Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Blaðsíða 8
56 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gætni. Er næsta eftirtektarvert, hversu augljóslega framliðnir eru oft að reyna til að koma fram ýmsum fróðleik, sem mjög kem- ur í bága við rangar sannfær- ingar og þröngsýni þeirra, sem þeir eru að reyna að fræða. Eitt það, sem mjög þrálátlega er reynt að fræða um, er að fram- liðnir sjeu ekki andar, heldur líkamlegar verur og jarðneskar, líkaminn endurskapaður á ein- hverri annari jarðstjörnualheims ins. Talsvert gaman er að fram- liðnum, sem lýsa yfir algerðu trú leysi á líf eftir dauðann; en slík- ir eru til, og hafa ekki áttað sig á því, að þeir eru framliðnir. Þá eru sumir, sem miklir trúmenn höfðu verið hjer á jörðu, mjög óánægðir yfir því, að þeir hafa ekki fundið Guð og Krist, og að alt er öðruvísi en þeir höfðu ímyndað sjer. Að átta sig á þessum efnum, er mjög þýðingarmikið. Vjer er- um hjer á jörðu eins og á út- jaðri, þar sem verið er að reyna til að vaxa fram, en gengur mjög illa, svo að jafnvel er hætta á, að þessi tilraun til að koma hjer upp sigursælu lífi, muni með öllu mistakast, sakir þess hversu sambandið við fullkomnari líf- stöðvar alheimsins er hjer ófull- komið. IV. Að endingu læt jeg koma hjer, sögu, sem sýnir .mjög fróðlega hversu erfitt er að koma fram jafnvel mjög augljósum sann- indum, ef röngum fyrirfram- sannfæringum er að mæta. Sag- an er sögð í fyrra bindinu af jarðfræði Reinhardts. Sú var tíðin, að visindamenn töldu það firru eina, að steinar gætu fallið „af himnum" ofan. Árið 1751 fjellu loftsteinar ná- lægt Agram, og grófust mann- hæðardjúpt í jörð. Þeir voru grafnir upp og sendir náttúru- safninu í Vínarborg, ásamt skýrslu um fyrirburðinn. Árið 1790 skrifaði forstöðumaður •safnsins í skýrslu þessa: „Það getur verið, að 1751 hafi jafn- vel upplýst fólk á Þýskalandi, sakir hinnar þá ráðandi van- þekkingar í náttúrusögu og eðl- isfræði, getað trúað því, að járn- molar kæmu af himni ofan. En á vorum dögum væri það ófyrir- gefanlegt að ímynda sjer, að slíkar kynjasögur geti verið svo mikið sem sennilegar". Á þessu sama ári, 1790, kom niður loftsteinn í Juillac á Frakk landi. Yfirvöldin ljetu um atburð þenna gera skýrslu, sem undir- rituð var af 300 sjónarvottum. Skýrsla þessi var send vísinda- f jelaginu í París, og hendu menn þar mikið gaman að henni, og hinn kunni eðlisfræðingur Berthelon skrifaði um hana á þessa leið: „Hversu hryggilegt það er, að sjá heilt þorp votta þannig með lögmætri skýrslu, þjóðsögur sem menn eru aumkv- unarverðir fyrir að leggja ti*ún- að á. Hvað á jeg frekar að eegja um slíka skýrslu? Alt sem segja þarf, mun hver vísindalega ment- aður lesandi geta sagt sjer sjálf- ur, þegar hann kynnir sjer þessa vottfestu skýrslu um atburð, sem augljóst er, að ekki hefir getað átt sjer stað, og er á móti lög- málum náttúrunnar". Fáeinum árum síðar, 1794, gaf hinn ágæti eðlisfræðingur Chladni, sem allir kannast við, er einhverja kenslubók hafa les- ið í .eðlisfræði, út rit, þar sem eðli þessara atburða sem Berthe- lon hafði verið sannfærður um að ekki gætu átt sjer stað, er rjett skilið og skýrt. Varð Chladni vegna rits þessa fyrir allmiklu aðkasti, og einn af and- stæðingum hans, Deluc að nafni, sem var þó merkur vísindamað- ur, er margt hafði vel athugað, var jafnvel svo ákafur að hann sagði: „Þó að jeg sæi slíkan stein falla niður við fætur mjer, mundi jeg að vísu játa að jeg hefði sjeð það, en jeg tryði því samt ekki". En þó var þess nú skamt að bíða, að mönnum skild- ist, að Chladni hafði rjett fyrir sjer. Einn af nafnkunn- ustu eðlisfræðingum þeirra tíma, Biot, gekk í lið með honum, og aðrir komu svo á eftir. V. Mjer virðist saga þessi býsna fróðleg, og af henni má marka, að blaðamönnum (og öðrum) er ekki svo mjög láandi, þó að þeir sjeu svo heimtufrekir á sann- anir fyrir framlífi, eða m. ö. o., fari svo langt í að meta full- gildar sannanir einskis, að ár- angurinn verður ekki aukin viska, heldur vanþekking og fá- viska. Leiðimar til að sannfærast um að lífið hjer á jörðu er aðeins byrjun, eru margar, enda væri þetta bágborinn heimur, ef svo væri ekki, og bölsýnismennirnir, sem hafa haldið því fram, að h'fið sje það sem ekki ætti að vera, hefðu þá fullkomlega rjett fyrir sjer. Ritað í janúar. Helgi Pjeturss. Freddle Bartholmew í herinn. Freddie Bartholomew, kvikmyndaleikarinn frægi hefir gengið i flugher Bandaríkjanna. Hann er nú 18 ára að aldri. Fornfræðingurinn: Þessi vasi er 2000 ára gamall. Þú verður að fara mjög gætilega með hann. Maðurinn, sem var að flytja: Já, já, þú getur reitt þig á það. Jeg skal fara með hann eins; og hann væri nýr.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.