Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 53 Wreiadúr Sagnaþættir eftir Kristleif Þorsteinsson á Stóra-Kroppi og breittdyraskijffur \JÍ iklu verri lífsskilyrði fyrir **¦ hreindýr hafa verið á Reykjanesfjallgarði heldur en í Múlasýslum, bæði hvað snertir vetrarbeit og veðurfar. Þar var líka mannabygð á báðar hliðar og dýrin á stöðugum flótta. Samt voru þau orðin nokkuð mörg um miðbik 19. aldar, en fráleitt hef- ir fengist nokkur vissa fyrir því á hvaða árum þau urðu flest eða hvað tala þeirra varð hæst. — Er tveir fellisvetur hafa höggv- ið stærsta skarðið í þau, einkum, veturinn 1859, sem kendur var< við hörðu föstuna. Ágúst í Hala koti á Vatnsleysuströnd segir i endurminningum sínum, að þann; vetur hafi dýrin leitað skjóls; pg bjargar niður við bæi á Ströndinni og hafi þrettán hreindýr þá verið skotin, serrk stóðu við hjallana í Skjaldakoti. Hafa þau öll verið að dauða komin. En svo kom annar fimb-i ulvetur 1880—1881, sem var bæði lengri og harðari. Þá vaí jeg um vetrarvertíð á Vatns- leysuströnd. Fjell þar þá þvi nær hver einasta sauðkind, seml hvorki var ætlað hús eða hey. Svo hefir verið með hreindýrin, að ekki hefir nema lítill hluti þeirra afborið slík harðindi. Enj þá voru þau víst orðin fá, sam- anborið við það, sem var um tmiðja öldina. Og í grend við mannabústaði varð þeirra þá ekki vart. Þegar komið var fram undir aldamótin 1900, þótti það: í frásögur færandi, ef hreindýr1 sáust á þessum stöðum. Vorið 1895 kom til mín kaupmaður austan úr Þorlákshöfn. Taldi hann það merkilegasta sem fyr- ir hann bar á leiðinni, að á Hell- isheiði sá hann fimm hreindýr1 á beit ekki langt frá alfaravegi. En hvenær síðasta dýrið hefir sjest þar uppistandandi, veit jeg; ¦ekkert um, en ekki hefir það Verið löngu eftir síðustu alda- mót. TVÖ HREINDÝR I EINU SKOTI. Ekki þótti það gerlegt að, skjóta hreindýr með öðru en kúlurifflum, en þeir voru þá i< fárra höndum. Samt veit jeg( eitt dæmi til þess, að maður banaði tveimur dýrum í samaj skoti úr haglabyssu. Það var) Jón Sigurðsson á Vífilsstöðum, síðar í Efstabæ í Skorradal. —. Hann var einn af þeim mörgu! Efstabæjarsystkinum, sem nú< eru að verða meðal kynsælasta fólks hjer um Borgarfjörð. Jón var óvenju vel gefinn á alla lund, fimur sjómaður, ágæt skytta og varð allt að verki. — Var jeg samtíða honum margar vertíðir við sjó. Hugði jeg þá að hann hlyti að verða stórbóndi og sveitar höfðingi svo vel þótti mjer hann til foringja fallinn. En hann, þessi frábæra skytta,, beið bana af byssuskoti, þegar hann var í broddi lífsins. Var" hann þá á rjúpnaveiðum frá' Efstabæ. Jeg gat ekki sneitt hjá! (því að minnast þessa fornvinari míns hjer, af því hann var sá éini maður, sem jeg hefi áreið^ anlega heimild fyrir að skyti tvö hreindýr með einu rjúpnaskoti. Ekki er mjer kunnugt nema um, tvo menn sem urðu nafnkendin fyrir hreindýraveiðar á Reykja- nesfjallgarðinum. Voru það Guðmundum Jakobsson frá Húsafelli og Guðmundur Hann- esson frá Hjalla í ölfusi. Verður þeirra hjer að nokkru getið. HREINDÝRASKYTTAN GUÐMUNDUR HANN- ESSON. Guðmundur Jakobsson vatf elstur af tólf börnum þeirra Húsafellshjóna Jakobs Snorra- sonar og Kristínar Guðmunds- 'dóttur, fæddur 1794. Hann vaí1 talinn gáfumaður, þjóðhagasmið ur, rammur að afli og alt var* honum vel gefið. Þegar hann ,var fulltíða maður fluttist hann frá foreldrum sínum suður að Elliðavatni og giftist þar frænd [konu sinni Valgerði Pálsdóttur, þau voru systrabörn. Valgerður, var alsystir sjera Páls í Hörgs- dal, sem fjölmenn ætt er frá komin. Guðmundur bjó á Vatns- enda, síðar á Reykjum í Ölfusi pg síðast í Lambhúsum í grend við Bessastaði. Guðmundur fór að búa á þeim jörðum, sem lágu að því svæði er hreindýr hjeldu sig í þá daga. Hann var æfð skytta frá æsku og neytti hann nú þeirrar listar, þegar hrein-* dýr gengu honum úr greipum. Var hann að líkindum sá fyrsti og næstum sá eini maður á þriðja og fjórða áratug 19. ald- ar, sem talinn var frækin hreindýraskytta. Mynduðust þá margar sögur af honum, bæði um skotfimi hans og hreysti, bárust sögur mann frá manni ýktar og endurbættar að göml- um þjóðar sið. Til dæmis um krafta hans var sagt, að hann hefði eitt sinn skotið hreindýr Uppl í Henglafjöllum og borið það á herðum sjer til Hafnar-j fjarðar. Vildu Hafnfirðingar er þetta mundu, fullyrða að þetta væri satt. Einn sagði að til merkis um skotfimi Guðmund- ar, að hann hefði hæft dýr á 900 faðma færi og byssukúlan hefði farið inn um krúnuna og komið út hjá dindlinum. Sjálf- ur hafði Guðmundur verið raup- laus maður og voru sögur þær annara verk, sem af honum bár- ust. En sannleikur var það að hann var rammur að afli. Það Bagði sjera Þórður í Reykholti mjer, að þegar hann var í Bessaj

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.