Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1943, Qupperneq 2
354
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
FRANK GERVASI:
Árás áttunda hersins á suðurodda ítalíu er fyrsta innrás
Bandamanna á meginland Evrópu. Frank Gervasi, fréttarit-
ari ameríska blaðsins „Collier’s“, lýsir í grein þessari und-
irbúningi innrásarinnar og fyrstu hernaðaraðgerðunum.
Þann 3. september 1943, ná-
kvæmlega fjórum árum eftir að
Rretar sögðu Þjóðverjum stríð á
hendur, lenti brezki herinn átt-
undi á suðurodda Italíu, og hóf
þannig hina raunverulegu innrás
á meginland Evrópu. •»
Árásin hófst með stórkostlegri
fallbyssuskothríð og loftárásum.
Svo lýtalaus var allur undirbún-
ingur inm-ásarinnar, að hér gengu
í fyrsta sinn í sögunni herir á
óvinagrund, án þess að einn ein-
asti hermaður félli fyrir hendi ó-
vinanna.
Áttundi herinn hitti þjóð, íem
var þreytt á stríðinu. Margir
höfðu ekki matast reglulega í þrjá
máriuði, og þeir hötuðu Þjóð-
verja, sem höfðu yfirgefið þá. í
Reggio hafði verið skotið á þýzka
hermenn þrem dögum áður en við
gengum á land.
ÁRÁSIN HEFST
Fallbyssum áttunda hersins
hafði verið komið fyrir í dæld-
óttum hæðunum fyrir ofan Mili
og önnur fiskiþorp. Voru þær
faldar milli trjáa og runna, en
hlaupin beindust öll í áttina til
meginlandsins.
Á ströndinni andspænis, en þó
nokkuð til hægri, gat að líta borg
ina Reggio, en til vinstri var San
Giovani, sem að mestu hafði ver-
ið lögð í rústir af stórskotaliði
voru og flugvélum.
„I nótt gerum vér innrásina,"
sagði hávaxinn ofursti, sem fyrir
fjórum árum síðan hafði verið
háskólakennari við Oxford.
„Já,“ svaraði ég. „I nótt hitn-
ar Ítalíu á fætinum.“
Við gengum niður frá varð-
stöðinni. Við mötuðumst þarna í
rökkrinu undir tjaldi, sem strengt
var milli tveggja trjáa, og reynd-
um að ræða um allt annað en
stríð.
Hjá okkur var læknir, John að
nafni. Hann lýsti fyrir okkur
heilbrigðisástandi Sikileyjarbfia.
Þeir þjáðust allir at' næringar-
skorti, sagði hann. Allir væru
þeir andvígir fascistum, og þann-
ig vorum við strax farnir aftur
að ræða um stríðið. Skömmu
síðar gekk læknirinn á brott.
„Hann ætlar að heimsækja
roskna konu, sem býr hérna rétt
fyrir neðan,“ sagði ofurstinn.
„Henni hefir verið illt í magan-
um, og John tók hana í sína um-
sjá.“
Ofurstinn var áhyggjufullur.
Hann kvað hafa verið ókleift af
hernaðarástæðum að aðvara íbú-
ana um það, að við myndum
hefja árás þá um nóttina. Skotið
yrði af fallbyssum rétt fyrir ofan
þök húsanna og vel gæti svo farið,
að loftþrýstingurinn rifi tígul-
steina af húsþökunum og yrði ef
til vill íbúunum að fjörtjóni.
„Árásin hefir verið ákveðin
klukkan 3,45 í nótt,“ sagði ofurst
inn og stakk hann upp á því, að
við fengjum okkur blund þangað
til.
Héldum við síðan þangað, sem
við höfðum valið okkur hvílu-
stað. Sváfum við með flugnanet
fyrir andlitinu, því að jafnvel í
hæðum Sikileyjar er hætt við
malaríu. Hvarvetna var komið
fyrir merkjum, þar sem hermenn
voru varaðir við því að ganga
ekki með uppbrettar ermar eða í
stuttum buxum. Klukkan sló nú
tíu brátt vorum við sofnaðir.
FALLBYSSURNAR TAKA
AÐ ÞRUMA
Ofurstinn vakti okkur klukkan
þrjú. Ennþá var niðamyrkur. Ein-
hvers staðar í fjarska gelti hund-
ur, það heyrðist í flutningabifreið,
og síðan var allt hljótt aftur.
Himininn var með miðnæturbláma
Hér sézt innrásarflotinn í höfn, áður en lagt er til atlgu.