Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1943, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1943, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 229 Smásaga efitr fjoím SlemLei M ^ U ^ ^ ÞETTA LITLA ATVIK er mjer glögt í minni. Jeg rifja það upp í huganum aftur og aftur, og í hvert skifti, er jeg minnist þess, rísa ný atriði þess upp úr djúpi endurminningarinnar, og minning- in færir með sjer einkennilega hlýjukend. Það var í morgunsárinu. Aust- urfjöllin voru dimmblá, en að baki þeim lagði upp bjarma, sem gaf brúnum þeirra fölan rauðleitan litblæ. Bjarminn kólnaði, varð grárri og dekkri, er lengra dró upp á himinhvolfið og er nær dró vestrinu, hvarf hann með öllu. Það var kalt, að vísu ekki sár- kalt, en samt nógu kalt til þess að jeg neri hendur mínar og stakk þeim djúpt ofan í vasana, lyfti öxlum og dró fætur með jörðu. — Niðri í dalnum, þar sem jeg var staddur, lá hrímgrá dögg yfir jörðunni. Jeg reikaði eftir alfara- veginum, og sá þá, spölkorn fram- undan, tjald, sem var aðeins ör- lítið ljósgrárra en jörðin. Fyrir utan tjaldið sást glampi af rauð- gulum loga, sem lagði út pm sprungur á gamalli ryðbrunninni járneldstó. Grár reykur spýttist út úr stubbaralegri reykpípu, spýtt- ist upp góðan spöl áður en hann dreifðist og eyddist. Jeg sá unga konu sitja við eld- stóna, það var í rauninni ung stúlka. Hún var klædd upplituðu pilsi og treyju úr tvisttaui. Þegar jeg kom rjett að tjaldinu sá jeg að hún hjelt á ungbarni í olnbogabót- inni, og hún var að gefa því brjóst- ið, en skýldi höfði þess gegn kuld- anum með treyjubarminum. Móðir- in færði sig hæglátlega til, skaraði í eldinn, opnaði hurðina á eldstónni til þess að auka dragsúginn og leit inn í bakarofninn. En allan tímann hjelt barnið áfram að sjúga, og kom það ekkert í bág við störf móðurinnar, skjótar handatiltektir hennar nje dró úr yndisþokka hreyfinga hennar. I þeim fólst eitt- hvað markvisst, er bar vott um að hún var starfinu vön. Gulur loginn flökti út um belg eldstóarinnar og glamparnir af honum dönsuðu á tjalddúknum. Jeg var nú kominn mjög nærri, og að vitum mínum lagði angan af steiktu fleski og heitu brauði, hinn hlýjasta og þægilegasta ilm, er jeg þekki. Það birti óðum í austri. Jeg gekk að eldstónni, rjetti framhend- urnar til að orna mjer, og það fór um mig skjálfti, er hitinn náði mjer. Nú var tjaldskörinni lyft. Ut kom kornungur maður og ann- ar eldri á hæla honum. Þeir voru klæddir bláum nankins-verka- mannafötum, og treyjum með skín- andi látúnshnöppum. Báðir voru þeir holdskarpir og líktust mjög hvor öðrum. Yngri maðurinn hafði dökka skeggbrodda á hökunni, sá eldri gráa. Báðir voru þeir eins og skola- kettir, með rennvott höfuð og and- lit. Yatnið draup af hári þeirra, smáir dropar stóðu á skeggbrodd- unum og kinnarnar gljáðu af vatni. Þeir staðnæmdust hvor við hliðina á öðrum og horfðu þögulir móti dagsbrúninni í austri, svo geispuðu þeir báðir samstundis og litu upp til bjarmans á hæðarbrúninni. Því næst sneru þeir sjer við og sáu mig. Góðan dag, sagði eldri maðurinn. Hann var svo sem hvorki vingjarn- legur nje óvingjarnlegur á svip. Góðan dag, sagði jeg. Góðan dag, sagði yngri maður- inn. Vatnið framan í þeim þornaði smátt og smátt. Þeir gengu að eld- stónni og ornuðu sjer. Stúlkan hjelt áfram starfi sínu, hún sneri baki að okkur og hafði augun á því, sem hún var að gera. Hárið var strokið aftur og bandi brugðið um það, fram með eyrun- um og bundið saman uppi á höfð- inu, það fjell niður á bakið og blakti til við hreyfingar hennar. Hún setti blikkbolla á stóran, tóman kassa, blikkdiska, hnífa og gaffla ljet hún þar einnig. Síðan færði hún steikt fleskið upp úr feitinni, upp á stóran disk, það snarkaði í því og flísarnar ultu til og snjeru upp á sig. Hún lauk upp ofnhurðinni á ryðbrunnu eldstómii, og dró út skúffu fulla af nýbökuð- um kúptum smábrauðum. Þegar ilminn af heitu brauðinu bar að vitum þeirra, soguðu báðir mennirnir hann að sér með vel- þóknun. Ungi maðurinn sneri sjer að mjer og sagði blíðlega: Ertu búinn að borða? Nei. Jæja, fáðu þjer þá sæti, og taktu bita með okkur. Við settumst nú flötum beinum á jörðina kring um kassann. Ungi maðurinn spurði: Vinnur þú við að tína baðmull? Nei. Við erum búnir að hafa vinnu í 12 daga, sagði hann. Stúlkan við ofninn greip fram í. Þeir eru meira að segja búnir að fá sjer ný föt! Mennirnir litu báðir niður á nýju verkamannafötin sín, og báð- ir brostu við. Stúlkan bar frám fleskdiskinn, ljósbrúnu smábrauðin, bolla með fleskídýfunni og kaffikönnu. Svo settist hún einnig niður. Barnið tottaði ennþá brjóstið, höfuð þess var hulið undir treyjuboðungnum, til varnar kuldanum, jeg heyrði greinilega smjatthljóðið, er það saug. Við fengum okkur á diskana, heltum feitinni yfir brauðkökurnar og ljetum sykur út í kaffið. Roskni maðurinn fyllti gúlinn, teygaði rösklega og renndi niður. Svo sagði hann: — Drottinn minn góður, þetta er gott. Svo fyllti hann gúlinn að nýju. Við höfum haft nóg og gott að borða í 12 daga, sagði ungi mað- urinn. Við hröðuðum okkur öll að tæma diskana, ljetum á þá aftur og luk- um af þeim í snatri, og vorum nú södd og heit. Kaffið var ramt og brennandi heitt. Við heltum síðustu dregjunum með korgnum í á jörð- ina, og fengum okkur aftur í boll- ana. Það birti óðum, bjarminn var rauður, og var sem kólnaði í lofti, er hann óx. Mennirnir litu báðir til austurs, dagsbjarminn ljek um andlit þeirra, jeg leit upp sem snöggv- ast og sá brún fjallsins og birtuna,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.