Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1944, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1944, Blaðsíða 14
LESBÓK MORG UNBLAÐSINS jf 222 >• ,___ B R A L'NGERÚ Martha Meacham átti litla brauðsölubiið í hornhúsinu. Yiðskiftavinirnir gengu upp þrjú þr$p, og svo hringdi bjalla um leið og þeir opnuðu dvrnar. Ungfrú Martha var fertug xið aldri, og l)ókin hennar sýndi fjögur hundruð sterlingspunda innstæðu, og svo átti hún tvo falska tann- garða og góðgjarnt hjarta. Margar konur hafa gifzt og verið ólík- legri til þeirra hluta en ungfrú Martha. * - Ilún var farin að veita sjer- staka eftirtekt manni, sem var van- ur a<5 koma í búðina tvisvar til þrisvar í viku. Ilann var miðaldra, með gleraugu og brúnt skegg. snoturlega klippt. Hann talaði ensku með sterkum, ])ýskuni hreim. Fötin hans voru slitin og sumstaðar bætt, en hann var snotur að sjá og mjög kurteis. Hann keypti alltaf tvo hlcifa af sólarhringsgömlu brauði. Það var ódýrara en nýtt brauð. Aldrei spurði hann um neitt annað en sólarhringsgamalt brauð. Einu sinní sá ungfrú Martha rauðbrúnan blctt á fingrinum á honum. Þá varð hún viss um, að liann var listamaður og mjög fá- tækur. Hann bjó án efa í þakher- bergi, þar sem hann málaði mynd- ir sínar, át sólarhringsgamalt brauð og hugsaði um allar lostætu kök- urnar í brauðbúðinni hennar ung- frú Mörthu. Oft þegar ungfrú Martha settist niður til að borða brauðsnúða með ávaxtamauki og drekka te með, óskaði hún þess, að kurteisi mað- [_ urmn borðaði með henni heldur UÐLEIFAR en að japla gamalt brauð í köldu vinnustofunni sinni. Ungfrú Martha var hjartagóð, eins og við erum þegar búin að hcyra. Til þess að vita, hvort hún hefði getið sjer rjett til um atvinim hans, tók hún málverk, sem hún átti í herbergi sínu, og setti það í hillu liinum megin við búðarborðið. Mál- verkið hafði hún keypt á uppboði fyrir mörgum árum. Málverkið var frá Feneyjum. Það var af stórri og skrautlegri marmarahöll og stúlku, sem sat í gondól. Allir listamenn hlutu að veita því eftirtekt. Tveim dögum síðar kom við- skiftavinurinn. ,;Viljð þjer gera svm vel að láta mig fá tvo hleifa af gömlu brauði. Þarna eigið þjer fallega mynd, ungfrú“, sagði hann, meðan hún var að búa um brauðin. ,,Já, finnst yður ekki?“ sagði ungfrú Martha. „Eg dáist svo að málaralistinni og.......“ (nei, það myndi ekki þýða að segja „mál- urum“ líka, svona strax) „og mál- verkum“, sagði hún í staðinn. ,,En fjarvíddirnar í höllinni eru ekki rjettar. Verið þjer sælar, ung- frú“. Hann tók brauðin, hneigði sig og flýtti sjér út. Já, liann hlaut að vera lista- maður. Ungfrú Martha fór með myndina aftur inn í svefnherberg- ið sitt. En Jivað augun hans voru mild og vingjarnleg bak við gleraug- un: Að hugsa sjer, að hann skyldi á augabragði geta sjeð, hvort fjar- víddirnar voru rjfettar éða skakk- ar. Og svo varð hann að lifa á gömlu brauði. En snillingurinn verður oí't að berjast við örbirgð- ina, þangað til hann er viðurkend- ur. Það væri ekki svo lítill búhnykk- ur fvrir listina og fjarvíddirnar, ef snillingi áskotnaðist fjögur hundr uð sterlingspund, brauðsölubúð og góðgjarnt hjarta. — Svona voru dagdraumar ungfrú Mörthu. Nú orðið kom það oft fyrir, að hann rabbaði svolítið við ungfrú Mörthu. Honum virtist geðjast vel að glaSlegum orðum hennar. Ilann keypti altaf gömul brauð. Aldrei kökur. Ilenni fannst hann vera farinn að horast. IIúu brann af löngun til þess að víkja að honum ein- hverju lostæti, en hana brast hug- rekki til þess. Hún vildi ekki eiga það á hættu að móðga hann. Hún þekkti stolt listamanna. Ungfrú Martha fór að vera i bládropóttu silkiblússunni sinni við afgreiðsluna. Hún var farin að sjóða einhverja blöndu af bóraxi og ýmsum öðrum efnum. Margir nota það til þess að fá fallegri húð. Dag nokkurn kom viðskiftavin- urinn, eins og venjulega, lagði pen- inga á borðið og bað um gamalt brauð. Meðan ungfrú Martha var að ná í það, heyrðist alt í einu í brunabjöllum og -lúðrum, og brunabíllinn þaut framhjá búðinni. Viðskiftavinurinn flýtti sjer út að dyrunum eins og gefur að skilja. Allt í einu datt ungfrú Mörthu dá- lítið í hug, og hún greip tækifærið til að framkvæma hugmynd sína. í neðri hillimni bak við búðar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.