Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1943, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1943, Page 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 357 Peim líkaði vel við sig á tslandi Frásögn norsks flugmanns um dvöl sína og félaga sinna á Islandi Northrop-flugvél á sveimi yfir íslandi. I „NORSK TIDEND“ frá 23." okt. er birt samtal við norskan flugmann, sem dvalið hefir hér á landi. „Það þarf mikla þrautseygju til þess að vera í útstöð á Islandi sumar og vetur,“ sagði flugmað- urinn, sem hafði dvalið „einhvers- staðar“ á austurströnd Islands, „en samt sem áður,“ hélt hann áfram, „þó að flestir af þeim, sem voru þar uppi ásamt mér, hafi dvalið þar í rúma 15 mánuði, hafði enginn af þeim löngun til þess að yfirgefa þessa stöð; þeim var farið að líka vel við sig.“ Það var ein deild af norskum „Northrop" sjóflugvélum, sem tók sér bækistöð í einum af fjörð- unum á austurströnd Islands í nóvember 1940. Voru þar reistar vistarverur fyrir flugmennina. Að sjálfsögðu hefir landslagið — að ógleymdum norska fánanum, sem var dreginn að hún — minnt mik- ið á Noreg. Flugménnirnir reyndu eftir megni að gera vistarverur sínar rem vi~tlega~tar, keyptu gæru- skinn af tslendingum, til þess að erjast kuldanum „og eini ofn- .'■'vi var a' ðvitað kynntur dag og /tt.“ Flugmennirnir, sem dvöldu í þessari útstöð, voru af öllum stétt um. Aðeins nokkrir þeirra höfðu verið í norska flughernum heima í Noregi, en hinir höfðu verið æfðir eftir að þeir höfðu komið til „Little Norway" — margir. voru úr verzlunar- og fiskiflot- anum. Það var langt írá því að vera auðvelt að vera í þessari útstöð. Það var ógerningur að leggja flugvélunum við festar út á firð- inum vegna veðurfarsins. I hvert sinn, sem þær komu úr leiðang- ursferð, urðu „fluglóðsarnir" eins og þeir voru kallaðir, að róa út að þeim í smábát og klöngrast upp á flothylkin. Þeir voru í gúmínístígvélum og klæddir í gúmmí- eða olíuföt. Það kom oft fyrir að þeir köstuðust í sjóinn, og urðu þá rennandi þlautir að bisa við að koma hjólunum á flot- hylkin, svo hægt væri að draga flugvélarnar á land. „Við höfðum engin flugskýli,“ sagði flugmaðurinn ennfremur. ,,Það þurfti að ganga frá flug- vélunum úti hvernig sem viðraði. Hugsið ykkur bara, hvemig hafi verið að handleika skiptilykla í blindbyl eða slyddu. Þegar kuld- inn var sem mestur, varð að keyra vélina þriðja eða fjórða hvern tíma allan sólarhringinn. Flugvélarnar urðu að vera reiðu- búnar til árásar hvað svo sem kuldinm var mikill. Og vetrar- stormurinn á Islandi er það mikill að oftsinnis var nauðsynlegt að reyra flugvélarnar vandlega nið- ur.“ Það voru „bakkamennirnir“, sem höfðu þetta verk, en það voru ekki einungis þeir, sem höfðu það erfitt. Flugmennirnir urðu að fljúga við allskonar veð- urskilyrði. Vindurinn blés, vegna legu fjarðarins, aðeins í tvær átt- ir, annaðhvort út eða inn fjörð- inn. Ef vindurinn stóð út fjörð- inn, varð flugmaðurinn fyrst að keyra langt út, snúa við og keyra inn fjörðinn til þess að geta haf- ið sig til flugs. „Og fari það þölvað að þetta er ekkert lamb að leika sér við,“ sagði flugmaðurinn, „fyrst að taka stutta atrennu og síðan að fljúga beint að fjöllunum. Og komið hefir )>að. fyrir, að þú haf- ir aðeins haft um 60 fet til þess að átta þig á. Svo er oft erfitt að átta sig á loftstraumunum. Lendingarskilyrði eru og oft erfið, einkum ef vindur stendur af hafi.“ Þokan veitir samt flugmannin- um, sem er þarna uppi, mestum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.