Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1944, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1944, Blaðsíða 16
LESRÖK MORGUNMiAÐSTNS 224 jelt barni sínu vfir heitri eldavjel Ógeðsleg misþyrmingarsaga fylgir mcð tveimur myndum sem nýlega bárust frá Amer- íku. James nokkur Johnston, 31 árs, og sem heima á í Waym í Bandaríkjunum hjelt 13 mán- aða syni sínum yfir heitri elda- vjel í „nokkrar sekúntur“, ti! að stríða konu sinni, en þar höfðu verið að kíta. Drengurinn, William að nafni, hrendist töluvert áður en móð- ir hans gat þrifið hann úr hönd um föðurins. Hún hljóp hróp- andi á hjálp út úr íbúðinni og nábúarnir náðu í lögregluna. Barnið var flutt í sjúkrahús jp» og var myndin hjer að ofan tck in þar. Neðri myndin er af föðurnum, er var handtekinn. FJAÐRAFOK an i'jelli alveg niður, svo nægilegt loft var inni. En fjörutíu klukkustundir hafði konan og börnin mátt bíða eftir hjálpinni, og voru orðin vonlítil þegar hjálpin barst. ðlá nærri geta um gleði þeirra þegar björgun var afstaðin, og gleði þeirra, sem að björguninni unnu, varð vart minni. Bjuggust þeir við að bjarga líkun- um einum úr rústunum, og þótti lánlega hafa tekist, enda mun )>etta ein undursamlegasta björgun úr snjóflóði, sem sögur fara af. Sigurður bóndi hafi verið á leið út úr bænum þegar snjóflóðið fjell yfir; liann fannst örendur, klemdur milli stafs og hurðar. Fimta barn þeirra Jóhönnu og Sigurðar var í rúmi gegnt rúmi því, sem móðirin og systkinin voru í. Var það örent. Ilefir sennilega kafnað undir þekjunni, sem þar fjell alveg niður. í hinum bæjarrústunum fundust lík þeirra hjónanna Ara Pjeturs- soonar og Lovísu Sigfúsdóttir. Snjóflóð þessi þóttu mikil tíð- indi og ill, bæði innanlands og ut- an. Islandsvinurinn Ragnar Lund- borg ritsjóri í Uppsölum sendi 165 krónur til samskotanna. en þau námu samtals kr. 2519,45; þar af gáfu Isfirðingar 1689 krónur, en utanbæjarmenn kr. 830,45. Jeg vænti þess að sorg og sár sjeu svo sefuð eftir fullan aldar- þriðjung, að engum ýfist harmur- inn þótt nú sje birt frásögn af at- burðum þessum. Isafirði, 31. mars 1944. Arngr. Fr. Bjarnason. V Frúin: — Hjer er saga um það, að maður í Ameríku hefði skift á konu sinni og hesti. Aldrei mun þjer detta í hug að gera það, elsk- an mín? Ilann: — Nei, nei, en ef einhver kæmi og biði mjer bíl....... ,,Róbert“, sagði kennarinn í lok tímans, sem hann hafði notað til þess að útskýra fyrir nemendum sínum ýmsar mannúðarreglur, „ef eg kæmi auga á mann vera að misþyrma asna og myndi ganga til hans og fá hann til þess að hætta því, hverskonar mannúð myndi eg þá sýna?“ „Bróðurkærleika", svaraði Ró- bert litli. —Þegar við erum gift, ]>arf jeg að fá tvær vinnukonur. — Þú þarft að fá þrjár, en ekki allar samtímis. ★ — Hvernig semur þjer við tengda föður þinn ? — Jæja, hann gerði mjer tilboð — Ætlar hann að gera þig að verslunarfjelaga sínum? — Nei, hann^bauðst til þess að mola á mjer hausinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.