Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1943, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1943, Side 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 317 Bréf frá gömlum vesturfara: Við viId um vera sjá ifb jarga Jósep bóndi á Svarfhóli sýndi í sumar ritstjóra Lesbókar bréf frá gömlum Vestur-Islending, Jóni Jónssyni, til heimilis vest- ur í Riverton, og birtast hér kaflar bréfsins. Bréfritarinn er fæddur að Svarfhóli 1. febrúar 1846, og er því 97 ára, en var 93. er hann skrifaði bréfið. En vestur flutt- ist hann nokkru fyrir 1880. Riverton febr. 1939. Kæri frændi minn. Beztu þökk fyrir bréf þitt frá 3. janúar. Beztur er fyrsti tími til að láta þig heyra eitthvað frá mér í þakklætisskyni. Ungur má, en gamali skal, segir mál- tækið. Þetta verður ekkert frétta- bréf, heldur meinlaust mas og þá líklega mest um sjálfan mig. Það hefir líka verið sagt að hug- sjónahringur gamalmenna snú- ist mest um þau sjálf. Nú er eg 93 ára og fer að fikra mig upp á það fjórða á 10. tugnum. Þegar við sátum hér 1. febrúar með allra handa kræsingar, fékk eg mörg skeyti á þessu tröppustigi æfinnar. Og þá fékk eg bréfið frá þér. Þú hefir reiknað þetta svona nett út, að það kæmi þenna dag, eða tilviljun hefir ráðið. Mér þótti vænt um það. Það hefir alltaf lyft upp anda mínum að fá bréf að heiman. Eg kalla það „að heiman“. Þó eg sé búinn að lifa í þessu landi yfir tvo þriðjunga æfinnar, er eg samt íslendingur í húð og hár. Það var ekki fólkið eða landið sjálft, sem rak mig í burtu. Það var h/-æðslan við ó- blíðu náttúrunnar, hræðslan við að við myndum ekki komast á- fi-am. Svo var eg ekki heppinn með að fjölga fénu, því bráða- pestin drap svo mikið af því á hverjurn vetri, meðan eg var á Hofsstöðum. Því var það að eg hafði jarða- skipti við Ólaf á Uppsölum í Norðurárdal. Það hefir stundum komið fyr- ir mig að eitt og annað hefir lagst í mig,‘ sem framundan væri. Og var svo í þetta sinn. Mér fannst að óvanaleg harð- indi væru í nánd. Það kom á daginn. Harðndin, sem gengu yfir landið 1880—‘82 skullu á hæla mér. Þetta hugboð mítt ýtti undir mig að fara. Með því líka að konunni minni leidd- ist, vildi heldur fara til Amer- íku, en vera kyrr á Uppsölum. En hún var alltaf á móti Am- eríkuferðum áður en við komum þangað. Það reið baggamuninn. Við hjónin vorum líka bæði með því upplagi, að vera ekki komin upp á aðra, en vissum ekki hvað gæti komið fyrir, ef drepandi harðindi kæmu. Veturinn 1858—59. Eg mundi vel eftir vetrinum 1858—59. Þá var eg strákur 13 ára. Rétt að eg skrifi þér svo- lítið um þann vetur. Þú hefir vafalaust heyi't hans getið. Um hann hlýtur eitthvað að vera skráð í veðurskýrslum landsins. Þennan vetur voru sumar- páskar. Fram yfir hátíðar var hann ekki slæmur. Úr því fór hann að versna, gerði frost með kafaldi við og við sem hélzt til páska. Þá birti til í lofti, og herti frostið, svo að útigöngu- hross héldust ekki við á haga, nema part úr deginum, mest fyrir kuldann, því oft var kyrrt veður. Um þorralokin fóru vermenn til sjávar, svo á flestum bæjum var veikliðað heima til skepnu- hirðinga. Veðrið versnaði fyrir alvöru með sjöviknaföstunni. Var hríð á hverjum degi alla föstuna út, annað hvort skafbylur eða ofan kafald og oft hvorttveggja, sagði fólkið, en fjóra daga alla föst- una, hefði verið, að heitið gat, ratljóst á milli bæja. Kyngdi niður svo mikilli fonn að varla var hægt að komast neitt yfir jörðina. Þangað til fönnin barð- ist svo saman að hún hélt manni. Það skóf svo upp að öllum bæjum, að snjórinn lág upp á miðja þekju á baðstofun- um, er voru lágar pallbaðstof- ur í Melkoti og Flóðatanga og eins fóru útihús í kaf. Á Flóðatanga voru tveir ung- lingar um fermingu, sem áttu að gera útiverkin og Anna föð- ursystir þín, með bæklaða fæt- ur, svo hún átti erfitt með gang, nema á góðum vegi. Hún átti að vera í heygarðinum og hjálpa þessum unglingum að láta í meisana, skammta heyið handa skepnunum og segja unglingun- um fyrir verkum. Á Svarfhóli voru mikið fleiri skepnur til að hirða. Var vinnu- maðurinn farinn til sjávar. Fað- ir minn og eg vorum úti allan daginn við skepnuhirðingu og snjómokstur. Við vorum báðir í skinnstökkum, skinnbuxum og skinnsokkum. Það hlífði ökkur frá því að verða blautir. Faðir minn hafði gert þessi föt áður en veðrið versnaði fyrir alvöru. Eg örmagnaðist oft þenna vet- ur og bjó að því fram yfir tví- tugt. Við gerðum snjóhús fram af öllum dyrum, sem við þurftum að ganga um, og höfðum tröpp- ur upp úr þeim og stigagat með fleka yfir. Þegar þetta var kom- ið í lag, minnkaði vinnan mik- ið hjá okkur. Þó fannst mér samt nóg um hana. Seinustu dyrnar sem við gerðum fram af voru bæjardyrnar, því lengi vel skóf af hlaðinu. En smátt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.