Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1943, Side 6
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
H58
F átækraframfærsla
crfiðleikum. — „Þú getur lagt af
stað í ágætiim flugskilyrðum, en
]iegar þú kemur aftur, getur
]>oka, þykk sem baunasúpa, hulið
-allt. Þú verður næstum því að
lykta þig niður og ert engum
liáður nema sjálfum þér, því að
vegna truflana, er ekki hægt að
nota loftskeytin. Þíi verður að
vona hið hezta og með einhverju
nióti hefir okkur enn tekizt að
lenda án slyss.
Norsku flugmennirnir haf hald-
ið uppi stöðugu gæslustarfi við
austurströnd íslands og aðstoðað
skipalestir. Og Northrop flugvél-
arnar hafa mætt Focke-Wulf,
Condors oð öðrum þýzkum lang-
ferðaflugvélum, sem hafa fljót-
lega horfið, er þær hafa orðið
varar við norsku flugvélarnar.
Einnig hafa norsku flugmennirn-
ir komizt í kast við Þýzka kaf-
báta og laskað eða eyðilagt
nokkra,
„Það var lítið þorp í firðinum,
þar sem bjuggu um 200 íslending-
ar. Þeir hafa alltaf verið mjög
vingjarnlegir við okkur,“ segir
Norðmaðurinn. „Þeir buðu okkur
oft heim til sín og áttum við þar
ánægjulegar kvöldstundir. Við
buðum þeim til okkar og tókum
fyrir þá póst til Reykjavíkur.
Einnig flugum við með sjúklinga
til Reykjavíkur, ef svo bar und-
ir.“
Norðmennirnir reyndu að bæta
úr tilbreytingaleysi daglegs lífs
eftir megni. Þeir höfðu litla kvik-
myndavél, þar sem þeir sýndu
sömu myndina aftur og aftur, en
mestu ánægju höfðu þeir þó af að
fara á veiðar í fjöllunum. „Bakka
mennirnir“ fóru upp til fjalla til
þess að æfa sig í skotfimi. I önn-
ur skipti fóru þeir þangað til
þess að klifra og auðvitað fóru
þeir einnig á skíði.
„— Einu sinni, þegar átti að
leysa mannskapinn af í leyfi, og
gengið var um með lista og öll-
um boðið að ferðast burt, voru
það aðeins tveir eða þrír, sem
skrifuðu sig á hann. Þeir kunnu
vel sig þarna, jafnvel þó að þeir
væru oft einmana.“
, Frh. af bls. 353
Jónathan, sem kallaður var
„góður“ eða ,,góur“, var einn
þurfamanna ólafsvíkurhrepps
árið 1846. Hann mun hafa verið
einsetumaður og búið einn í kofa
og matreitt fyrir sig sjálfur, en
verið orðinn ósjálfbjarga vesa-
lingur um þessar mundir. Þess-
um gamla manni var skammtað
til hálfsmánaðar í einu, úttekt að
upphæð 1 Rd. eða 2 kr. virði, og
var þetta látið nægja honum til
viðurværis. Það er beinlínis tek-
ið fram í höfuðbók verzlunarinn-
ar, að þetta sé skammtur hans í
14 daga. — Jónathan kom í
krambúðina nákvæmlega upp á
dag þann 7. og 23. hvers mánað-
ar fékk út á ldal úr reikningi
hreppsins hjá ólafsvíkurverzlun.
— Sjáanlegt er á bókunum, hvað
karlinn hefur í eitt skiftið feng-
ið út á dalinn sinn, en það var
21/4 kg. af hrísgrjónum, ya kg
af kaffibaunum og y8 kg af
kandíssykri, en eftir þessu má
gera sér dálitla hugmynd um
höfðingslund sveitarstjórnarinn-
ar og hins vegar nægjusemi
gamla mannsins. —
Þann 21. júlí kom Jónathan
„góður“ síðast í Ólafsvíkurbúð
til þess að hefja þessar örorku-
bætur sínar, 1 Rd., sem duga
áttu honum næsta hálfan mán-
uðinn; en þessi skammtur varð
hans síðasti, því að 3 dögum fyr-
ir næsta gjalddaga var Iiann
horfinn úr þessum „táradal“ og
kominn til betri tilveru. — Hann
andaðist 3. ágúst, og var þá tek-
ið til að búa hann út í gröfina og
byrjað á þvi að taka 6 álnir af
lérefti utan um líkið og í kist-
una 4 borðflettinga ásamt 3
þumlunga nöglum, en engin
sverta var tekin fremur en á
kistu Guðmundar Rasmussonar.
Enn dó þetta sumar einn
þurfalingur hreppsins, en það
var Sigríður, sem kölluð var
„stóra“, og við útför hennar var
meira haft. Kista hennar var
bæði límd og klínd svertu. Út úr
reinkningi hreppsins var þá tek-
ið kimrok, þ. e. svart duft, fyrir
6 sk. (12 aura) og lím fyrir
aðra 12 aura, svo að þessu meira
hefur verið vandað til kistunnar
utan um þessa gömlu konu, en
karlanna tveggja. Svo sýndi
sveitarsstjórnin þá rausn að til-
leggja 1% liter af brennivíni til
erfidrykkju eftir Sigríði „stóru“
og !/2 kg af skonroki, sem kost-
aði þá heila 14 sk. (28 aura),
handa líkmönnunum til þess að
hygla sér á meðan þeir voru að
taka gröfina.
iiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiii
Innrásin í Italíu
Frh. af bls. 356
aðeins frið eins skjótt og auðið
væri, svo að þeir gætu tekið upp
venjulega lifnaðarhætti á ný. Fá-
ir létu í ljós nokkrar áhyggjur
um friðarskilmála, eða það, hvort
þeir myndu fá að endurreisa aft-
ur „keisaraveldið“ eða ekki. Þeir
þráðu aðeins „Lavor e pane —
vinnu og brauð.“ Þeir virtust
jafnvel ekki gera sér miklar grill-
ur út af því, hvort þeir í framtíð-
inni myndu fá að lifa sem frjáls
og óháð þjóð.
Drunur fallbyssnanna, sem nú
skutu á hæðirnar fyrir ofan
lteggio til þess að ryðja hernum
braut til frekari sóknar, dreifði
hópnum, og Montgomery sleit
samræðum sínum við herfylkis-
foringjann. Upp hæðirnar héldu
sveitir áttunda hersins til þess að
reyna að ná tangarhaldi á hinum
flýjandi Þjóðverjuni.
iiiiiiiuRinnuiiHiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
„Myndirðu verða móðguð, ef
þessi ókunnugi maður byði þér
kampavín?“
„Já, en ég myndi sjálfsagt
gleypa móðgunina.“
„Mamma! Komdu hérna!
hrópaði lítill drengur, er hann
sá snák í fyrsta skifti. „Hérna
er skott, sem hreyfist, en enginn
hundur.“