Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1943, Side 1
2. tölublað. Sunnudagur 17. janúar 1943. XVII. árgangur.
..!.>ia»rpraotaml0J« kJ.
ÍSLANDSFERÐ
SIR JOSEPH
BANKS 1772
Um þjóðhætti og þjóðarhag
Eftir VILHJ. Þ, GlSLASON
Joseph Banks, Esq.
Myndin er gerð eftir málverki Sir
J. Beynolds og er frá ferðum um
þær mundir er Banks fór íslands-
ferðiua.
erkasti landkönnuður átj-
ándu aldarinnar var James
Cook og varð frægust Ástralíu-
ferð hans 1770. Hann fór þrjár
miklar rannsóknarferðir og var
að síðustu veginn í viðureign við
Suðurhafsmenn. Einn helsti sam
verkamaður Cooks hjet Sir
Joseph Banks, tiginn Englend-
ingur og auðugur. Hann var
fæddur 1743 og því nokkurveg-
inn jafnaldri skáldsins sjera
Jóns Þorlákssonar á Bægisá,
svo að miðað sje við einhvern
alkunnan Islending. Hugur
Banks hneigðist snemma að
íerðalögum og rannsóknum. -—
H?.nr. fór til Nýfundnalands og
Labrador, Ástralíh og Islands
(1772). Hann var oft nefndur
„faðir Ástralíu“. Hann varð
mikill styrktarmaður vísinda og
stundaði þau sjálfur. Hann var
svo efnum búinn, að hann gat
farið eftir tilhneigingum sínum
og gert það eitt, sem hugur hans
stóð til í þessum efnum.
1 Bretlandi var um þessar
mundir nokkur áhugi á íslensk-
um efnum og hafði verið síðan
á sautjándu öld einkanlega. —
Ýmsir helstu rithöfundar Eng-
lendinga tóku að fást við íslensk
eða önnur norræn fræði og höfðu
þannig allmikil áhrif á enskan
skáldskap. Gray, sem dó árið áð-
ur en Banks fór í íslandsferðina,
orti t. d. upp Darraðarljóð og
Vegtamskviðu, Dryden hafði ort
um Hervöru og Angantý o. m.
fleira mætti telja. Svo var nokk-
ur verslun milli íslands og Eng-
lands. Þá má geta þess, að ferða-
bækur frá. Islandi virðast hafa
verið nokkuð lesnar meðal meiri-
háttar manna á Bretlandi. Þann-
ig segir Boswell fiá því um
Samuel Johnson, að hann hafi
lesið bók Horrebows, því að John
son hafði oft orð á því í gaman-
málum, þegar rætt var um þulu-
lærdóm, að hann kynni utanbók-
ar heilan kafla úr ferðabók frá
íslandi. En það var sá makalausi
kafli hjá Horrebou, sem hljóðar
svo: „Um höggorma á Islandi.
Á Islandi eru engir höggormar".
Annars er einnig sagt, að Samu-
el Johnson hafi eitt sinn sjálfur
hugsað til íslandsferðar, en úr
því varð ekki.
Um þessar mupdir virðist það
hafa verið nokkuð algeng skoðun
í Bretlandi, að ísland væri eins-
konar framhald eyjanna norður
af Skotlandi. Töldu menn að þær
og Færeyjar og ísland ættu að
heyra saman að rjettu. Þá landa-
fræði hef jeg einnig sjálfur
heyrt fyrir fáum árum hjá ensk-
um alþýðumanni í Oxford. Sama
skoðun kom einnig fram hjá Sir
Joseph Banks, er hann lagði
fram fyrir ensku stjórnina hug-
myndir sínar um það, að Eng-
lendingar ættu að leggja Island
undir sig.
Menn hafa undrast það nokk-
uð, hversvegna Banks fór íslands
ferð sína og leitað á því ýmissa
skýringa. Hann hafði eiginlega
búið sig til þátttöku í öðrum leið
angri Cooks til Ástralíu, en hætti
við þátttökuna á síðustu stundu.
Mun hafa valdið því ósamkomu-
lag við flotastjómina. — Banks
lagði sjálfur mikið fje til þess-