Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1943, Síða 2
10
LBSBÓK MORGUNBLAÐ8IN8
ara ferða. Hann hafði látið gera
ný híbýli fyrir sig og f jelaga sína
á þiljum skipsins. Þessar káetur
þóttu svo stórar og viðamiklar
að þær myndu geta orðið til ó-
hagræðis fyrir seglabúnað og
siglingu skipsins og voru því
teknar ofan. Líklegt er samt, að
eitthvað fleira hafi á milli borið,
því að þeir Banks voru alveg
ferðbúnir er hann sneri ætlun
sinni. En hvað um það. Hann
hætti við Suðurhafsferðina og
ákvað að fara til Islands.
Sumir hafa sagt, að íslandð-
ferðin muni hafa verið ráðin fyr-
ir áeggjan Uno von Troils. —
Halldór Hermannsson heldur, að
grasafræðingurinn Solander hafi
átt frumkvæðið, ef það var ekki
frá Banks sjálfum og máske fyr-
ir áhrif frá öðrum grasafræð-
ingi, König, sem verið hafði hjer
á landi 1764—65. Enn er talið,
að hjer muni tilviljun ein hafal
mestu ráðið.
Hvað sem líður sundurþykki
þeirra fjelaga í þetta skifti, er
líklegast að norðurferð Banks
hafi verið farin af ráðnum hug
sjálfs hans og ekki verið tilvilj-
unin tóm.
Siglingar og verslun á norður
höfum var um þessar mundir á-
hugamál ýmsra framsækinna
Englendinga. Cook fór sjálfur í
slíkan leiðangur nokkrum árum
á eftir Banks (1778). Stjórnmál
og stríðsafstaða hefur einnig ráð
ið ýmsu um þessi mál. Annars
verður það ekki rakið hjer að
sinni, hvort Islandsáhugi Banks
kann að vera sprottinn af stjórn
málaástæðum eða stjórnmálatil-
lögur hans um Island verið af-
leiðingar af ferðinni hingað.
Hjer verður aðeins rakin dá-
lítið ferðin sjálf og eink-
um sagt frá því, hvernig komu-
mönnum leist á Islendinga og
Islendingum á þá.
Sir Joseph leigði sjer skip til
Islandsferðarinnar, það hjet
„Sir Laurence“ en skipstjórinn
Hunter og var Skoti. Skipið kost
aði 100 pund á mánuði. Banks
var stórbrotinn maður, höfðing-
lyndur og veitull, glaðlátur og
gestrisinn, skartmaður og fyrir-
maður í framkomu, og ráðríkur
nokkuð, en kom sjer þó vel.. —
Hann hafði með sjer á skipinu
fjörutíu manna, fræðimenn og
listamenn og landkönnuði. Espó-
lín segir einnig í Árbókunum, að
hann hafi haft með sjer hljóð-
færaleikara ágæta, „og ljet þá
leika þegar svo bar undir“.
Þeir komu til Hafnarfjarðar
28. ágúst 1772. Þó að nokkurt
þóf yrði um komu þeirra í fyrstu,
(þeir fengu t. d. ekki hafnsögu-
mann), tókst brátt vinfengi milli
þeirra og virðingamanna í landi,
einkum Thodals stiftamtmanns
og ólafs Stephensen amtmanns.
Banks hafði danskt vegabrjef, að
því er Espólín segir, en samt
borðu menn í fyrstu fátt við þá
ið eiga, vegna einokunarinnar og
danskra yfirv’alda.
Hafnarfjörður var í þá daga
lítill bær og óásjálegur, litið
lannað en dönsku verslunarhús-
in, löng og fremur lág timbur-
hús með risi. 1 þessum húsum
fengu þeir Banks inni. Þar hjelt
Banks veislur fyrir höfðingjana
í kring eða sendi þeim eitthvað
af kræsingum sinum. Fór mikið
orð af rausn hans og ríkidæmi.
Hann hafði með sjer enska
þjóna og matreiðslumenn og lifði
á enska vísu. Höfðu Hafnfirð-
ingar og fólkið þar um slóðir
ekki sjeð þvílíkt fyr, þó að það
byggi á næstu grösum við há-
yfirvöldin á Bessastöðum.
Þeir Banks þágu líka nokk-
ur boð höfðingjanna, m. a. Skúla
fógeta í Viðey. Til Reykjavíkur
komu þeir einnig, en láta lítið
yfir. Samt nefna þeir vefstof-
una úr „innrjettingunum“ og
þrjá útlendinga, sem þangað
höfðu verið sendir til að kenna
fiskveiðar, en segja, Islending-
ar taki ekkert tillit til þeirra. —
Annars eyddu þeir fjelagar
tíma sínum við fiskidrátt og
fuglaveiðar og undirbjuggu ferð
sína austur um sveitir. I þeirri
ferð voru þeir í tæpan hálfan
mánuð, fóru til Þingvalla, að
Laugarvatni og Geysi Síðan fóru
þeir að Skálholti og var þar vel
tekið af Finni biskupi. Þeir segja
að í Skálholtsdómkirkju hafi
sjer verið sýnd exi Skarphjeðins
og skrín heilags Þorláks biskups,
en gera þá athugasemd, að haus-
kúpa dýrlingsins í skríninu hafi
verið gömul kókoshnot. Frá Skál
holti var farið í Laugarás. Næst
var haldið til Heklu. Er enn til
(hjá Hooker) lýsing Banks sjálfs
á Hekluferðinni.
Þegar við gengum á Heklu,
höfðum við vindinn svo fast í
fangið, segir hann, að okkur var
fjallgangan mjög erfið. Jörð var
einnig frosin og kuldinn sárbit-
ur. Ising lagðist líka á sjálfa
okkur og hjelaði föt okkar. —
Þegar við komum upp á fyr6ta
tindinn, sáum við hingað og
þangað bráðna bletti, og lagði
frá þeim dálítinn yl, og við einn
af þeim áðum við og athuguðum
hitamælinn, sem var 24. 834. Th.
27. Vatnið, sem við höfðum með
okkur, var alt frosið. Dr. Lind
fylti vindmæli sinn með heitu
vatni, hann lækkaði í 1... 6 og
fraus svo í nálar, svo að við
urðum að hætta athugunum. Við
hjeldum, að við værum komnir á
hæsta tindinn, en sáum þá annan
hærri og skunduðum þangað.
Dr. Solander beið, ásamt Is-
lendingi, í dalverpi rjett hjá. Við
hinir hjeldum áfram efst upp á
tindinn og var þar mjög kalt, en
uppi var þriggja álna breiður
blettur og lagði frá honum svo
mikinn hita og gufu að við þold-
um ekki að sitja þar. — H. 9 . .
25. Bar. 24. 722.
Er þeir fjelagar riðu síðan þar
um sandana þótti þeim því lík-
ast, sem þeir færu yfir arabiska
eyðimörk. Er þeir höfðu gengið
á Heklu gistu þeir næstu nótt '
tjöldum sínum við Gráfell. — Á
heimleiðinni komu þeir í Hraun-
gerði og að Reykjum, en komv
í Fjörðinn aftur 28. sept. en
9. október hjeldu þeir skipi sínu
til hafs.
Vísindalegur og bókmentaleg-
ur árangur ferðalagsins varð varla
eins mikill og mátt hefði ætla.
Ýmsar góðar athuganir voru samt
gerðar, gripum safnað og mynd-
ir teiknaðar. Banks gerði sjálfur
ýmsar athuganir, en handrit hans
eru sögð glötuð nema að því leyti
sem Hooker og aðrir síðari ferða-
menn fengu að nota þau. Aðalheim