Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 55 Sannanir fyrir lífi efttr dauðann i. Pað er ekki erfitt að skilja óbeit margra þeirra á trú- arbrögðunum, sem áhuga hafa á vísindum. Með sigri kristindóms- ins færðist andlegt myrkur yfir löndin, sem verið höfðu aðal- stöðvar vestrænnar menningar. Trúin á það, að helgirit Gyðinga væru guðs orð, þ. e. samin af sjálfum Guði, reyndist hin skað- legasta fyrir mannlega þekking- arleit. Háskólarnir í Aþenuborg og Alexandríu, sem eldri voru orðnir en nokkrir þeir háskólar, sem nú eru til, voru lagðir nið- ur, og sagnfræðingarnir nefna aldir hinnar einvöldu trúar, bein- línis myrkraaldirnar, the dark ages. Og þegar loksins fór að rofa til, ofsótti kirkjan af hinni mestu grimd mennina sem tóku aftur að leita þeirrar þekkingar, sem öllu mannkyni er svo nauð- synleg. Til þessa, sem vikið var á, er að miklu leyti að rekja þá ó- beit, sem margir hafa á öllu tali um líf eftir dauðann. Því að slíkt hafa menn talið einungis trúar- atriði. En það er þó misskilning- ur. Jeg er á sama máli og A. R. Wallace, Sir Oliver Lodge og fleiri merkir vísindamenn, um það, að ekki verði með skynsemd ei^ast um líf eftir dauðann. Þá, er einnig óhætt að nefna Sir William Crookes, sem var hinn mesti ágætismaður, og vísinda- maður í fremstu röð. Því verð- ur heldur ekki neitað, að sumt sem gerst hefir á miðilsfundum, er auðskýrt, ef menn líta svo á, að um samband við framliðinn hafi verið að ræða, en óskiljan- legt að öðrum kosti. Þýskur spíritisti, sem jeg man því mið- ur ekki hvað hjet, segir t. d. frá því, að af munni miðils tal- aði eitthvert sinn einhver, sem kvaðst hafa verið tóhskáld, og lifað á 18. öld. Sagði hann margt af ævi sinni og verkum. Enginn viðstaddur kannaðist við mann- inn, eða hafði heyrt getið um Sbr, orðaskiftl K. ísfelds og sfra Krlstins Daníelssonar i Alþýðublaðinu. verk hans. Með mikilli fyrirhöfn tókst þó að grafa það upp, að flest var það rjett, sem hinn sof- andi miðill hafði sagt um mann þenna, svo sem væri það hann sjálfur sem talaði. Annað dæmi skal nefnt, þar sem jeg þarf ekki að treysta á minnið. Til er eftir franskan mál- ara, P. E. Cornillier, þykk bók sem heitir: La Survivance de l'Ame et son évolution apres la mort. (Líf og þróun sálarinnar eftir dauðann). Er margt í bók þessari mjög fróðlegt. Þar seg- ir (s. 494 og síðar) frá því, að miðillinn talar eitthvert sinn svo sem væri hún framliðin kona. Segir kona þessi margt af sjer, hvenær hún hafi dáið, hve göm- ul, hvað hún hjet, hvar hún átti heima, hvað hún stundaði, hvað varð hennar banamein. Hún seg- ir af syni sínum, manni, og presti, sem verið hafði vinur hennar eftir að hún skildi við manninn. Málaranum, konu hans, og einnig miðlinum, var þessi framliðna kona algerlega ókunn. Þó tókst þeim hjónunum að kom- ast að því, að alt var það satt og rjett, sem miðillinn hafði sagt, svo sem kona þessi talaði af vörum hennar: „Tout, absolu- ment tout, est exact en tous points", segir Cornillier, (s. 506). Fyrir mjög skrítna tilviljun komst C. jafnvel að því, að það stóð heima sem hún hafði sagt um prestinn. II. Svona mætti halda áfram lengi. En þó ríður meira á því, að reyna að fá menn til að skilja, hversu alt þetta mál horfir ger- samlega öðruvísi við, þegar fund- ið er eðli svefns og drauma. Allir menn eru miðlar. Miðils- ástandið er manninum eins eig- inlegt og t. d. andardrátturinn Hinn svonefndi andamiðill er öðrum frábrugðinn í því, að það má tala við hann þó að hann sofi, og fá þannig að vita hvað hann er að dreyma. Kemur þá í ljós, að þótt svo virðist sem tal að sje við hinn sofandi mann sjálfan, þá er það í raun rjettri draumgjafi háns, sem talað er við. Stundum, og að vísu ekki allsjaldan, segist þessi draum- gjafi eiga heima í öðru húsi, annari borg, öðru landi, jafnvel annari heimsálfu, og hefir nokkr- um sinnum, með eftirgrenslan tekist að hafa uppi á draum- gjafanum og ganga úr skugga um, að það var rjett sem sagt var, og að ekki var um „anda" framliðins að ræða, heldur lif- andi mann. Miklu fleiri eru þó þeir draumgjafar, sem menn hafa haft tal af á miðilsfundum, er segjast vera framliðnir. Kem- ur þessi miðilreynsla vel heim við vora eigin drauma, því að ef vjer athugum nógu vel, verð- ur oss fullkomlega Ijóst, að oss dreymir nálega altaf það sem er oss ókunnugt úr vöku. Og eigi einungis það, heldur er oft hægt að átta sig á því, að það sem oss dreymir, er ekki til á þess- ari jörð. Eða með öðrum orðum, að draumgjafi vor á heima á ein- hverri annari jarðstjörnu al- heimsins. Það er vísindaleg stað- reynd, sem aldrei mun verða haggað, að í svefni höfum vjer samband við lífið í öðrum stöð- um þessa svo furðulega mikla heims sólna og jarðstjarna. (Sbr. kaflann „Sannfræði og vanfræði um eðli drauma" í bók minni Framnýal, 1941). III. Jeg hefi nú í 30 ár kynt mjer eftir því sem kostur var á, það sem eftir framliðnum er haft um lífið eftir dauðann, og er nið- urstaða mín sú, að þar sje um mjög mikilsverðan fróðleik að ræða, ef lesið er með greind og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.