Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1943, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1943, Síða 1
 28. tölublað. Sunnudagur 1. ágúst 1943. XVII. árgangur. U. MAGNÚS F. JÓNSSON: SÖGUÞÆTTIR UM JÓHANNES SVEINSSON VAKNAÐ HEFUR á seinni ár- um almennur áhugi fyrir að safna og varðveita frá gleymsku sögur um ýmsa hæfileikamenn, er sér- kennilegir þóttu og frábrugðnir öðrum í háttum og framkomu. Sjerkenni þessara manna höfðu ýmsar aðstæður skapað, stundum harðýðgislegt uppeldi, stundum dulin en áhrifarík atvik, sem ollu því, að þeir urðu að nokkru leyti viðskila við samtíð sína, en eflaust munu það hafa verið miklir hæfi- leikar, sem aldrei höfðu fengið tækifæri til að rísa úr öskustónni, en komu svo fram sem gimsteina- brot í rykskotum harðbýllar sam- tíðar. Flestir þessara manna hafa horf- ið af sjónarsviðinu á síðustu ára- tugum. Við, sem þekktum þá, sjer- kenni þeirra, kosti og galla, sökn- um þeirra, og okkur finst nú dag- legt líf flatneskjulegra en áður. Við eigum þann kost vænstan, að rifja upp endurminningarnar um þessa menn og bjarga þeim frá glötun, enda hafa margar íslensk- ar frásagnir þjóðfræðilegt gildi. Jóhannes Sveinsson var einn þessara manna. Ýmsir Reykvíkingar, og flestir eða allir Hafnfirðingar áttu þess kost að kynnast honum annan og o Jóhannes Sveinsson þriðja áratug þesarar aldar, en þá var hann kominn á efri ár. Þórarinn Egilsson, útgerðarmað- ur í Hafnarfirði, sem manna best kann að lýsa góðum drengjum og meta þá, segir svo: „Jóhannes var sjerkennilegur, hann var í meðallagi hár vexti, hress í tali og ófeiminn, en í and- litið voru ristar djúpar línur, er sýndu, að hann átti erfiða æfi og ó- tal þrautir að baki. — Harka og þrjóska lýstu úr í svip hans, en brá fyrir glettni í augunum. Allar hreyfingar hans voru öruggar og hvatlegar og báru þess vott, að hann hafði jafnan orðið að treysta á eigin mátt og úrræði — og verið það óhætt, enda var honum fátt fjær skapi en að vera annara þurfi“. Jóhannes Sveinsson fæddist á Neðri Torfustöðum í Miðfirði 25. mars 1860. Svein faðir hans var Húnvetningur langt í ættir fram, en móðir Jóhannesar, Anna Sím- onardóttir, var ættuð úr Snæfells- nessýslu. Hjón þessi voru oftast í vinnumensku í Miðfirðinum. — Sveinn var talinn í meðallagi greindur og gott hjú, en Anna var álitin gáfukona. Fátæk voru þau eins og flest vinnufólk á þeim tím- um og gátu því lítt staðið straum af börnum sínum. Snemma varð Jóhannes að fara til vandalausra og óvenjulega ungur varð hann matvinnungur. Þurfti sveitarfélag- ið engu til hans að kosta. Víða var allur aðbúnaður í knappasta lagi á þeim árum í Húnavatns- sýslu, því oft var hart í ári og haf- ís fyrir landi. Jóhannes fjekk að kenna á þesu engu síður en ýmis önnur börn. Varð hann því sein- þroska að vexti en snemma harð- gerður og ókvalráður, svo að af bar. Þegar Jóhannes var á 11. ári var hann ljettadrengur á Skársstöðum — en þar bjuggu fátæk hjón og var oft matarskortur. Jðhannes

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.