Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1945, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1945, Qupperneq 6
G an hefir dýpt þess birst honum skýrar en einmitt nú. En hvað er þarná á kviki niður í hálfbirtunni ? — Æ — æ, pöddur! Þetta eru brún- klukkurnar úr sögur fólksins. —• Þi/rna koma þær tólf saman í flokk og stefna upp í sólskinið. Drengur- inu grípur annari hendinni fyrir munninn, hina kreppir hann um bandspottan sinn. Nú eru kvikind- in komin upp að yfirborðinu. — Skyldu þau halda áfram? Skyldu þær ætla sjer alla leið upp í him- ininn og vinna solinni mein ? —• Nei, ónei, þær r.ema staðar í vatr.s- skorpunni, reka ras inn upp úr og kafa á ný. Ofurlítil skínandi stjarna virðist loða við gljásvartan skiokk- inn á hverri fyrir sig og hverl'a með þeim í djúpið. ,.Þær eru að sækja sjer sólskin svo ekki verði eins dirnmt hjá þebn þarna niðri“, ályktar drengnrinn og varpar öndinni ljettar. „Ellegar þá einhver heí’ir sent þær?“ — Ilver? — Nei, því petur enginn, svarað. Ilver veit hverju mýriný býr yfir? — Og aftur er golon á ferð cg nú úr norðri. og auga mýr- arinnar brotnar og blindast á nýjan leik. Þannig án enda: tilbreyting á tilbreytingu ofan. En því miður er nú ekki lengur næði að fagna um sinn, því hafa ærnar sjeð fyrir. Þær eru dreifðar orðnar víðsvegar 02 verður að hafa þær sainan, að þær ekki týnist út í buskann. Svo röltir drengurinn' af stað. Hann hafnar með ærnar við einn, jaðar mýrarinnar, og innan skamms sækir ærnar svefn í hitanum. Þær leggjast lygna augunum og jórtra. Já, nú er gott úti í haganum, og nú væri ekki úr vegi, finnst drengn- um, að unna sjálfum sjer náðugrar stundar um hríð. Hann klifrar nokkra faðma upp eftir valllendis- brekkunni og finnur laut. Iljer er laut vaxin blágt-esi og maríustakki. „Lulla-bía lulla-lulla-bía. —“ i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ilver er að raula? — Sál drengsins spjT: „Hver er að raula?“ og „Það er jeg“, svarar golan, „jeg er að raula vögguljóð við blágresi og maríustakk.“ „Nú sofna ærnar mínar, og nú sefur allt nema auga mýrarinnar, — pytturinn botnlausi í miðri mýr- inni“, hugsar sál drengsins kannske og kannske að golan svari þá: „Mig munar ekkert um að raula við þig líka, glókollur, — en maríu- stakkur og blágresi, það eru blóm- in mín“. Drengrxrinn leggst niður meðal blómanna, og snýr andliti til aust- urs, og sjer yfir mýrina. Hún cr öll græn, ljósgræn og blágræn og pulgræn, og svo er þar hrossa- punturinn með sinn lit og fífan með sinn. Þó væri þessi mýri enginn heimur út af fyrir sig, ef ekki væri augað, — nei, án þess væri þetta ómerkileg meinlaus mýri, sem aldrei hrópaði til manns, hvorki gegnum vöku nje svefn. Þögn. Nú sefur drengurinn með lófana undir vanganum, sefur og dreymir. Ilvað hann dreymir í dag? — 0, hver er kominn til þess að segja frá því. Kannske fenjastör mýrar- innar, — að hann sitji við flóðin og fljetti starkónga úr gullstör, — að hann bregði skyrsíur úr silfri. Skeð getur það, en fleira kemur til greina: í fyrra hafði hann drevmt hvíta hryssu með vængi. Ilún kom fljúgandi handan yfir holtin og steypti sjer í pyttinn botnlausa. Þegar hann vaknaði, vissi hann þetta mundi huldumeri verið hafa og sá ekki eTtir henni, þó að hún dræpist. En síðan þá hafði hann þó meir óttast pyttinn heldur en áður. — Nei, það er ekki að vita, hvað drenginn minn dreymir í dag. Dagarnir líða. Sumarið líður, ,og á Fenjamýrina slær smátt og smátt gráfölva haustsins. Ilún breytir vit- liti frá degi til dags, allt breytir útliti, þegar haustar, — utan eitt: Pytturinn botnlausi! 1 starandi spurn, í grafhljóðri bið mænir hann enn upp til dagsins og varpar inn í hann áhrifum sínum: lokkandi grun, óljósum geig. Svo er það kvöld nokkurt í sept- ember, að drengurinn stendur á barmi hans í síðasta sinn á þessu sumri, og horfir ofan í myrkrið. „Dauðinn“, dettur honum í hug, „þetta er dauðinn, sem horfir á mig. Hann býr hjerna í miðri mýr- inni og kallar á mig og kallar. — En hann skal ekki fá mig“. Nei, dauðinn í mýrinni fjekk ekki þennan dreng, því lífið hjelt í hönd hans og varði hann falli. Það leyfði honum aðeins að nálgast hann, — að kenna nálægðar hans og hins dularfulla hrolls, sem hann andaði manni í brjóst. — Ó — ó, hvílíkur ljettir að snúa við honum. baki; hvílíkur fögnuður að flýja hann. f tvö surnur enn vaktaði dreng- urinn ífcr sínar á Fenjamýrinni grænu, og hvern dag gerðist ný saga og sama sagan þó æ: Líi'ið og dauðinn háðu um hann leik, 02 lífið var dýrðlegt af því að da iðinn ljek með. En við heyanna- lok. er hann var tólf ára að aldri, átti mikil breyting sjer stað. Nótt eira í myrkri hafði reiðhestur föð- ur hans komið of nálægt pyttinum: botnlausa, hafði hratað út í pytt- inn, cg þar fannst hann dauður að morgni. „Betur að maður hefði fyllt upp dýið í fyrra, eins og mjer datt í hug“, sagði bóndinn og tók með sjer vinnumann og mokaði kvik- syndið fullt af hnausum. „Ekki vérður þú neinum að fjörtjóni framar“, sagði hann ennfremur, um leið og verkinu laiik. En drengurinn, — hvað sagði hann? — Ekkert? — Nei, hann þagði, en svo undarlega brá við, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.