Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1945, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 07.01.1945, Page 4
4 LESliÓK MORQUNBLAÐSIXS hauu las úr syrpum síuum, stuml- um þuldi hann kvehskap sinn. Sjera Einar Jónsson prófastur frá Kirkju- bæ, heimsótti hann oft til að fræð- ast um ættir Austfirðinga. Járn- gerður. móðir sjera Einars, hjelt svo mikið upp á Jón, að hún sendi honum öll brjef frá syni sínum meðan hann var í skóla. svo að Jón gæti lesið þau. Mjer er eiginlega óskiljanlegt hvar Jón gat komið fyrir öllum sínum bókum í þessari baðstofu- kytru og hvernig hann fór að skrifa innnan um allan þennan eril, sem þar var. Atta börn átti hann sjálf- ur, sem öll komust tii fullorðins ára og svo vorum við af hinum bæjunum heimagangar. Kona Jónasar, Sigþrúður Sigurð- ardóttir. Oíslasonar, af ætt sjera Gísla á Desjarmýri. Iiún var góð kona, en þótti ekki greind. Aldrei kom þetta þó beint fram^ því hún blandaði sjer ekki í tal manna á þann hátt. Sigþrúður var fríð kona og myndarleg, sá vel um heimili sitt og það var öllum vel við hana. Döm Jóns og Sigþrúðar voru: Sigurður, Gísli, Helgi, Þorkell, Sigurjón, Sigurlaug, Guðríður og Kristín. Þau voru öll dugleg t'L vinnu, en þóttu ekkert greind i'ra. i yfir meðallag. Þau fóru flest . I Ameríku. Sigurlaug fjekk að jeg held eitthvað af bókum Jóns og handritum og mun það hafa lent til Ameríku með henni. Sigurður var svo sterkur, að eng- inn þóttist vita afl hans. Þorkell, bróðir Jóns, bygði upp Stekk og bjó þar. Þorkell var minni maður á velli en Jón, en vel fær. Greindyr var hann í besta lagl og sumir vildu halda því fram, að, hann væri ekkert ver gefinn en Jón. Fáta-kur var hann alla tíð, enda töluvert drykkfeldur, en ekki; sló hann samt slöku við vinnuna, því hann var hinn mesti vinnu- garpur. Ingibjörg Jónsdóttir kona hans, var mesta nierkiskona. Þeirra börn voru: Eyjólfur, Sigurður, Jón, Sigfús, Aslaug Sesselja og María. Þegar Þorkell var að byggja upp bæjinn á Stekk. kom til hans Þor- steinn bóndi á Hreimsstöðum. Þeg- ar hann hafði litast um, segir lmnn við Þorkel. „Fallegt er bæjarstæð- ið þitt, en mikið væri ef þú eða þín ætt ætti að leggjast hjer undir snjóflóð“. Þar fórst síðan í snjó- flóði dóttir Þorkels, ásamt t'leira fólki. Þorkell varð ekki gamall maður og dó iir sullaveiki. Björn Sigurðsson, Gíslasonar bjó í heima Njarðvíkinni. Ilann var1 giftur Önnu Hallgrímsdóttir frá Búðum í Fáskrúðsfirði. Björn var mikill maður vexti, þó ekki ýkja hár en þrekinn svo af bar og út- lima stór. Hendurnar voru áber- andi stórar og digrir fingur. Ekki var hann beint fríður en altaf góð- legur og vandist vel. Anna kona hans var ekkja eftir Þorkel bróður hans. í fyrstu er hún fór í Njarðvík, ur, átti hún að giftast Birni, en Þor- kell varð þá hlutskarpari. Björn, sagði ýms pakmæli um |>að, að hann hefði ekki A-erið nógu fínn handa Önnu. En þegar Þorkell dó, þá giftist Anna Birni. Vilborg systir Björns giftist aftur Þorvarði að Búðum í Fáskrúðsfirði og var sagt að þeir hefðu haft skifti á þeiin systrum. Öll voru þau börn Björns og önnu dugleg til vinnu sve af bar. Þau ólust upp í Njarð- vík samtímis föður mínum. Björn var hverjum manni geðþekkur og vildi hvers manns vandræði leysa. Þarna var eins og um hefir verið getið. margbýli og smá nábúakritur, en Björn gekk á milli og reyndi að jafna allar deilur. Ilversdagslega gekk Bjöm í úlpu, úr einskeftu vaðmáli og prjónahúfu á höfði. Sigurður faðir hans var rammur að afli og tröll að vexti, girti sig oft með svarðreipi, þótti hann þá líkari tröllum en mönnum. Oft braut hann dólpungsrafta við knje sjer og var þá líkt að heyra, ueni urraði í honum. Matmaður var liann með afbrigðum. Björn var óefað sjerstakt karl- mcnni, þó sá jeg hann aldrei þreyta neinar sjersakar aflraunir, nema í lendingu við Njárðvíkursand. —• Þarna er auðvitað ekki um neina lendingu að ræða, utan sand fyrir opnu liafi. Það var því enginn barnaleikur að bjarga bátnum þarna í brimróti. Þegar kom að sandinum þurftu allir að fara út úr bátnum, sumir sumir hjeldu honum við meðan aðrir drógu fiskinn á seilum í land. Björn átti bát, sem lijet Brimbóla, fremur lítinn. Mjer er minniststætt þegar Björn stóð aftan við bátinn, í brimi við sandinn, hinum stóru höndum, sem hjeldu um stefnið og ekki sást að Björn eða báturinn hreyfðist, þó brimið gengi yfir báða. Alltaf þurfti að skipa tveim mönnum á borð inóti Birni. „Jeg má“, sagði hann, „standa í mitti og upp á haus við Njarðvíkursand og bjarga Brimbólu minni, þó aldrei fái jeg að vera formaður á henni". Hvort þetta hefir stafað af ráðríki hinna, eða Björn ekki verið mikill sjómaður, vek jeg ekki. Anna kona Björns var prýðis myndarleg í öllum verkum og brast aldrei ráð til neins og báðum var þeim samhent um að gera gott. Einu sinni sendi hann föður mín- um reykt vetrungslæri fyrir pásk- ana. Faðir minn sagði líka af öll- um, sem hann hefði alist upp með, hefði enginn verið sjer trúfastari en Björn. Börn þeirra önnu og Björns voru, Helgi, Hallgrímur og Guðlaug) Björn dó úr krabbameini, að sögn föðurs míns. Ilelga systir Björns var ineð mestu tápkonum, sem jeg hefi þekt. Hún stóð fyrir búi Björns áður en Framh. á bls. 7.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.