Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1943, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1943, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1B Mesta hrefnu-skytta Niðurlag. — Það þarf þá ærinn sprengi- kraft til að fleyta þessu skeyti. — Jeg hleð byssuna með 65 grömmum af góðu fallbyssupúðri. Púðrið er gett í ljereftspoka og látið inn í hlaupið að framan, eins og gert var við gömlu fer- hlaðningana. Síðan er skutullinn settur í hlaupið, þannig að fleyg- urinn með hreyfanlegu agnhöld- unum stendur fram úr, ásamt hringnum, sem skotlínan er fest í. Þegar skotið ríður af, kippist þessi hringur aftur eftir klaufinni, sem þú sjer í skutulsskaftinu, hann nemur við, þar sem lokast fyrir. Þá dregur hann skotlínuna út. Skotlínan er hringuð upp og látin ltggja á dálitlum paili fram- an til á framstefninu, svo að hvergi geti staðið á. Enda skot- línunnar er aftur fest í sverari kaðal, sem hafður er til taks, og gefinn út, eftir þörfum. — En segðu mjer, hvernig er útbúnaðurinn til þess að kveikja í púðrinu og hleypa af? spvr jeg. — Hann er nú svona, segir Þorlákur og dregur upp úr jvasa sínum lítið skothylki, sem raunar er bara livellhetta. Hylkið er held- ur stærra en skothylki með venju- legu fjárskoti — eða líkt og !) mm. riffil-skothylki. — Sjáðu, segir Þorlákur og opnar eitthvért lok á aftanverðu byssuskeftinu. — Hjer set jeg þessa hvellhettu inn, alveg eins og þegar maður setur skot í aftur- hlaðning. Svo þarf jeg ekki annað en kippa í þessa taug, sem er í sambandi við gikkmn, þá spring- ur hvellhettan og kveikir í pvið- hleðslunni. — Er það ekki einn heljar hvell ur, þegar skotið hleypur af ? — Þú getur nú fengið að heyra það, svarar Þorlákur. — Það er enn þá skot í byssunni, sem jeg setti í hana fyrir nokkrum vikum. Það er sjál'fsagt farið að skemm- ast, að minnsta kosti þori jeg ekki að eiga. uíidir því, ef j>eg skyldi fara á hrefnuveiðar á næstúnni. á íslandi Eftir Böðvar frá Hnífsda/. Næst stærsta hrefnan, sem Hrefnu-Láki hefir skotið. Skaut hana sumarið 1941. Hrefnan var um 9 m. á lengd, en 4 m. að ummáli, þar sem hún var gildust. Þessi hrefna var með unga í sjer. Unginn var faðmur á lengd. Þorlákur tók nú í gikkinn og skotið reið af. Þungur hvellu'* kvað við og bergmálaði í fjöllun- um. Byssuhlaupið spjó eldi og reyk. Sjófuglarnir, sem sátu á sjónum eða bátunum í kring, ruku upp til vængja og fóta og flugu dauðskelkaðir-á burt. — Jæja, Þorlákur. Heldurðu að skotið hafi verið orðið ónýtt? — Nei, svarar hann, — ekki ónýtt, en eitthvað var það búið að missa kraft, fannst mjer. Ann- ars er ekkert að marka þetta, af því að skutullinn var ekki í. Ef skutullinn þefði verið í hlaup- inu, hefði báturinn skolfið stafna á milli, þegar skotið reið af. . — Jeg sje, að þessi byssa þíu leikur á ási. Það er auðvitað hægt að hreyfa hana til, eins og skipa- fallbyssur. — Já, bæði til hliðanna og eins upp og niður, svarar Þorlákur og sýnir mjer, hvemig hægt er að snúa byssunni til, eftir því, sem rniðað er á. , Síðan stígum \úð niður í ára- bátinn, leysum hann og róum í land. IV. HREFNUVEIÐARNAR. Við sitjum aftur inni í stofu, heima hjá Þorláki, og jeg held áfram að spyrja hann spjörunum úr. Þorlákur tekur öllu þessu með þrautþjálfaðri þólinmæði veiðimannsins. — Segðu mjer nú frá einhverj- um einstökum veiðiferðum, sem voru að einhverju leyti sögulegar — Það er nú svo sem ekkert sögulegt við þessar hrefnuveiðar, svarar Þorlákur með _ hægð. — Þær eru eins og hver annar veiði-. skapur, tij dæmis fiskiveiðar. — Þetta kemst alt upp í vana og verður hversdagslegt, nema ef eitthvað ber út af. En jeg hefi nú stundað hrefnuveiðar, meira- og. minna, f 28 ár, og sem betur fer. • hefir aldrei neitt slys komið fyrir. — Jæja, segðu mjer. þá frá fyrs’tu veiðiferðinni. Áður en Þor- lákur fjekk svarað þessu, kemur krakki einn hlaupandi inn og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.