Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1944, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1944, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 213 vel fyrir sjer, að hann næði að koinast heill og klaklaust norður yfir heiðina til ástvina sinna, sem biðu haus óþreyjufullir heima og að þessi ofdirfskuför mætti verða til þess að Pálína á Efra-Núpi fengi fullan bata. Sagði Páll svo frá, að sjer hefði fundist sá kraftur íylgja orðum prests, að þá hefði hann verið samstundis sannfærður um, að sjer myndi íarnast vel norður yfir heiðina, þótt veður væri orðið ískyggilegt og Pálínu myndi batna sjúkleikinn að fullu. Og ekki gæti hann þrætt fyrir að nokkurs kvíða hefði hann kent fyrir að brjótast móti norðan hríð yfir Tvídægru, sem er talinn vera 10 klukkustunda gangur milli bæja þó færi sje gott, en við ræðu prests, hefði sjer allur kvíði horfið. lljelt Páll. nú hinn öruggasti upp á heiðina. Tók hann sjer stefnu eftir veðurstöðu beint norður í Miðfjörð. Var veður hart og .skafrenningskóf mikið svo að ekki sá til fjaila og hefir hann ef- laust orðið að beita karlmennsku sinni til hins ítrasta, til. þess að kvika aldrei frá stefnu er hann hafði veðrið í fangið svo langa leið, en frost var mikið. En ef hann hefði það hent, að slaka til fyrir vindstöð unni var honum lifshætta vís. En fyrsta kennileiti er Páll þekti á noi'ðurleiðinni var Böðvarshaugur, hóllinn, sem fyr er nefndur. Settist hann þá niður í litlu afdrepi og lcysti upp böggulinn, þann cr prest- ur fjekk honum, vat' í honum spik- að sauðakjöt hangið og annar kjarnmatur, borðaði hann ljrst sína og hjelt svo aftur á stað og komst heirn að Þverá er lítið var farið að fökkva. Urðu kona og börn honum fegnari en frá megi segja, að heimta hann heilann heim úr slíkri glæfra- för Er hann hafði stansað um stund heima hjá sjer, fór hann með meðulin út að Efra-Núpi, er það Framh. á bls. 214. Magnús Finnsson SJÁLFSaGT á engin þjóð í heimi jafnmarga hagyrðinga og við ís- lendingar, sje rniðað við fólksfjölda. Ljóðadísin virðist sjerstaklega þjóðinni í blóð borin og víst er það fátt, sem vekur rneiri og sannari gleði en heyra hafða vfir vel kveðna vísu, þó hún stundum kunni að geta orðið „hvöss setn byssu- stingur“. Það er því bæði rjett og sjálfsagt að leitað sje við að halda í minni, sem flestum af vísum hag- yrðinga vorra. Alþýðukveðskapur- inn ef þjóðareinkenni, sem ckki má glatast, en sem sýnir betur en i'lest annað menningu hennar. Jeg hefi áður í Lesbók Morgun- blaðsins skrifað um tvo af hagyrð- ingum vorum og tínt saman þær af vísum þeirra, sem jeg gat haft upp á. Menn þeir voru uppi um miðja síðastliðna öld. Nú kem jeg hjer með þann þriðja, sem er lif- andi þann dag í dag, en það er Magnús Finnsson í Stapaseli. Magnús er fæddur 12. maí 1884 og er því 60 ára 12. þ. m. Hann er sonur Finns Ólafssonar og Ástu Guðmundsdóttur, sem lengi bjuggu í Múlakoti í Stafholtstungum. Magn- ús er giftur Sigríði Guðmundsdótt- ur frá Kolstöðum í Hvítársíðu, af Húsaíellsætt, hafa þau eignast 10 börn, sem öll eru á lífi flest upp- komin. Hefir hann því haft fleira úm að hugsa um dagana en þjóna skáldagyðjunni, enda hefir fá- tæktin verið förunautur hans alla tíð jafnframt heilsuleysi og fleiri erfiðleikum, sem hann ekki fjekk umflúið^ en ljettlyndi hans og hið glaða skap hefir líka verið honum traustur förunautur. Því „Mjer jeg lyíti og lifi í frið lítið typtuð sál“ eins og hann segir sjálíur, ev er gott sýnishorn af góðu skaplyndi sálin“, eins og hann segir sjálfur, og vísur hans þó ekki sje fast tekið á málunum, enda á Magnús fjölda vina og fleiri en venja er, mun það sýna sig á 60 ára afmælinu. En hjer koma þá vísur Magnús- ar, um það verður lesandinn að dæma hvernig honum hefir tekist, að mínuni dómi eru þær vel gerðar. ★ Maður nokkur var í þingum við stúlku, en liún átti von í arfi, ná- lægt hundrað krónum, en hann átti erfitt með að standa í skilum við skuldheimtumenn sína, sem Voru nokkuð aðgangsharðir. Ekki læt jeg lirið falt eða haua Skjónu. Jeg skal borga öllum alt með arfinum hcnnar Jónu. Þegar flaskan tæradist. Glasi halla að munni má mun það valla dreyra, sá er galli að nú á ekki kallinn meira. Fyrir rjettirnar. Líður að rjettum læknir minn — leitt er að vera þyrstur — Guð ljet vaxa vínberin varð hann til þess fyrstur. Svo jeg ekki auki mas og alla virðing sýni. Láttu vinur lögg á glas af læknabrennivíni. . Ef þú þessu offrar mjer og eyðir þankapressu siðar mun jeg syngja þjer sálubótamessu. í veikindum. Sár er taugasjúkleikinn, sifeít þó jeg masi sendu góði Magnús minn mixtúru á glasi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.