Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1943, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1943, Qupperneq 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 355 og hér og hvar glitruÖu stjörnur. Hérna í hæðunum var himininn og stjörnurnar í svo mikilli fjar- lægð, og það var kalt. Við litum í áttina til meginlandsins, en það var eins og að horfa í óendanleg- an sorta. Það var næstum alger þögn, en þó unnu menn á báða bóga við varðstöðina, þaðan sem átti að stjórna allri skothríðinni, af kappi að því að flyt.ja kúlur, skoða byss- urnar og þess á milli drekka heitt og sætt te til þess að halda sér vakandi. Þorpsklukkan sló, og stundin var komin. í hálfa aðra klukkustund var eins og hæðirn- ar fyrir ofan Mari, sem höfðu verið svo dásamlega fagrar ein- ungis fáum klukkustundum áð- ur, hefðu umhverfst í hreinasta víti. Fallbvssudrunurnar voru svo ægilegar, að ógerlegt er að iýsa þeim. Skotfærageymsla óvinanna sprakk í loft upp hjá San Giovani og feiknabál kviknaði. Eftir nð skothríðin hafði stað- ið í hálfa klukkustund. loguðu þrír miklir eldar hinum megin sundsins. En það var eins og við værum að skjóta á dauðan hval, því að ekkert svar kom frá óvin- inum. Hver kúlnademban eftir aðra þaut í gegnum myrkrið, án þess að skotið væri á móti. 1 níu- tíu mínútur nötraði jörðin undir fótum okkar. Þegar skothríðin hafði staðið i tæpa klukkustund, var fjórum skærum kastljósum beint rétt fyr- ir ofan höfuð okkar. Var ljós- um þessum komið fyrir í nánd við varðstöðina og áttu þau að leiðbeina innrásarflotanum. Var þessu þanníg fyrir komið með- fram allri ströndinni, en þar höfðu menn og vélar beðið eftir hinu ákveðna merki, en það var fyrsta kastljósið. LOGNIÐ FYRIR STORMINN Eftir níutíu mínútna skothríð vrarð allt í einu allt hljótt á ný. Einhver kveikti í vindlingi við hliðina á mér, og er ég snéri mér við, sá ég að það var læknirinn John. Hann hafði farið að heim- sækja gömlu frúna en ekki fund- ið hana. Eftir nokkra leit rakst hann þó á hana, þar sem hún var önnum kafin við að rétta fallbyssu skyttum skotfæri. Eg skundaði til svefnstaðar míns til þess að ná 1 svefnpoka minn og hélt síðan til aðalbæki- stöðvar Montgomerys, því að í því að komast til Italíu með hon- fjögur ár hafði ég beðið eftir um. Skothríðinni létti klukkan 5.15 að morgni. I dagskímunni gátum við greint langar raðir allskonar skipa, er héldu yfir til megin- landsins. Skipin og mennirnir voru eins örugg og siglt væri á myllu- tjörn. Af þeim hundruðum skipa, er þátt tóku í innrásinni, fórst ekki eitt einasta af völdum óvin- anna. Um morguninn hélt Montgom- ery sjálfur í land, þar sem her- sveitir hans höfðu náð fótfestu á ströndinni milli Reggio og San Giovani. Dögum saman höfðu am- erískar og brezkar flugvélar ráð- izt á þessar stöðvar. Rétt áður en við stigum á land, vörpuðu þýzkar flugvélar þremur 500 punda sprengjum. Tværþeirra lentu í sjónum, en sii þriðja kom til jarðar á ströndinni og drap nokkra hermenn og særði aðra. Var þetta eina manntjónið fyrstu daga sóknarinnar, nema ef geta skal þess, að einn hermaður féll af herbifreið og hryggbrotnaði. Eingin mótspyrna var veitt, nema á stöku stað var skotið af vélbyssum. Nokkur hundruð ít- alskir hermenn, sem yfirgefnir höfðu verið af Þjóðverjum, komu hlaupandi niður til strandarinnar með uppréttar hendur, kallandi, hlæjandi og innilega glaðir yfir því, að Bretar væru komnir. Innrásarskip hefir lent og hermennirnir vaða til lands. Bandamenn byggja stöðugt fleiri gerðir innrásarskipa. Hér sézt eitt, sem gefizt hefir vel við Sikiley og ítalíu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.