Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1943, Qupperneq 6
230
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
Fyrir 90 árum:
Jón Hjaltalín landlæk nir
sá notagildi nveranna
Jón Hjaltalín landlæknir var einnig náttúrufræðing-
ur og ferðaðist hann víða hjer um land í rannsóknar-
erindum fyrir rúmum 90 árum. Ritaði hann Jóni Sig-
urðssyni forseta brjef um þessar rannsóknir sínar, og
er gaman að sjá hvað hann hefir verið langt á undan
tímanum þar sem hann talar um þá gagnsemi, sem Is-
lendingar geti haft af jarðhitanum. 0g enn í dag er
ýmislegt af því, sem hann sagði þá, orð í tíma töluð,
þrátt fyrir miklar breytingar. Þykir rjett að prenta
hjer upp nokkra kafla úr brjefi hans, er f jalla um jarð-
hitann í sambandi við Geysi.
ÞAÐ ERU markverðir kraftar,
sem láta sig í ljós á þessum stöðum,
og eins markverð eru efnin, sem
út af þeim spretta, og svo segir
mjer hugur um, að eigi muni líða
margir mannsaldrar hjeðan í frá,
áður menn nota þá til einhvers
annars en glápa á þá eins og tröll
á himnaríki. Það er almennt að
ferðamenn komi að Geysi til að
skoða hann, sem nokkurskonar
náttúruundur, og er hann þess
vel verður, því að fáir staðir munu
vera þeir í heimi, er fremur sje
undrunarverðari nje skoðunar-
verðari en hann, og enginn jarð-
fræðingur ætti sá að vera til á
Norðurlöndum, sem ekki hefði
sjeð hann, því það sem hjer er að
sjá og skoða getur enginn ímynd-
að sjer, sem ekki hefir sjeð það.
sem teygðist upp fyrir hana, spegl-
ast í augum eldri mannsins.
Svo skvettu þeir báðir korgnum
úr bollunum og stóðu upp samtím-
is. Við verðum nú að leggja af
stað, sagði eldri maðurinn.
Yngri maðurinn sneri sjer að
mér: Viljir þú fá vinnu við baðm-
ullartínsluna, getum við ef til vill
komið því í kring.
Nei, jeg verð að fara aðra leið.
Þakka ykkur fyrir matinn.
Eldri maðurinn bandaði hend-
inni eins og til að segja: Ekkert að
þakka. Jæja, það var gaman að
hitta þig. Svo gengu þeir báðir
burt saman. Loftið var orðið al-
bjart í austrinu. — Og jeg hjelt
mína leið niður þjóðveginn.
Þetta er alt og sumt. Vitanlega
eru mjer kunnar ýmsar þær ástæð-
ur, sem eru þess valdandi, að þetta
var svo notalegt. En yfir þessu litla
atviki er einnig svo mikil fegurð,
að það fer um mig hlýr straumur
í hvert sinn, er mjer kemur það í
huga.
Jarðlögin og steinategundirnar,
sem Geysir og hverarnir umhverfis
hann hafa myndað, og mynda dags
daglega á vorum dögum, eru svo
markverðar og lærdómsríkar, að
um þær þyrfti að rita heilá bók,
og þarf enginn að ætla, að slíkt
sje áhlaupaverk, því hjer er mikið
að skoða og rannsaka, bæði hvað
náttúrukraftana og náttúruefnin
snertir.
Það eru raunar margir kraftar
og margir hlutir markverðari við
Geysi, sem þegar við fyrsta álit
sýna sig fyrir náttúrufræðingnum,
og nefni jeg meðal þeirra afl guf-
unnar sem veldur gosinu, ólífisloft-
ið, sem gufar upp úr vatninu, —
hverahrúðurinn og steingjörving-
ana, með öllum þeirra óteljandi
myndum, en hinir hlutirnir og
kraftarnir, sem huldir eru fyrir
manna sjónum, og sem eigi láta sig
í ljós nema nákvæm rannsókn sje
við höfð, eru þó langtum fleiri og
ennþá markverðari, ef menn vilja
komast niður í slíkum náttúrunn-
ar furðuverkum, sem vera ber, og
samkvæmt þykir vorra tíma upp-
lýsingu. Það er til að mynda nú á
vorum dögum býsna áríðandi að
vita hvort öll hveravötn hafi í sjer
„burísefni" eða „buríssýru“ eða
ekki. Það væri áríðandi að vita
hvort sýruefni þetta fyndist í Geys-
isgufunni eða ekki, og geti menn
gengið úr skugga um það að hún
sje þar, sem öll líkindi eru til, þá
þarf að vita, hvort nokkurt gagn
má verða að sýrunni til að búa
til úr henni buríssýru, svo að
haldi komi fyrir þá, sem að því
výina, og hvort það muni svara
kostnaði. (Síðan getur hann um
það, að í Toscana á Ítalíu hafi
menn stórhagnað af að vinna bur-
íssýru úr hveragufu, og sje þó
nauðalítið af henni í gufunni, en
verkið er ljett af því að lítið þarf
fyrir að hafa, þar sem menn láta
sýruna sjóða út úr vatninu við guf-
una úr hvernum). Hafa mætti gagn
af honum (Geysi) og hinum öðrum
hverum, sem eru í kring um hann,
til margs, af menn kynnu með að
fara, og þó jeg þori eigi að full-
yrða það með vissu, þá hygg jeg að
þar sje svo mikil buríssýra í vatn-
inu og gufunni, sem í Toscana, —
enda hægt við að jafnast þar sem
menn á þessum stað fá aðeins
nokkur pund af hverju þúsundi
punda vatns, og þó sjóða menn
þar hjer um bil 2 miljónir punda
af burís á hverju ári. Jeg komst
að raun um það, með því prófi, er
jeg gat viðhaft, að buríssýra er í
Geysis-gufunni.
Á Suður-Frakklandi hafa menn
á einum stað hver einn, sem hafð-
ur er til að hita heila borg, þegar
kalt er. Þetta sama vatn er og haft
til að halda við stórum jurta-
görðum, svo að í þeim geti vaxið
jurtir og aðrir ávextir, þó að kalt