Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1943, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
215
nafnkenndir fastakaupmenn, svo
sem N. Chr. Gram á Þingeyri í
Dýrafirði, Stykkishólmi, Ólafs-
vík og víðar, byrjuðu fyrst verzl-
un hérlendis sem lausakaupmenn.
Oft þóttu lausakaupmenn gefa
„betri prísa“ en fastakaupmenn
og voru vel séðir af almenningi
en miður af fastakaupmönnum,
sem eðlilegt var.
Til lausakaupmanna mátti og
telja Norðmenn sem fluttu hing-
að ti'mburfarma á smærri og
stærri skipum, sem svo oft fóru
til þorsk- eða síldveiða um sum-
arið, og héldu heim aftur að
haustinu með afla sinn. Gott
þótti að eiga viðarkaup við Norð-
mennina, enda voru þeir auð-
fengnir til þess að flytja viðinn
til afskekktari staða, ef um við-
skifti til muna var að ræða.
Ekki var það ótítt, að fasta-
kaupmenn voru jafnframt speku-
lantar eða lausakaupmenn. Stund
um voru vöruskipin notuð til
þessara ferða; var þá nokkuð af
lestinni notað sem krambúð, en
oftast voru smærri skip notuð til
spekulantsferðanna.
Kaupmenn hér á Isafirði fóru
spekulantstúra bæði um allt
Djúpið, vestur á fjörðu og norð-
ur í Strandasýslu. Kaupmenn á
vestari fjörðunum komu iðulega
í spekulantsferðir hingað að
Djúpi, Einnig komu Reykjavík-
urkaupmenn í spekulantsferðir
hingað, má meðal annars nefna
Þorlák Ó." Johnsen. Samkeppni í
verzlun á þessum tíma var því
meiri en almennt hefir verið lát-
ið yfir og komið hefir fram í rit-
gerðum um verzlunarmál. Við
þetta innskot má og því bæta, til
frekari upplýsinga, að hér vestra
var það altítt, að stærstu við-
skiftamennirnir (þ. e. þeir sem
höfðu mest „innlegg"), fengu
nokkru hærra verð en aðrir.
Mikið fór að draga úr speku-
lantsferðum hér vestra um og eft-
ir 1907; þó héldust þær við fram
í byrjun fyrri heimsstyrjaldar.
Síðan hafa þær ekki verið tekn-
ar upp aftur.
Það var siðvenja í spekulants-
ferðum, að bjóða öllum betri við-
skiftavinum til káetu og bjóða
þar „hressingu". Hressingin var
almennt: Brennivín, rúsínur og
hagldabrauð (kringlur) og stund
um einnig hvítasykur. Þóttu
þetta herramanns-kræsingar og
upphefð mikil að vera boðið í ká-
etuna. Ef um gamla viðskiftavini
var að ræða, voru þeir oft leiddir
út með gjöfum. Voru það aðal-
lega rósaklútar og léreft fyrir
kvenfólkið, en vín fyrir karl-
mennina.
Vöruskipin gömlu voru mis-
jöfn að gerð og stærð, en þeim
var það sameiginlegt að vera
traust. Fyrri hluta þess tímabils,
sem greipin um ræðir, munu
hvorki vörur né skip hafa verið
vátryggt. Átti „reiðarinn“ því
mikið undir, að allt kæmist slysa-
lítið á ákvörðunarstað og bjó sem
bezt um, þar sem hann bar sjálf-
ur ábyrgðina. Eftir að leið fram
á fyrgreint tímabil ruddu vá-
tryggingar sér til rúms; áhættan
varð of mikil til þess að menn
fengjust til að láta kylfu ráða
kasti hvernig til tækist um vöru-
flutningana.
Islenzkir skipstjórar voru
næsta fáir í förum á fyrrgreindu
tímabili; þó bar slíkt við eins og
dæmin sýna um þá skipherrana
Ásgeir Ásgeirsson og Hinrik Sig-
urðsson, sem skýrt er frá hér að
framan, og síðan skipstjórn Árna
Riis Aðalbjörnssonar, sem mun
hafa verið fyrsti íslenzki skip-
stjórinn á íslenzku gufuskipi.
Fjöldi hinna dönsku skipstjóra
voru djarfir fardrengir og unnu
mörg afrek, sem efni væru 1
hetjusögur. Hefir sumt af því
skráð verið, en hitt þó miklu
meira, sem hvergi er skráð og
gleymt og grafið í tímans önn.
Baráttan við stormana og myrkr-
ið í vitalausu landi var ægileg, en
baráttan við hafísinn var þó
enn ægilegri og leiksejgari. Þar
var iðulega strítt og barist eins
og þeir einir gera, sem hugsa um
það eitt að gera skyldu sína með-
an nokkur máttur er í limum lík-
amans. Bundnir við stýrið stóðu
menn stundum í frosti og stór-
hríðum 2—3 sólarhringa til þess
að freista þess að halda skipi sínu
ofansjávar og koma því til á-
kvörðunarstaðar.
Fólkið, sem svangt og von-
svikið beið, komu vorskipanna,
skildi þessa baráttu. Það fagnaði
utlendingunum sem færðu þeim
nauðsynlega björg og hafði afrek
þeirra í heiðri.
Hér hefir nokkuð verið drepið
á erfiðleika, sem „siglingin" í
gamla daga átti við að stríða, er
því sjálfsagt að minnast þess
einnig að mörg förin varð happa-
sæl og stundum óskaleiði. Eru til
órækar heimildir fyrir því, að
hin þungfæru seglskip fóru stund
um á tæpum 7 sólarhringum frá
íslandi til Kaupmannahafnar. T.
d. má nefna eina ferð á Þykkva-
bænum, skipstjóri Lambertsen
(faðir A. C. Lambertsens verzl-
unarmanns, og er hann heimild-
armaður frásögunnar). Hann
lagði út frá Islandi eftir að hafa
hlýtt messu á sunnudegi og var
við messu í Kaupmannahöfn
næsta sunnudag á eftir. Var
Þykkvibærinn skonnert-galeas,
afar-gangtregur, en stöðugur sem
sker. Heyrt hefi ég, að dæmi séu
til að seglskip hafi farið héðan
frá Islandi til Kaupmannahafnar
á rúmum 6 sólarhringum, og tel
enga ástæðu til þess að rengja þá
sögusögn.
★
J
Einn þáttur „siglinganna“ á
þessu tímabili voru póstskipin.
Þau komu fyrst tvær til þrjár
ferðir á ári, en smámsaman fjölg-
aði ferðum þeirra, einkum að
sumrinu. Miðsvetrarferð var að-
eins ein, þar til nokkuð fram yfir
aldamótin síðustu. Úr því má
telja að samfelldar siglingar hefj-
ist hingað til lands. Undirrót
þeirra umbóta var sérstaklega
samkeppni milli gufuskipafélaga,
einkum Thore- og Sameinaða-
gufuskipafélagsins, svo komu síð-
ar til norsk gufuskipafélög, bæði
Eergenska- og Nordenfjeld-gufu-
skipafélögin.
Langt fram yfir aldamót var
komu póstskipsins almennt fagn-
að. Menn þyrptust að höfninni
og lendingarstaðnum til þess að
glápa á þá, sem komu, líkt og
naut á nývirki eða til þess að
heilsa kunningjunum. Enn helzt
þröngin á bryggjunum og við