Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 6
350 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Um órnefni á Akranesi í Lesbók Morgunblaðsins 11. f. * m., er grein um örnefni á Akranesi eftir Björn Bjarnason í Grafarholti. Sjerstakt tilefni grein arinnar virðist vera grein Guðbr. Jónssonar í ritinu „Sveitarstjórn- armál“. I báðum þessum greinum eru nokkrar villur sem rjett er og nauðsynlegt að leiðrjetta. B. B. telur að Skaginn hafi verið heima- land frá Görðum. Þetta er hinn mesti misskilningur, því svo hefir aldrei verið. í máldagabrjefi fyrir Garðakirkju frá 1220 stendur svo: „Ekki fylgir Skagi Gárðalandi“. og það einkennilega skeður að svo hefir verið alla tíð, og er enn 'í dag. Það er ekki nýtt að B. B. haldi uppi vörnum fyrir Skipa- skaganafninu. Það þarf ekkert að deila um það, að alt nesið inn fyrir Akrafjall hefir í öndverðu heitið Akranes. En af máldaga- brjefinu má líka sjá, að þegar 1220 hefir utasti tanginn af nes- inu heitið Skagi. Þar sem hann fylgir ekki Garðalandi liggur næst að álykta að hann (Skaginn) hafi verið ein jörð og heitið Skagi. Því það virðist næsta ótrúlegt að þar hafi ekki verið byggð, fyrst svona er til tekið í máldagabrjef- inu. En hvenær orðinu „Skipa“ er svo bætt framan við orðið „Skagi“ er mjög erfitt að segja; hinsvegar liggur í augum uppi hvernig heit- ið verður til. Þegar útræði hefst á Skaganum sem verður snemma og það allmikið, er orðinu „Skipa“ vitanlega bætt framan við, og á þá orðið Skipaskagi aðeins við þennan sama tanga (Skaga) sem ekki fylgdi Garðalandi, en með þessu verður engin breyting á Akranesnafninu, og það þokar ekkert fyrir þessari nafngift. Það efa jeg ekki t. d. að B. B. viti, að bæði í ritum og mæltu máli hefir verið sagt: Skipaskagi á Akranesi. Þess var getið að snemma á öld- um hafi verið þarna mikið útræði, sem má marka af því að árið 1428 brotna þar 28 skip og bátar í miklum sjáfargangi, þetta sýnir Svar við , vel hve útræðið hefir þá þegar verið mikið, því ástæðulaust er að halda að allir bátar hafi farið sömu leiðina jafnvel þó veðrið væri vont. Þetta ætti að vera nóg til að sýna fram á að Skipaskaga- nafnið var ekkert óeðlilegt. En það er næsta einkennilegt hve þetta Skipaskaganafn er lítið not- að alla tíð. Það hafa fróðir menn sagt, að það kæmi ekki fram í skjölum og gjörningum fyr en mjög seint og jeg hygg að það sje rjett. En það held jeg sje ekki rjett hjá G. J. að Skipaskaga- nafnið hafi nokkurntíman færst yfir alt nesið sem kallað var Akranes. Því enda þótt læknis- hjeraðið væri rjett fyrir síðustu aldamót kallað Skipaskagalæknis- hjerað, er rangt að álykta, að með því hafi Skipaskaganafnið færst yfir á alt hið sama svæði sem hjeraðið nær yfir, sem ekki er einu sinni hið forna Akranes, heldur Leirár- og Melasveit og Hvalfjarðarströnd. En þetta „Akraskaganafn“ sem G. J. talar um hefi jeg bókstaf- lega aldrei heyrt nefnt, nje sjeð skrifað fyr. Enn er það ekki rjett hjá B. B. að Skaginn hafi altaf verið út- róðrar- og lendingarstaður Garða- bænda. Því það er vitað að þeir höfðu útræði frá Sólmundarhöfða; enda er það miklum mun styttra frá Görðum heldur en ofan í Skaga. Jeg var mörg sumur eftir alda- mótin í uppsveitum Borgarf jarðar- og Mýrarsýslum, og heyrði þá .jöfnum höndum talað um að fara út á Skaga eða út á nes. Sömu- leiðis fanst mjer Reykvíkingar jafnvel fram um 1915 tala um að fara upp á Skaga, eða koma ofan af Skaga. Það er alveg fráleit fullyrðing hjá G. J. að Akranes hafi verið skóglaust, því í öllu þessu landi eru miklar skógarleifar alt niður á Skaga, og það land sem nú fellur sjór á. Er hjer eins og allir 'rein B. B. vita mótak óvenjugott og „lurk- um lamið“. Ályktun B. B. hinsvegar, um hvernig Skipaskaganafnið rými fyrir Akranesnafninu með „illri dönsku“ eins, eða fleiri manna, er og líka mjög hæpin svo ekki sje meira sagt. Sannleikurinn er sá þó einkennilegt megi virðast, að Skipaskaganafnið hefir alla tíð verið mjög lítiv notað heima fyrir. Alt frá því fyrir 1880 er Akranesnafnið „dóminerandi“ í bókum, brjefum og skjölum sem í mæltu máli. Bendir það til að Akurnesingar hafi aldrei með- gengið Skipaskaganafnið. Meðan hreppurinn var einn hjet hann Akraneshreppur, og síðar Ytri- og Innri-Akraneshreppur. í kaup- túninu hjetu flest húsin einhverju nafni alt fram á síðustu ár. Þó voru tvö hús sem í öllum hrepps- bókum voru kölluð Akranes. — Annað var í daglegu tali kallað Böðvarsrús (byggt 1882) hitt læknishús (byggt 1894) en hvor- ugt húsið hjet þetta. Jeg held að Skipaskaganafnið þoki fj^rst og fremst af því, að Akurnesingum í heild sinni þótti nafnið fallegra, og þeim hefir fundist tanginn bera nafn með rentu, þar sem hver þumlungur lands var ræktaður annaðhvort í tún eða garða. Og það er trúa mín að á því verði engin breyting ger, og þó svo væri, verði hún að vett- ugi virt; alt að einu þó Akurnes- ingar hugsi ekki um neitt frá- hvarf frá sjónum, nje hafi neina fordóma á Skipaskaganafninu. Ól. B. Björnsson. Maður nokkur vann í skrifstofu. Hann var hneigður fyrir bók- menntir og hundleiddist þetta and lausa stagl. Eitt sinn sagði skrifstofustjór- inn við hann: „Þjer komið o^t mjög seint til vinnu yðar“. „Já rjett er það“, sagði sá áhugalausi^ „En hafið þjer tekið eftir því, hvað jeg fer snemma?"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.