Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Blaðsíða 1
bék $MorQnmblajbmm 7. tölublað. Sunnudagur 21. febrúar 1943. XVII. árgangur. ÍMfO Sigurður Guðmundsson skólameistari: IÐ FRÁFALL OG ÚTFÖR BJARNA THORARENSENS V f-v að hefir, að líkindum, þótt "¦ „stærst af stórtíðindum", er það spurðist um landið, að amtmaðurinn yfir Norður- og Austur-amtinu, Bjarni Thorar- ensen, höfuðskáld þjóðarinnar, hefði orðið bráðkvaddur á amt- mannssetrinu, Möðruvöllum í Hörgárdal, nóttina milli 23. og 24. ágúst 1841. „Um nóttina fjekk hann tvö slög með fárra mínútna millibili, gat talað fátt eitt eftir hið fyrra, en hið síð- ara varð honum að bana", segir Jón Helgason, prófessor í Kaup- mannahöfn, sem er allra manna fróðastur um þennan fágæta Is- lending og hefir gefið út kvæði hans með sjaldgæfri vandvirkni, torgætri trúmensku og gagn- merkilegum skýringum. Verða heimildir að teljast góðar fyrir því, hvernig lát hins mikla manns bar að höndum. Þær munu vera komnar frá dóttur hans, frú Steinunni Melsted í Klausturhólum, móður Boga Th. Melsteds, sagnfræðings. (Bjarni Thorarensen: Ljóðmæli II. Kh. 1935 bls. 201). Var hún talin skýrleikskona og best gefin barna Bjarna aratmanns. Verður því tæpast rengt, að þessi frá- sögn af láti hans sje rjett. Allar aðrar frásagnir af andláti hans verða að teljast rangar, t. d., að sjera Jón Sveinsson (læknis Bjarni Thorarensen. Pálssonar), náfrændi hans, hafi brotið upp herbergið til amt- manns látins. Er það heldur ólík- legt, þótt eigi sje það óhugs- andi, að amtmaður hafi læst að sjer herberginu, þar sem hann var lasinn, þá er hann háttaði. Því verður og eigi komið heim og saman, að brotist hafi veriði inn til amtmanns látins (Ljóð- mæli eftir Hjálmar Jónsson í Bólu I LXX—LXXI) og menn hafi þó haft vitneskju um, að hann gat ekki talað nema fátt eitt eftir fyrra slagið. En hitt mun rjett, að sjera Jón Sveins- son hafi verið yfir honum deyj- andi. Frá því sagði mjer dóttir sjera Jóns, frú Steinunn Jóns- dóttir, mjög mæt kona, stál- minnug og skýr í frásögn, sú hin sama, sem Bólu-Hjálmar hef- ir kveðið lofsamlega um. Skyndilegt fráfall amtmanns kom að minsta kosti ekki sjálf- um honum á óvart, ef banahögg- ið kemur ekki altaf á óvart. Það sjest jskýrt á kvæðum hans, að hann hafði lengi grunað feigð sína. Þó að hann sæti í einu hinu veglegasta embætti lands- ins, hátt í hlíð hefðarfjallsins, líkt og hann sjálfur kvað, bjó hann hvorki við hugarhægð nje hugarsælu í amtmannsembætt- inu á Möðruvöllum, og þá síst seinustu æfidaga sína. Hann kom, sunnan úr Reykjavík 10 dögum fyrir andlát sitt, af embættis- mannanefndarþinginu sæla. Má gera ráð fyrir, að skáldið hafi kent þreytu eftir þvílíka lang- ferð, en enginn tími unnist til hvíldar, sökum búskapar- og em- bættisanna. (Jeg þykist hafa góðar heimildir fyrir því, að Bjarni amtmaður skipti sjer all- mjög af búsýslu á Möðruvöllum. Frú Steinunn Jónsdóttir, fyrr- nefnd, hafði það eftir föður sín- um, að hann hefði einnig átt annríkt við búskapinn eftir það, að hann kom að sunnan). Daginn fyrir andlát sitt, 23. ág. 1841, eða nokkrum klukkustundum fyrir það, ritar hann vini sínum, Finni prófessor Magnússyni:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.