Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1942, Qupperneq 6
334
LB8BÓK líORGUNBLAÐSINS
gefið þann 16. janúar 1493. —
HreptU bæði skipin mikinn storm
og höfðu langa og stranga úti-
vist. Kólumbus bjóst þá og þeg-
ar við að skip hans mundi farast.
Hann ritaði því á bókfell stuttan
útdrátt úr skipsbókinni og bað
finnanda, að koma því í hendur
Spánarkonungs. Ljet hann bókfell
ið síðan í vatnsþjettan trjekút og
fleygði fyrir borð. En til hans
hefir ekki spurst síðan. Svo illa
tókst þó ekki til, sem Kólumbus
þótti á horfast, og náðu bæði
skipin til Evrópu heilu og höldnu.
Þau höfðu orðið viðskila hvort við
annað á hafi úti af völdum ó-
veðursins og sigldu eftir það hvort
sína leið. Kólumbus skildi, að
Pinzón vildi verða á undan hon-
um til Spánar, og vildi hann
fyrir hvern mun hindra það. Ilafði
hann af þessu miklar áhyggjur.
Nú hafði hann minna skip og lak-
ara, svo að úrslit kappsiglingar,
ef í það færi, voru fyrirfram
viss.
Pinzon náði fyr til Spánar og
tók höfn í Bayona í G'alisíu á
vesturströnd skagans. Þar frjetti
hann, að konungshjónin væru
stödd í Barcelona, og hugðist
hann að halda ferðinni tafarlaust
áfram þangað og segja þeim alt
af Ijetta um ferðir þeirra Kólum-
busar og landafundi vestanhafs.
Og þótt hann sjálfur lægi rúm-
fastur sökum ofþreytu og sjúk-
dóms, er hann hafði fengjð á
hrakningunum um hafið, hjelt
hann ferðinni áfram til Palos, og
þangað kom hann 15. mars 1493
eða hálfum áttunda mánuði eftir
að þeir fjelagar höfðu lagt af stað
þaðan í leiðangur sinn vestur.
Sama dag, aðeins nokkrum klukku
stundum síðar, sigldi Kólumbus
þar inn á höfnina, eftir að hafa
orðið að leita hafnar bæði í Azór-
eyjum og í Portúgal og lent þar
í ýmsum mannraunum. Hafði hon-
um verið gefið að sök að hafa
farið í óleyfi konungsins þar í
landi til portúgalskra nýlendna
og að hafa haft þaðan mikið fje
í gulli og verðmætum afurðum.
Leiðangursmönnum var tekið for-
kunnarvel í Palos og þóttust allir
hafa heimt þá úr helju. Pinzón
gat ekki notið sigurgleðinnar með
fjelögum sínum, því að honum eln-
aði sóttin og var hann fluttur
dauðveikur til Le Rábida-klaust-
ursins. Þar andaðist hann hálfum
mánuði síðar (31. mars 1493).
Kólumbus losnaði þannig ó-
vænt og hentuglega við skæðasta
keppinaut sinn. Eins og vænta
mátti hraðaði hann sjer á fund
konungshjónanna í Barcelona, og
er þar skemst frá að segja, að um
það leyti sem Pinzón andaðist í
La Rábida-klaustrinu, var fje-
laga hans fagnað með eindæma
viðhöfn í höfuðborg Katalóníu.
Ljet konungur hann setjast and-
spænis sjer í viðurvist allra stór-
menna hirðarinnar og skýra frá
því, sem hann hafði heyrt og
sjeð. Mælska hans og eldmóður
nutu sín vel, þegar frá svo nýstár-
legum atburðum var að segja, og
hafði ræða hans hin dýpstu áhrif
á alla viðstadda, æðri sem lægri.
