Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1943, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1943, Page 1
JWlorgttfiblaftsissB 44. tölublað Sunnudagur 21. nóv. 1943 XVII. árgangur. Is&foldarprafnsmlðja K.Í. / Oscar Ciaascn: Fatækraframfærsla fyrir 100 drum Guðmundur Rasmusson, sem var þurfamaður á Neshreppi, innri, þ. e. Ólafsvíkurhreppi, var niðursetningur hjá Pétri bónda á Sveinsstöðum. — Guðmundur þessi sálaðist í byrjun maí árið 1844, og var þá tekið út efni í kistuna utan um hann í reikning hreppsins í Ólafsvíkurverzlun, en það voru 2 Vahlborð, flett, á * 1 Rd. (2 kr.) hvort, eða bæði á 2 dali, ásamt 50 stykkjum 3 þuml. saum, sem kostuðu 1 mark eða 16 sk., þ. e. 32 aura. Svo var Ásmundi bónda Þorleifssyni í Rifi greiddur 1 Rd. fyrir að smíða kistuna og 4 líkmönnum 3 mörk (48 sk. = 96 aur.) hverjum, allt í innskriftum við verzlunina. Þannig kostaði það hreppinn samtals 5 Rd. eða 10 krónur að koma Guðmundi í jörðina, auk líksöngseyris til prestsins, sem var rúmlega dal- ur, en það var auðvitað klippt og skorið fyrir að kasta rekum á líkið, því að ræður voru ekki haldnar yfir þurfalingum á þeim tímum. •— í þessu tilfelli sést ekki að tekin hafi verið sverta á kistu Guðmundar Rasmussonar eða þurkefni í svertuna, sem oft- ast var edik, og er því hætt við, að hún hafi verið ómáluð, enda hafði oft svo verið, þó að ekki ættu þurfamenn í hlut. Á þessu ári var annar þurfa- maður á Neshreppi, innri, sem Dagur hét og kallaður var Galdra-Dagur, og var hann nið- ursetningur hjá Guðmundi nokkrum Ivarssyni á Brimils- völlum. — Upp í meðgjöf með Galdra-Degi fékk húsbóndi hans út á 20 fiska virði hjá ólafsvík- urverzlun, en það var 1 skeppa af rúgi, 1)4 kg af tólg og 5 kg af harðfiski. Nokkru síðar hefur hreppsnefndin auðsjáanlega orð- ið að „flikka“ Dag gamla upp og tilleggja honum nýjan „galla“, — hann hefir eflaust verið orð- inn áberandi töturlegur, — en efnið í þessi föt handa Galdra- Degi var einnig tekið út úr ól- afsvíkurverzlun. Það voru 7)4 alin af gráu, sauðarlitu, íslenzku vaðmáli, sem kostaði 40 sk. al- inin. Af slíku vaðmáli var að jafnaði talsvert til í Ólafsvíkur- verzlun. Sveitamenn komu með það á hverju vori og seldu fyrir harðfisk, og var það síðan aftur selt þurrabúðarmönnum undir Jökli til fatnaðar. — Á höfuð galdramannsins var tekin skinn- húfa, sem hefur hreint ekki ver- ið neitt lélegt höfuðfat eða hon- um ósamboðið, því að verð henn- ar var 1 Rd. og 1 mark, og hef- ur þetta því verið ein forláta húfa. — Gottsveinn hét maður, sem upp á mennina var kominn í Ól- afsvík á því herrans ári 1844, en reyndist, þegar til kom sveitlæg- ur í Staðarsveit, og var því fluttur þangað fátækraflutningi á hreppstjóra sveitarinnar, sem þá bjó í Tungu. Þessi flutningur á Gottsveini kostaði 3 Rd. (6 kr.) og var greiddur úr reikn- ingi hreppsins við Ólafsvíkur- verzlun. Eg býst við, að mest af við- skiftum hreppsins á þessum tímum hafi gengið fyrir sig í viðskiftareikningi hans við verzl- unina. — Bæði var það, að verzlunin var banki staðarins; þangað greiddu menn útsvör sín og fengu þau lánuð þar, ef hart var í ári, og svo var verzlunin langsamlega stærsti gjaldandi hreppsins alla 19. öldina. Útsvar- ið var áratug eftir áratug, fyrir og eftir miðja öldina, 20 vættir á landsvísu, en oftast var vættin á 3 dali eða þar yfir, og var þetta því allmikil upphæð á þeim tímum. / Frh. á bls. 358

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.