Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1945, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1945, Side 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS frískf' því hann hafði ekkert um, það frjett. Þessa sömu nótt hafði Þórunn dáið af barnsförum, fyrir hryggilega slysni yfirsetukonunnar. Móðir mín Guðlaug Árnadóttir, var af svonefndri Ilólalandsætt. Foreldrar hennar dóu bæði úr tauga veiki og fór hún þá 10 ára gömul til sjera Sigurðar á Desjarmýri og þar ólst hún upp og dvaldist þar til hún giftist. Foreldrar mínir kynntust þar, því faðir minn var vinnumaður hjá sjera Sigurði. Mamma var hár kvenmaður, en fremur grönn afarfjörleg á fæti og altaf glaðleg í framkomu. Lagleg var hún, enda orkaði •’>11 framkoma hennar í þá átt, greind og bókhneigð. Tómstundir hennar voru fáa)-, en þær greip hún til að lesa blöð og bækur. Jlún gekk á engjar á sumrum hvern dag og hafði svo búverkin og önnur heimilisstörf á kvöldin. Einu sinni fóru þær, hún og Ingibjörg föðxirsvstir mín, gang- andi suður á Glettinganes, sem er fyrir sunnan Borgarfjöi'ð, til að< sækja bát. Sitt handfærið livor báru þær á bakinu. Þegar þær komu aftur, voru þær með bátinn hálffullan af fiski. Yfirleitt mátti hún hafa alla bú- stjórn á hendi, utan bæjai' og inn- an. Faðir minn mun hafa verið lít- ið gefin)i fyrir búsýslu, enda fór tími hans mikið í lækningaferðir, eða hann vann við smíðar hingað og þa)igað. En hann var afkasta- maður þegar hann gekk að bústörf um og svo verklaginn, að allt ljek í höndunum á honum. Þegar faðir minn var ekki við, mátti mamma kasta heyjunum. Okkur þótti mjög vænt um for- eldi-a okkar og einkum þurfti faðir minn að hafa lítið fyrir því, að láta okkur hlýða. Við vorum 8 systkinin, en 6 sem lifðum og kom- ust upp. Þau voru þessi: Elísabet, Þorbjörg Áslaug', Þórhalla, Árni og Sigurður. Bústofninn var sjaldn- ast meira en 12 ær og 2 kýr þegar mest var_ Mest lifðum við á fiski, fugli og sel. Faðir minn var af- bragðs skytta og stundaði það mest þegar hann var heima. Yfir þessu var hann vakinn og sofinn og kom sjaldan allslaus úr veiðiferðum. Jeg er líka viss um að þetta nýmeti hefir oft bjargað okk- ui' frá dauða, eða því sem verra er. Á þessum árum var ekki svo f.jöl- breytt mataræði, einkum er tók að líða á vetur og fyrst á vorin. Skothund átti faðir minn er Ilringur h.jet, mesta afbragðsskepna Aldrei hikaði hann að leggja í brim og úfinn sjó og flaugst jafnt á við sel og fugl. Ilörðust var þó liarátta hans við selina. Oft sagðist faðir minn ekki hafa hugað lion- um líf, þegai' hann kom að jandi, úr sínum verstu svaðilförum, eu eftir að hann hafði gefið honuin löpp af fugli og seppi hlaupið nokkra hringi. var hann jafn ó- trauður að legg.ja í ný.ja ferð. Jeg man síðast cftir honum heyi-narlausum og nær blindum, en yi’ði hann var við nð bvssan væri tekin, þá spratt hann upp og virtist nokkur augnablik. sem ungur væri. Foreldrar mínir bjuggu allan sinn aldur í Njarðvík og faðir minn dó þar 75 ára að aldri. Mamma lifði mörg ár eftir það og lá fleiri ár ulveg í rúminu. Ilún var, sem. ekki var undarlegt útslitin fyrir ár frany Við börnin vorum öll heima til íuliorðins aldur, eða þang að til við giftum okkur, nema Þór- lialla systir mín. Ilún var nokkur ár í Jórvíkurhjáleigu h.já Ilildi föð- ursystur minni og Ilunólfi Daníels- syni. Sagt frá öðrum búendum í Njarð- vík og þeirra fólki. í IIEIMA NJARÐVlK, aðaljörð- inni^ voru 3 býli. Þar bjuggu þá Jón Sigurðsson, Björn og Ilelga og Þorkell G. Sigurðsson. Á Stekk svonefndum bjó Þorkell Sigurðsson en faðir minn á Borg. Jón Sigurðsson, föðurbróðir minn, var hálfbróðir pabba. Hann bjó á hálfri heima N.jarðvíkinni. Jón var mikill maður vexti, hár og sver, bjartur yfirlitum, ljós 1 andliti og fríður sýnum. Það sem óprýddi hann var það, að hann var einsýnn og stór æxli við ofan- vert nefið. Æxli þetta stafaði frá sjúkdóm í augunum. Jón bjó sæmilegu búi, en vann lítið sjálfur. Ilann þótti gagngreind ur og var allur í fróðleik, bókum og skriftum. Af því fjekk hann nafnið fræðimaður, eða hinn fróði. Ilann fjekkst nokkuð við skáldskap bæði sálma og tækifæriskvæði, en ekki mun hann hafa verið mikið skáld. Ættfræðiingur var hann með afbrigðum og skriíaði mikið upp af því öðrum til fróðleiks. Einnig safnaði hann sögnum og öðrum fróðleik. Landsbókasafnið á eitthvað af handritum hans, en sumt lenti til Ameríku. Bækur átti hann í stór- um stíl, bæði á íslensku og Norð- urlandamálunum. Söngmaður var hann góður og var meðhjálpari í Njarðvíkurkirkju alla sína tíð, eftir að hann komst í búendatölu. Því var viðbrugðið hve vel hefði verið sungið í Njarðvíkurkirkju þegar þau systkinin voru þar öll, því þau höfðu mikla og fallega söngrödd. Jón var gæfur og góður í um- gengni og kastaði oft fram vísum í gamni. Ekki var hann hversdags- lega tiltækur á fróðleik sinn við al- þýðu yfirleitt. En þegar hann fann menn, sem honuiii fannst talandi við um þessa hluti, þá var liann veitull á slíkt. Margir fræðimenn heimsóttu hann og sátu hjá honum dögum, saman til að afla sjer fróðleiks. Oft stóðum við krakkarnir hjá og hlnstuðum á þessar viðræður. Jón sagði þá jöfnum höndum frá eða 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.