casas, eins og hún er í af-
riti hans af dagbók aðmírálsskips-
iiis, þá fýsti nú Kólumbus og fje-
Iaga hans að hraða förinni heim
til Spánar aftur. Höfðu þeir kann-
að lauslega strendur Kxiba og Ha-
iti og nokkrar smærri eyjar, bygt
virki á Haíti, samkvæmt boði Kól-
umbusar og urðu eftir í því 43
menn, undir stjórn Diegos de
Arana.
Nokkru áður en Kólumbus gaf
skipun xim að halda af stað heim-
leiðis,»vildi honum það óhapp til,
að skip hans Santa María rakst á
sker. Náðist það ekki út aftur,
en með tilstyrk Pinzóns yngra og
Indíána úr landi tókst að bjarga
öllu lauslegu úr skipinu. Sjálft
liðaðist það í sundur á skerinu,
og voru viðirnir úr því, þeir sem
á land ráku, notaðir til að koma
upp virkinu á Haítí. Hafði nú
Kólumbus ekkert skip. Pinzón
yngri bauð honum þá sitt skip,
La Nina, hið minsta í flotanum,
og tók þá Kólumbus við skip-
stjórn á því. Spánverjar þeir, sem
eftir urðu í virkinu, voru fúsir til
dvalarinnar, því að þeim leist
landið vera nokkurskonar jarð-
nesk paradís, þar sem ekkert
þyrfti fyrir lífinu að hafa. Indí-
ánarnir voru hjálpsamir og vin-
gjarnlegir, en undir hlýlegu við-
móti þeirra fólust lævíslegar fyr-
irætlanir, sem Spánverja rendi
ekki grun í.
Af Arana og mönnum hans
frjettist ekki meir. Þegar Spán-
verjar komu þangað næst var
virkið jafnað við jörðu og alt út-
lit fyrir, að Indíánarnir hefðu
ráðið verjendum þess bana. Eyjar
skeggjar þessir reyndust líka síð-
ar meir hinir herskáustu og
grimmustu óvinir spænskra land-
nema.
Kólumbus ritaði í dagbók sína
ýmislegt, sem benti til þess, að
sundurþykki hafi átt sjer stað
milli hans og Pinzón-bræðra, áður
en lagt var af stað til Spánar aft-
ur. í fljótu bragði virðist það
eklri ósennilegt. Þáttur sá, sem
Pinzón eldri átti í leiðangrinum,
var ekki lítill. Hann lagði til
tvö skipin og drýgstan skerf til
annars kostnaðar af hinum miklu
auðæfum sínum; og sem reyndur
og lærður farmaður bar hann
höfuð og herðar yfir alla fjelaga
feína. Engar sagnir fara af aga-
leysi eða óánægju undir stjórn
Pinzóns, eins og þráfaldlega átti
sjer stað, þar sem Kólumbus liafði
yfir að ráða, og æfisaga Kólum-
busar, rituð af syni hans, Fern-
ando, staðfestir það, að jafnan
þegar var úr vöndu að ráða, fór
Kólumbus um borð í Pinta og
leitaði álits Pinzóns, hvort heldur
það snerti stefnu skipanna, stað-
arákvarðanir eða annað, og fór
aðmírállinn venjulegast á endan-
um að ráðum hans. Á úrslitastund
um á leiðinni vestur um hafið,
þegar efinn og vonleysið átti all-
an hug Kólumbusar, þá var það
hin furðulega markvissa og ör-
ugga framkoma Pinzóns, sem
eyddi að síðustu öllum bollalegg-
ingum um að snúa við. „Kólum-
bus kom fram eins og maður,
sem aðeins dreymir það, sem
hann framkvæmir, en Pinzón eins
og hann væri að finna leið, sem
hann hefði áður farið. Hann var
svo sannfærður, svo öruggur, að
Kolumbus fór að lokum að ráð-
um hans. Nokkrum dögum síðar
komu þeir í landsýn við San
Salvador“.*) Þegar svo til Ame-
ríku kom, var að ýmsu leyti eðli-
legt, að Pinzón liti svo á, að land-
fundurinn væri eins mikið hans
verk eins og verk hins konungs-
skipaða fararstjóra. En Kólum-
bus leit öðrum augum á þetta
*) Paul 'Gaffarel:: Ilist. de la
Déc. de l’Amérique, II, 330.
Paris, 1892.
333
—
mál. Þegar vestur kom, sá hann
allar vonir sínar rætast og kjark-
ur hans lifnaði að nýju. Þoldi
hann engum að leggja á ráð með
sjer nje að eiga hlutdeild í heiðr-
inum af landafundinum. — Hann
hafði vissulega verið aðalhvata-
maður fararinnar. Auk þess var
hann af Spánarkonungi skipaður
foringi leiðangursins og skjallega
viðurkendur landsstjóri í þeim
löndum, er hann fyndi. Um leið
og hann lýsti yfir yfirráðarjetti
Spánarkonungs þar sem hann
steig fyrst á land, urðu því allir
samstarfsmenn hans að sverja hon
um trúnaðareið sem landstjóra.
Af háseta þeim, Rodrigo Sánchez
de Triana, sem fyrstur sá land í
Ameríku, dæmdi Kólumbus þann
heiður og allan rjett til verðlaun-
anna, sem heitið hafði verið, með
því að hann leit svo á, að hann
hefði sjálfur sjeð fyrstur ljós í
landi, og fjekk hann skipsmenn
sína til að votta það. Risu af þessu
síðar málaferli fyrir dómstólun-
um á Spáni, og vann Kólumbus
þau. Ýmislegt af þessu tagi bar
vott um ofurkapp og ráðríki, sem
slíkur skapsmunamaður sem Pin-
zón mun ekki hafa getað felt sig
við. Það er því ekki ósennilegt
að það hafi verið með ráðnum
hug, sem Pinzón varð viðskila við
skip Kólumbusar, úti fyrir norður
strönd Kúba, 21. nóv. 1492 og
kannaði margar eyjar á eigin
spítur, þangað til hann af hend-
ingu hitti Kolumbus aftur 45
dögum síðar. Orsökina til þessa
taldi Kólumbus vera þá, að Pin-
zón hafi setið á svikráðum við
sig. Fremur ósennilegt er það, að
þeir bræður hefðu þá ekki gripið
tækifærið, er Kólumbus braut skip
sitt og hlaut að vera upp á náð
þeirra kominn. En þvert á móti
urðu þeir þá fúsir til hjálpar og
samvinnu við hann og fengu hon
um annað skip sitt til umráða.
Hitt er ekki að efa, að Pinzón
mun hafa leikið hugur á að ná
fyr heim til Spánar og freista
þess að fá konung til að viður-
kenna jafnan rjett hans við Kól-
umbus til metorða og frama fyrir
að hafa leitt þennan leiðangur
giftusamlega til lykta.
Merki til heimferðar var svo