Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1943, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.11.1943, Blaðsíða 8
360 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS FJAÐRAFOK Biskupiim af Hereford hitti eitt sinn lávarð, sem var mjög hroka- fullur. „Eg fer aldrei í kirkju,“ sagði lávarðurinn, „ef til vill hafið þér veitt því eftirtekt, biskup.“ „Já, eg hefi tekið eftir því,“ svar aði biskupinn alvarlega. „Ystæðan fyrir því,“ sagði lá- varðurinn, „er sú, að þar eru allt- af svo margir hræsnarar." „Ó, látið þér aþð ekki hafa áhrif á yður,“ sagði biskupinn brosandi. „Það er alltaf nóg rúm fyrir einn í viðbót.“ ★ Hjómleikar voru haldnir i skólastofu þorpsins, og Sandy átti að leika einleik á flautu, þegar hann hafði lokið því, og fagnaðarlætin voru á enda, hróp- aði rödd framan úr salnum: „Spilaðu Annie Laurie fyrir okk- ur, Sandy“ „Hvað,“ hrópaði Sandy undr- andi og hrifinn, ,aftur?“ ★ Kvenfélag eitt fékk ferðalang, sem hafði ferðast um allan hnött- inn, til eþss að segja félagskonum frá ferðalögum og ferðaútbúnaði. Hann lauk máli sínu með þessum örðum: „Og hérna eru gleraugu, sem maður gleymir aldrei.......“ Þegar á það var minnst reis ein konan úr sæti sínu og segir: „Afsakið, herra, en gætuð þér ekki gjört svo vel og sagt mér, hvar ég get fengið ein? Ég gleymi mínum alltaf.“ ★ Móðirin: „Hvers vegna slóstu litlu systur þína?“ „Við voru að leika Adam og * Evu, og í staðinn fyrir að freista mín með eplinu, át hún það sjálf.“ Eva: „Mamma! Lilla fær ±í- eyring í hvert skifti, sem hún tekur inn lýsið sitt.“ Mamman: „Hvað gerir hún svo við peningana?“ „Hún setur þá í sparibauk, þangað til komnar eru tvær krónur, þá tekur mamma henn- ar peningana og kaupir meira lýsi fyrir þá.“ ★ Hún: „Jón, ástin mín. Engum myndi ég leyfa að kyssa mig svona, nema þér.“ Hann: „Eg heiti ekki Jón.“ ★ Lítil stúlka var að lýsa því, þegar hún fór í fyrsta skifti í lyftu. „Við fórum inn í lítið her- bergi, og svo kom stiginn uppi niður.“ A ÖNDVERÐU árinu 1865, þeg- ar Joe Johnson kom til Raleigh með her sinn, óttuðust menn að hann myndi sameinast Lee, og þeir tveir myndu síðan þjarma að Grant hershöfðingja. Þingmaður sá, er var fulltrúi Springfield-hér- aðsins, fór á fund Lincolns for- seta, og þeirra á milli átti sér stað svohljóðandi samtal: Þingmaðurinn: „Menn* gerast nú kvíðafullir um aðstöðu okkar. Haf ið þér ekki frétt neitt nýlega? Haldið þér ekki að Grant skjátlist í því, að halda kyrru íyrir V ‘ Forsetinn: „Mannstu eftir skírn- inni, sem fram fór í Springfield í fyrra?“ Þinmaðurinn: „Nei, ég man ekki eftir henni.“ Forsetinn: „Jæja, það átti að skíra Bill, sem var gamall synda- selur. Á hinum ákveðna degi, voru svo trúskiptingarnir skírðir í litl- Bobby: „Mamma! Hvað hét seinasta stöðin, sem við fórum fram hjá?“ Mamman: „Truflaðu mig ekki. Eg veit það ekki. Sérðu ekki að ég er að lesa?“ Bobby: „Það er leiðinlegt, að þú skulir ekki vita það, því að litli bróðir fór út úr þar.“ ★ „Sverir!“ sagði móðirin alvar- lega. „Það voru tvær kökur í búrinu í morgun, en nú er þar aðeins ein. Hvernig stendur á því?“ „Eg veit það ekki,“ sagði Sverrir fullur iðrunar. „Það hlýtur að hafa verið svo dimmt, að ég hefi ekki séð hina.“ ★ „Það fór bíll hérna fram hjá áðan, eins stór og hús.“ „Barn! Hvers . vegna ýkirðu svona? Hefi ég ekki sagt þér tuttugu milljón sinnum að gera bað ekki?“ um læk. Þegar Bill hafði verið dýft einu sinni niður í lækinn, bað hann prestinn að skíra sig aftur. Presturinn sagði að það væri ekki nauðsynlegt, en Bill þrá- bað hann, þangað til prestur dýfði honum aftur niður í. Þegar hann kom upp, bað hann um, að verða skírður einu sinni enn. Prestur svaraði þá, reiður nokkuð, að hann hefði þegar verið skírður einu sinni oftar en hinir trúskiptingarn- ir. En Bill grátbað hann svo, að prestur stakk honum niður í, í þriðja skipti. Þegar Bill kom upp úr, másandi og blásandi og hrist- andi sig allan, hrópaði hann: „Hana! Ilundur skal ég heita, ef djöfullinn nær í mig núna.“ Og forsetinn hélt áfram: „Grant hers- höfðingi er líkur Bill. Hann er á- kveðinn í að afla sér vissu um málið, og hann hreyfir sig ekki, fyrr en hann hefir gert það.“ lllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllll! Hann vildi vera alveg viss

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.