Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1943, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1943, Side 4
12' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kindakjötssteik, kjötsúpu með sýru, lax og köku á eftir. Ábætir- inn hjá landlækinum var svo hvalur og hákarl. Segjast þeir hafa borðað alt þetta með góðri lvst, •jieina helst súra smjerið og harð- fiskinn, en hákarlinn segja þeir að hafi verið svo megn, að stækjan af honum hafi hrakið þá frá borð- inu undir* eins og hann kom dnn. Annars segjast þeir vera góðu góðu vanir í mat frá sjálfum sjer, því að þeir hafi haft með sjer franska matreiðslumenn, sem gert hafi þeim feitar steikur og fagra búðinga, en góð vín hafi þeir haft í stað blöndunnar hjá íslend- ingum. Segir von Troil, að sjcr þyki líklegt, að frúnni í .Gautaborg muni bjóða við íslenska matuum, þegar hann minnist þeirra fyrir- taks máltíða, sem hann hafi þegið hjá henni sjálfri. Um atvinnulíf landsmanna eru að vísu brjef en ekki sérlega merki leg. Þó eru þar allgóðar lýsingar á sjóklæðum Islendinga, eins og þau gerðust þá, fyrst og fremst í Hafuarfirði og þar í grend. Sjó- klæðin eru gerð úr sauðskinnum eða kálfskinnum, vendilega smurð með lýsi, leistabrækur, sem ná hátt upp í mitti, ullarsokkar og sjó- skór úr þykku leðri. Ekki þykir þeim komumönnum sjósóknin ver-i vel stunduð á íslandi. Kenna þeir þaðj sem aflaga fer í fiskiveiðunum sumpart aðsókn erl. sklpa, sum- part fólksfækkuninni í landinu en mest ánauð einokunarinnar. Fisk- verðið er talið mjög lágt, móts við það, sem söluverðið sje á erlend- um markaði. Hjer hefur helst verið rakið það úr frásögnum þeirra fjelaga, sem á einhvern hátt lýsir þjóðháttum og daglegu lífi íslendinga. En annars hnigu rannsóknir þeirra mest að náttúru landsins. Einn af gestum Banks, Solander, var grasa fræðingur og lærisveinn Linnés, annar þeirra, James Lind, var læknir og stjörnufræðingur og höfuðáhugamál Banks sjálfs var einnig náttúruskoðunin. Von Troil hafði einnig áhuga á bók- mentum og fornfræðum og kirkju- málum og. skrifar mikið um þau efni í brjefum sínum. C* erð Banks varð, eins og fyr 1 segir, mjög til þess að auka þá athygli, sem íslandi var veitt er- lendis. Ferðin þótti að ýmsu leyti æfintýraferð í fjarlæga furðu- heiina. Margt af því, sem erlendir gestir skrifuðu þá og á næstu áratugum um landið er meðal skemtilegustu og merkustu athug- una, sem til eru um land og lý5 þessa tíma. Sumt eru a& vísu mis- sagnir og sumt miður sanugjarnt, en mjög oft brugðið skemtilegu og skæm ljósi á ýms einkenni þjóðlífsins, og sum þau, sem heima mönnum hættir við að sjást yfir. Eannsóknarferðirnar, sem farnar voru hingað frá því að Banks hóf sína ferð og þangað til Gaimard lauk sinni voru með mestri fyrir- meusku farnar og bestum glæsi- brag allra heimsókna hingað. Þó að sjerfræðilegur rannsóknarárang ur þeirra yrði ekki einlægt ýkja- mikill voru almenn áhrif þeirra meiri. Ýmsar ferðabækurnar. sem frá leiðangursmönnum komu, voru bæði til mikils fróðleiks og mjög til þeirra vandað sumra, svo að auguavudi er að. Iljer hefur verið sagt nokkuð frá því, hvernig einum leiðangurs- mönnum kom landið fyrir sjónir og landsmenn. En hitt má einnig rekja, hvernig leiðangurinn kom landsmönnum fyrir sjónir. Manna á milli hefur auðsjáanlega farið hjer mikið orð af leiðangri Banks, bæði af tign sjálfs hans og auð- legð útbúnaðar hans, enda var til alls vel vandað. í upphafi stóð mönnum samt stuggur af þessu óþekta skipi hans. Espólín segir, „að menn hræddust það í fyrstu og hugðu Tyrkja vera“. I Annál sjera Magnúsar á Höskulsstöðum segir, að „skipið hafi verið allstórt, með fallstykkjum og vopnum búið. . . . Voru þar á herramenn praktugir að klæðum ... og hjeldu st.ór gesta boð með mörgum rjettum og drykkjum . . . og mælt var að skenkingar hefðu farið fram miil- um þeirra og æðri manna . . . þeir sögðu sig siglt hafa kringum alla veröld óg hefðu nú fullkomnað þá sína lystireisu“. Espólín getur þess einnig, að verið hafi hin „mesta rausn í veislum Banks og borðhaldi, meir en nokkur hafði sjeð hjer á landi“. Sjera Jón Stein grímsson heimsótti þá fjelaga í Ilafnarfirði. (Hann ársetur reynd- ar þessa heimsókn 1777). Segir hann, að sjer hafi verið boðið í stássstofu „hvar í var langt borð með annari hliðinni og mátti þiggja þar vín og hvað jeg vildi, því þeir voru liöfðinglega sinnaðir. Á borðinu lá ein opin bók, á hverri ei var annað en strik og nótur að taka lög, á hverja jeg leit“. Sungu þeir og spiluðu fvrir sjera Jón og hafði hann af því svo mikla lystisemd, að hann komst allur á loft og reri og raul- aði með. En hann var söngmaður sjálfur og ljek á liljóðfæri, uns hann segist hafa hætt því eftir jarðeldana „af margfaldlegri mæðu þeirri, sem yfir mig fjell“ „Skenkingar“ þær, sem sr Maguús talar um, voru m. a. þær. að Banks gaf Finni biskupi rak- færi silfurbúin og skólameistara silfurúr, amtmanni teborð og fleira ljet hann rausnarlega at' hendi rakna. Af allri veru sinni hjer varð Banks vinsæll og vel metinn og þeir fjelagar allir. í kvæði til þeirra kemst Bjarni Jónsson skóla meistari m. a. svo að orði; Velkominn víst með sóma vís þjóð af enskri slóðu. Hjelst lengi vinátta Banks við íslendinga. Seinna, í Napoleons- stríðunum, kom hann skörulega við íslensk mál og er af því önnur saga. íslandsferðin var í senn skemtiferð, stjórnmálaferð og rannsóknarleiðangur — að eins einn liður í viðburðaríkri æfi um- svifamikils manns. Banks varð mikilsmetinn maður í heimalandi sínu og áhrifaríkur. íslandsf°rðin hafði mjög orðið til þess að auka áhrif hans og álit. Ilótelgesturinn: Eigið þjer ekki mynd af yður, ungfrú? Þjónustustúlkan: Jú, jú. Hótelgesturinn: Vilduð þjer þá ekki lofa mjer að nota spegilinn. Jeg þarf að raka mig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.