Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1944, Síða 10
42
LESBÓK MORGTTNBLAÐSTNS
I
þolnð slíkar raunir, í ekki betra
ásigliomulngi on Frederiek hafði
verið. .
Saga hans á ferðinni -ber glögg-
lega með sjer hina ógurlegu erf-
iðleika, sem hann átti við að stríða
og hina stöku umhyggju hans við
hinn deyjandi fjelaga sinn.
'18. apríl skoðaði læknirinn, Dr.
Pavy, Greely foringja og kvað u]ip
þaim dóm, að hjartabilun gæti
orðið honum að l)ana, hvenær sem
vera skyldi. llann samdi þá einnig
skýrslu yfir almennt ástand leið-
angursmanna.
Þar segir hann, að Kislingburv,
Israel, Gardiner, Connell og Whisl-^
er sjeu algjörlega þrotnir að heilsu
og kröftum.
Elison. segir hann, sje talsvert
hraustur, líkamlega og andlega,-
þrátt fyiár hin ógurlegix kalsár.
Enn horfðust hinir eftirlifandi í
augu við dauðann, og sljóir eins
og þeir voru orðnir af hungri og
þjáningum, voru þeir farnir að
hlakka til komu þess volduga lausn-
ara.
.23. apríl var allur eldiviður bvi-
inn, og var þá farið að rífa bátinn.
Það hafði ill áhrif á marga, sem
við bátinn höfðu tengt sínar síð-
ustu vonir um að komast aftur til
mannabygða.' En nauðsyn' krafðist
þess.
20. apríl druknaði eskimóinn í
híiðkeip sínum á veiðum, og týnd-
ist bæði báturinn og eini riffillinn,
sem áreiðanlegur var. Söknuðu
leiðangursmenn sárt þessa trygga,
fjelaga,-
Þar sem nú veiðimaöurinn var
látinn og enginn gat fylt það skarð,
sem dauðinn hafði þar höggvið í
hóp þeirra, byrjaði nú óánægjan og
jafnvel. áflog er fæðunni.var út-
hlutað. Margir mannauvna höfðu
gleymt öllum aga og voru meira og
minna ruglaðir.
Læknirinn og Greely foringi
lentu í deilu, en Brainard liðþjálfa
tókst að sætta þá.
Brainard hafði haft með hönd-
um úthlutun fæðunnar, og hinn 12.
maí skrifar hann, í dagbók sína:
„Jeg úthjlutaði síðasta matar-
bitanum í dag. Hver maður fjekk
örlítinn skamt af tólg og kjöti^
Það er gert ráð fyrir, að þessi
skamtur endist hverjum í tvo daga>
nnnars mega ]>eir borða alt strax.
Við skiftum okkur ekki af því. Guð
einn veit hvað við gerum nú.
Eftir núverandi ástæðum okkar
er ekkert fyrir höndum nema dauð-
inn. Við tölum mikið um dauðann,
en erum alveg hættir að óttast
hann. .Teg h]?ld að allir sjeu sáttir
við hin óumflýjanlegu örlög, og er
viss um að enginn hræðist dauð-
ann, jafnvel í hans hryllilegustu
mynd'
„I sambandi við úthlutun okkar
síðustu fæðuleifa“, skrifar Giæely
foiángi, verð jeg að minnnst Brain-
ards liðþjálfa.
,,Með hinni mestu trúmennsku
og óhlutdrægni hefir hann annast
um úthlutun fæðu vorrar. Allir
höfum vjer haft á honum fvlsta
traust. Og jeg er viss um að enginn
matarbiti annar en hans rjetti
skamtur, hefir nokkru sinni komið
inn fyrir hans varir. Að dauðhungr
aður maður skuli mánuðum sam-
an hafa getað farið með svo mik-
inn mat án þess að tileinka sjer
nokkuð nema sinn rjetta skerf,
lýsir betur en noklcur orð hinu ó-
venjulega siðferðis- og sálarþreki
hans“.
13. maí nálgaðist dauðinn óðum,
og allir vissu vel að þeir gátu lif-
að nokkrar vikur í allra hæsta
lagi. Kaldir og rólegir reiknuðu
•þeir hvár fyrir sig, hversu lengi
lífið gæti treynst.
Þenna sama dag skrifaði Brain-
ard:
„Ellis lifir líklega örskamma
stund. Isralel var mjög veikur í
nuygun, en batnaði er á daginn
leið. Hve hraustlega hann horfðist
í augu við hinn volduga dauða.
llann deyr vissulega eins og hetja.
En þetta fer nú alt að styttast og
ekkert er að gera annað, en að
taka endalokunum eins og karl-
menni og hermaður, er þau ber að
höndum.
Við slögum allir og reikum eins
og drukknir menn, er við reynum
að ganga. Og við verðum að taka
á öllu okkar viljaþreki til þess að
getn staðið upp og gengið yfir-
leitt“.
Daginn eftir heldur Brainard
áfram:
„Greely foringi, Kisldngbury og
Ellis eru allir verri en í gær.
í morgun fórum við allir út og
lágum í sólbaði á giimlum svefn-
pokum. Veðrið var yndislegt. Sól-
böðin eru hressandi bæði fyrir sál
og líkama. Verst er að við erum
orðnir svo magrir og saman skorpn
ir. að sólin hefir lítið vfirborð fil
þess að skína á“.
¥
Nú leið skjótlega að endalokim-
um. Vorþýðurnar bræddu snjóinn
á þakinu og stórir vatnspollar
mynduðust á kofagólfinu. Menn
urðu blautir í svefnpokunum.
ekkert var til fæðu nema ofurlít-
ið af átu og vatn. Greely foring.ja
hrakaði dag frá degi og mátti hann
varla mæla. 19. maí andaðist Ellis
og var grafinn daginn eftir. Þann
dag andaðist Ralston liðþjálfi.
Pavy læknir sagði að ef þeir
væru kyrrir í kofanum, myndu
þeir deyja fyr en ella. Hinir hress-
ustu reistu því tjald nálægt liæð-
inni, þar sem fjelagar þeirra voru
grafnir. Tjaldið stóð á sljettum
mel og þar naut sólar betur en í
kofanum. Það var aumkunarverð-
ur hópur, sem yfirgaf kofann sem
átta menn höfðu dáið í. Kisling-
I