Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1942, Blaðsíða 3
LE8BÖK MORGUNBLAÐSINS 871 gengur mikil hraunálma til norð- urs og er það kvísl úr henni, sem fallið hefir niður Hraundalinn. Við vesturrönd hraunsins, austur og suður af Steinfelli er Jökuldæla- drag eða Jökuldælaflæða, en norð- ur af féllinu er tjörn og rennur úr henni all vatnsmikill lækur, norður gegnum hraunið og kvísl- ast þar á ýmsa vegu. Er talsverð- ur gróður inni í hrauninu með- fram læknum. Þetta heitir Lauf- rönd. Við austurjaðar hraunsins eru svo Efri- og Neðri-Botnar. Vatnið úr öllum þessum drögum fellur til Hraunár. Lengra austur með hraunbrúninni er Surtlu- flæða. Þar eru syðstu upptök öxnadalsár. Af Steinfelli höldum við fyrst norður á Laufröndina og síðan norður með hrauninu að vestan. Ótal uppsprettur koma upp í vik- um og drögum milli grjótaldanna og safnast í læk, sem fellur nið- ur með hraunröndinni. Langt nið- ur með hrauninu komum við í stórt vik. Vatnsmikill lækur kemur eftir dragi, er liggur suður úr vikinu. Norðan við lækinn er breiður valllendisbali, en vestan við hann flatt melbarð. Vestast á balanum, meðfram melbarðinu, eru nokkrir pyttir með baðvolgu vatni. Eru þeir í röð frá S—N og norðan í lækjarfarveginum við hraunjaðarinn, í sömu stefnu, kemur volgt vatn upp úr sprungu í hryggmyndaðri hellu. Þetta heit- ir líka Hitalaug og er hitinn þarna áþekkur og í Hitalaug syðri. Þama veljum við okkur tjaldstað, á rennsljettum, dún- mjúkum grasbala, kalt vatn á aðra hönd, heitt á hina. Við þvo- um hendur og fætur rækilega úr ylvolgu vatninu, en andlitin verða útundan, þau þorum við ekki að væta. Kvöldið er kyrt og blítt, ekkert heyrist nema gutlið í lækn- um meðfram hrauninu og garg í önd með unga, sem er að svamla þar í straumnum. í hrauninu, hjer fyrir austan okkur, á snæuglan að halda til, en hún gerir ekkert vart við sig, enda vör um sig. Hraunið er úfið og fult af hraun- stöpum, sem eru þaktir Ijósleitum mosaskellum, svo það er auðvelt fyrir ugluna að villa á sjer heim- ildir. Næsta dag tökum við fyrst stefnu á Fljótshnjúk norðanverð- an, en svo heitir há alda rjett við fljótið, um 10 km. norður af Hita- laug. Fljótið rennur í boga vest- an við ölduna og eru þar á tveim- ur stöðum mikil og sjerkennileg gljúfur, rjett sunnan við hæðina og vestur af henni norðanverðri. Þau heita Syðra- og Ytra-Fljóts- Við ætlum að skoða Ytra- Fljótsgilið, þótt það sje dálítill krókur. Spölkorn norðan við Hita- laug fellur áin, sem safnast hefir meðfram hraunjaðrinum, vestur gegnum grjótöldurnar, niður í dálítinn dal, sem liggur suður með Fljótshnúknum, sameinast þar á, sem kemur sunnan dalinn og fell- ur síðan norður í Hrauná. Fljótsgilið er ákaflega ein* kennilegt og fallegt. Það er minst 100 m. djúpt og niðri á gilbarm- inum rennur fljótið í mjóum streng með fossum og flúðum. iGilið er hlaðið upp úr mörgum basaltlögum og eru sum stuðluð. Gegnum basaltið, þvert á gilið, hafa gengið margir gangar, seni mynda stapa og bríkur út í gilið. Á þessum bríkum sjást víða síl- grænir töðutoppar, því þar verpa heiðagæsirnar. í gilinu er mikill gróður, stórvaxin hvönn og ýms- ar blómjurtir. Á einum stað þyk- ist jeg sjá dálitla skógartorfu. Mikið af lindum fossar út gil- börmunum milli blágrýtislag- anna. Einkennilegt er það, að víða í gilinu sjást kliprar og heilar fyllur af móbergi eða mola- bergi, ekki þó sem innskot milli blágrýtisins, heldur innan í sjálfu gljúfrinu, einkum í vikum og meðfram göngunum. Þetta bendir ótvírætt til þess, að eftir að gilið var myndað, hefir það fylst af ruðningi, sem hefir runn- ið saman og orðíð að móbergi. Seinna hefir vatn aftur grafið móbergið úr gilinu að mestu, en hjer og þar 'hafa þó smá mó- bergsfyllur orðið eftir. Þarna við Fljótsgilið fáum við dynjandi úr- felli, hálfgerða krapahríð, þó í logni, en sú ádrepa stóð ekki lengi. Skamt norðan við Fljótsgilið komum við að jaðri hraunsins, sem runnið hefir niður Hraun- dalinn. Hrauná rennur niður gegnum hraunið. Þar eru allar þær óteljandi lindir, sem falla til Hraundals, komnar í einn far- veg og er orðin úr þeim vatns- mikil á. Við förum úr sokkum og buxum og vöðum ána. Hún er köld, nokkuð ströng, en vaðið gott. Hraunið hefir runnið hjer góðan spöl norður Fljótsdalinn og breiðst yfir allan dalsbotninn, en síðan hefir borist möl og sand- ur í hraunið, svo nú standa að- eins toppar hraunhólanna upp úr og líta út álengdar eins og mykju- hlöss á sljettum velli. Meðfram hlíðum dalsins, beggja vegna, eru melþúfur. Dálítið norðar en Hraundalsmynnið, vestan fljóts, skerst Kiðagil vestur í hlíðarnar. Ennþá norðar fellur fljótið alveg upp að austurhlíðum dalsins, sem verða snarbrattar á löngum kafla. Þar heita Syðri- og Ytri-Múli og skilur Illagil á milli þeirra. Þarna norður með múlunum hefir fljót- ið skorið sjer farveg niður milli hratxnsins og hlíðarinnar; þar sem það fellur fram af hrauninu er dálítill foss. Síðan er hraunvegg- urinn að vestan 10—20 m. hár, þverhníptur og þráðbeinn á löng- um köflum. Er þarna prýðilegur þverskurður á hrauninu og sjest hvernig hraunlögin eru alla vega beygluð og mynda smáhella og hvelfingar. Að austan er svo snar- brött fjallshlíðin niður í fljótið. Götutroðningar liggja þar hátt uppi í hlíðinni, en ekki munu þeir henta svimagjörnu fólki. Norðan við múlana er Oxna- dalur og förum við ytri Öxnadalsá við mynni hans. Hún er miklu vatnsminni en Hrauná. Hjer fyr- ir norðan heitir hluti af Fljóts- dalnum Rrókdalur og norðan í honum tjöldum við við Syðri- Lambá. Þetta er síðasta nóttin okkar á öræfunum og má þó fremur segja, að við sjeum nú á tak- mörkum bygða og öræfa. Hjer fram hefir áður verið bygð. Eru bæði munnmæli, örnefni, bæjarúst- ir og uppblásin mannabein til sannindamerkis um það. Yið ér- um nú komnir á slóðir varðmann-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.