Til stuðnings frásögn sinni
sýndi hann þarna hina sex tattó-
veruðu Indíána, sem hann hafði
hafði haft með sjer frá Vestur-
heimi. Þeir voru leiddir fram fyrir
konung og látnir taka skím sam-
kvæmt boði hans. Einnig hafði
Kólumbus ýmsar gjafir meðferðis
til konungshjónanna, lifandi páfa-
gauka, hami af óþektum fuglum
og dýrum, þurkaðar kynjaplöntur
og allskonar skartgripi úr skíru
gulli. Áhorfendurnir voru orð-
lausir af undrun. Þegar Kólumbus
hafði lokið ræðu sinni, stóð öll
hirðin á fætur og söng Te Deum-
lofsönginn. Kolumbus reyndi
þarna að færa sönnur fyrir þeirri
skoðun sinni, sem hann kvikaði
síðan aldrei frá, þótt hann ætti
eftir að fara þrjár ferðir enn vest-
ur um hafa, að hann hefði nú kom-
ist til Indlands og Cipango eða
Japans og þar með fundið stystu
sjóleiðina þangað. Hann segir svo
sjálfur frá í dagbók sinni, að
hann hafi fengið skipshöfn sína
til að undirskrifa þessa röngu
staðhæfingu og vinna eið að, og
hann bætir við: „Fyrir hvert það
skifti, sem einhver kann að halda
öðru fram um þetta, en hann nú
viðurbennir, ákvað jeg að hann
skyldi sæta 10 þúsund maravedísa
sekt, sje hann yfirmaður, og auk
þess skal tungan skorin úr hon-
um, en sje hann háseti eða hjálp-
arsveinn skal hann fá hundrað
vandarhögg og missa tunguna".
Hversvegna Kólumbus hefir verið
þetta svona mikið kappsmál, og
hví honum þótti svo grimmileg
hegning þurfa við að liggja, ef
út af var brugðið, er ekki vel
ljóst. En þar, sem víðar, virðist
gæta þeirra eiginleika hans, sem
hann átti mest að þakka alla sína
sigra og jafnframt voru undirrót
allrar óhamingju hans undir lok
æfinnar. Trú á óskeikulleik sinn,
fastheldni, sem nálgaðist þrá-
hyggju, við fyrirfram sannfær-
ingar, metnaður og geðríki hins
mikla athafnamanns. Þetta voru
kostirnir, sem ljetu rætast alla
drauma hans um uphefð og auð,
og um leið þeir skaplestir, sem
sviftu hann þessu aftur og fjar-
lægðu vini hans og stuðnings-
með frá honum. Á hátindi frægð-
ar sinnar stóð Kólumbus einmitt
eftir heimkomuna úr fyrstu för
sinni til Vesturheims. Hann var
sæmdur aðmírálsnafnbót, veitt
landstjóra- og undirkonungstign
„yfir öllum þeim eyjum og lönd-
um, sem hann hafði fundið eða
kynni að finna“. Ennfremur fjekk
hann leyfi til að draga á skjöld
sinn mynd af kastala og ljóni, en
það eru skjaldartákn tveggja höf-
uðríkjanna á Spáni, Kastinu og
León. Kólumbus ljest í maí 1506,
og var niðurlæging hans þá orðin
slíb, að engum sagnritara samtíð-
arinnar hefir þótt vert að geta
þess atburðar einu orði. Var þá
þegar orðið kunnugt, og enda
ýmsir, þ. á. m. Pinzón-bræður,
aldrei efast um það frá upphafi,
að lönd þau, sem þeir Kólumbus
fundu, voru hvorki Indland nje
Japan, heldur lönd, sem menn
hafði ekki grunað áður, að væru
til. Heitin „Indíánar“ og „Vestur-
Indíur“ eru einu menjarnar, sem
þráhyggja hins mikla aðmíráls
hefir skilið eftir sig. En ættmenn
Kólumbusar fengu leyfi til að
grafa á skjöld sinn þessi einkunn
arorð: „A Castilla y a León Nuevo
mundo dió Colón“.
Kastilíu og León gaf Kólumbus
nýjan heim. Vicente, hinn yngri
Pinzón-bræðra, tók einnig upp
Framh. á bls. 336.