Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 31.12.1942, Blaðsíða 8
424 LESBÖK M0RGUNBLAÐSIN8 prreifi!). — Eiríkur á Brúnum mun hafa fært í letur eina útgáfu þeirrar sögu. Eigi er kunnugt um neitt gam- alt handrit af sálmi þessum. Hann hefir geymst í minni nokkurra aldraðra manna og kvenna, að vonum með talsverðum orðamun, þó efnið sje eitt og sama. Svo var t. d. hjá háaldraðri konu, Guð- rimu Hannesdóttur frá Bjólu (d. í sept. s.l.). Eigi mundi hún eða hafði numið 12. og 14. versið. Líka vantar alveg 2 vers í kverinu. Hjer verður að mestu leyti fylgt orðalagi sálmsins í kverinu fyrnefnda, en að öðru leyti eftir því sem iGuðrún Jónsdóttir (bónda á Stórólfshvoli Sigurðs- sonar) móðursystir okkar kendi Keldnakrökkunum sálminn allan. Yar hann þá jafnan nefndur Auraselssálmur, að sjálfsögðu rangæst nafn, eftir bústað hjón- anna. 9. versið hjer, er 11. í sálma kverinu. Og her þar á milli, hvort sendiboðinn eða prestur hafi mælt fram efni þess. Þykja má lík- legra, að engill en prestur hefði umboð til að segja: „Hjálp frá drotni skulu fá“ og „æfilangt þeim fylgja á“. V. G. Hýrir gestir hjer að borði, heiðri gæddir skynsemdar. Eg vil ykkur einu orði ávarpa til skemtunar. Þolinmæði þýða hjer þið verðið að sýna mjer meðan þyl eg firðum fríðum frjettir nýjar tals af hlíðum. Árla morguns úti staddur eg var þegar daga tók, vænstum nætur værðum saddur, veðrið blítt mjer yndi jók. Hvarflað varð mjer hjer og þar, horfði jeg á stjörnurnar, birtu huldu sælu sína sólin þegar tók að skína. Morgunroðans birtu blíða bar um skýin til og frá, sólin vóð með fegurð fríða fram úr dimmum ægi þá. Mitt í þessu — mæli’ eg frí — mjer varð litið suðrið í, sá jeg mann á klárum klæðum koma til mín ofan af hæðum. Hjá mjer staðar nema náði, nafn þitt —sagði’ eg — herm þú mjer. Hinn því ansa glaður gáði: „Guðsráðstöfun heit mitt er. Fylg þú mjer“, hann fríður kvað, fór jeg strax og gjörði það. Við svo báðir greitt um grundu gengum þar um eina stundu. Við komum á velli græna, var þar fagurt gras að sjá, yfrið frítt með ilman væna, ágæt blómstur skein þar á. Mjtt á þessum velli var veglegt rjóður tilsýndar. Meyjar tvær, með sóma sætum, sátu þar á stóli mætum. Sín á milli band eitt báru, báðar voru’ að tvinna það, þá leit eg — með þeli kláru — að það var orðið margfaldað. Undrast tók jeg aðburð þann og minn spurði fylgdarmann: Hvað alt þetta hefði’ að boða hjer sem gjörði jeg að skoða. Ilann nam svörin þýðust þylja: „Þessar meyjar — víst til sanns — þær eru sendar — þú mátt skilja það — frá drottni himnaranns. Önnur heitir Hamingja, hin er kölluð Ánægja, báðar fylgjast að þær eiga og allri gæfu stýra mega. Með sjer þýðing ber það blíða handið, sem þær handleika: það er elskufestin fríða frómra hjónaefnanna, sem í dag skalt sjálfur þú saman vígja glaður nú. Guð hefur tvinnað bandið besta og blessun lagt þar yfir mesta. Páll og Guðrún, hjónin hýru hjálp frá drottni skuli fá, ánægja með yndi dýru æfilangt þeim fylgja á. Þeirra hjúskap, þeirra stand, þeirra tvinnað elskuband, hamingjan skal blessa’ og bæta böl og raunir alla sæta“. Rjett í því hann þetta sagði, þoku yfir loftið brá, alt hvarf mjer á augabragði, er jeg þarna heyrði’ og sá. Einsamall eg eftir var og því bjóst til heimferðar, sömu leið með fótum fúsum fetaði’ eg að mínum húsum. Heim eg kominn hugði spjalla, hvað mjer bar fyr’ augna sjón. Söguna vjer nú sönnum alla, samanvígð eru þessi hjón. Er því skylt að allir vjer okkar bænir hefjum hjer, biðjum guð á himna hæðum að hjálpa þeim með sínum gæðum. Hæstur drottinn himnaranna hugsvölunar lindin blíð, ykkur vfeiti aðstoð sanna allar stundir fyr og síð. Veri’ hann ykkur vörn og skjól, veri’ hann ykkar gleði sól, veri’ hann ykkar vernd indæla, veri’ hann ykkar líf og sæla. Jesús ykkur jafnan leiði, Jesús ykkar vinur sje, Jesús veginn jafnan grelði, Jesús ykkur hugsvale, Jesús gefi gæðin best, græði Jesús sárin flest, Jesús hjálpi í hættum nauða, hjúkri ykkur í lífi’ og dauða. Lifið nú í lukku blóma, lifið nú í drottins frið, lifið meður lífsins sóma, lifið besta samlyndið. Lifi’ í ykkur lifandi lífsins herrann græðandi, líf svo fáið lífshæðanna líf þá endar hjervistanna. Fel jeg ykkur fyr og síðar faðmi Jesú blessuðum, hans lífæðar hjartaþýðar hjúkri’ ykkur í nauðunum. Krists blóðdropar blessaðir blessi ykkar samfarir, svo leiðist þið, er linnir mæða í lambsins brúðkaup himnahæða. Sofið þið nú blessuð bæði í blíðum faðmi lausnarans, ólukka svo engin hræði undir náðar vængjum hans. Guð gefi’ ykkur góða nótt gjöri ykkur vært og rótt. Ilerrans Jesú höndin hlífi svo hittist glöð í öðru lífi. „Hvernig líður heima hjá þjer“, spurði jeg Mike um daginn. „Ágætlega, þakka þjer fyrir“, sagði hann. „Strákurinn hjó að vísu af sjer einn fingurinn í gær og dóttirin liggur í sorg af því að mamma hennar hljóp í burtu með einhverjum hermannsræfli“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.