Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1945, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1945, Blaðsíða 14
1 86 tók við starfinu og kenndi ])á uui veturinn, en fór utan sumarið cftir til þess að halda áfram námi í Kaupmannahöfn. ,— Hvernig leist þjer þá á Bol- ungarvík ? — Mjer léist ágætlega á byggð- arlagið og kunni vel við fólkið. Þessi fyrsta dvöl mín varð til þess, að jeg hefi kosið að vera hjer frem- ur cn annarsstaðar. Starfsviðið var mikið. Fyrsta veturinn mun hafa verið nokkuð á annað hundrað börn í barnaskólan- um. Samkennarar mínir voru: Jó- hannes Friðriksson frá Fjalli, Jó- hann Scheving og Margrjet Eiríks- dóttir. 1 Hólshreppi voru þá um l>úsund jbúar — og útgerðin mikil og þvj mjög lífvænlegt að setjast hjer að. . — Hefirðu ekki'eitthvað'að segja frá námsárunum í Kaupmannahöfn ? — Jú, margt og allt gott, en læt fátt eitt nægja. í Kaupmannahöfn undi jcg mjer svo vel, að jcg kveið fyrir að fara þaðan að náminu loknu. Námið stundaði jeg sæmi- lega og sótti þó fyrirlestra í fleiri greinum, en minni, einkurn heim- speki. „Nytheologisli Forening for fri Forskuing og posetiv Kristen- dom“, fjelagsskapur mcnntamanua, sem gáfu sig við nýguðfræðinni, eða aldamótaguðíræðinni — tók mjög huga minn á þeim árum. Tilheyrði jeg þeim fjclagsskap alla tíð og sökkti mjer niður í viðfaugsefni hans. Við guðfræðisnámið átti jcg marga ágæta kennara. Einn þeirra er mjer þó minnistæðastur og ó- glejonanlegur. Bcr margt til þess. Hann var alvörumaður frjálslynd- ur og prýðilegur kennari. En það sem hann verður mjer þó ávallt minuistæðastur fyrir voru viðræðu- fuudrr ipn jjuðfræðileg eíni. eem. k^nn haíór. vró og v;3 meó uekk;’- L ^ á‘ti2fríeðÍ£iemum á heimili siau. LESBÓlv MOlltí UNBLAÐSINS Jeg held jeg hafi lært þar meiri guðfræði, en allan tírnann á háskól- anum. Þessi kennari minn var próf. Ammundsen, sem síðar varð biskup, 6 ára guðfræðinámi lauk jeg á 4f4 ári, þegar frá er talinn veturinn 3909—10, sem jeg var skólastjóri við bgrnaskólann í Bohrngarvík. En þá hafði jeg svo miklum störfum að gegna að jeg varð að leggja guð- fræðina alvcg á hilluna. Þó að jcg hcfði kosið að ljúka námi á lengri tíma og bctur, lcyfði fjárhagurinn það ekki. Að guðfræðinámi loknu vígðist jeg 1912 sem aðstoðarprestur síra Þorvaldar Jónssonar á Isafirði. Átti jeg úr vöndu að ráða um verka- hringinn, því síra Jens Pálsson í Görðum, frændi minn, vildi endi- lcga fá mig sem aðstoðarprcst. En Bolvíkingar gcngu að því að fá mig mcð þeitn dugnaði, að allt varð undan að láta. Eítir að jcg kom hingað vestur, að aflokinni vígslu, varð jeg prcstur og skólastjóri í Bolungarvík 1912—191(5. Síra Þorvaldur Jónsson ljet a£ embætti 1915. Urðu margir til þcss að sækja um brauðið og var jeg einn þeirra. Kosningin var harðsótt en fór nokkuð drcift, cnda voru alls 6 umsækjendur. Lauk kosningu ]>anujg', að síra Magnús Jónsson, nú guðfræðisprófcssor, fjckk ílcst at- kvæði yg prcstakailið. Síra Magnús þjónj^ði þá íslenskum söínuðum í Norður-Dakota. Þeir söfnuðir urðu prestlausir við burtför síra Magn- úsar. Leitaði síra Jón Helgason, síð- ar biskup þá til mín um að taka að mjer prestsstörf hjá Islendingum í Norður-Dakota. Upp úr pr$stskosningunum var stofnaður fríkirkjusöfnuður í Bol- uugarvík og varð jeg íorstöðumað- ur ham. Um -,í hlutar hreppvbua voí’u t iriku"k;u*ofuu3mum — cg var eindreginn vilji þeirra allra aðf • jcg yrði kyrr og færi hvergi. Jeg, var bundinn þessu fólki sterkum þakkarböndum, en fyrir þrábeiðni síra Jóus Helgasonar gaf jeg kost á að fara vestur til Dakota — og tel mjer mikinn ávinning að hafa farið þangað og kynnst hinu ágæta safnaðarfólki og fleiri íslcndinga- bvgðum. — Viltu elí,ki segja mjer eitthvað frá Vestur-lslendingum ? — Það cr mjer sönn ánægja. Fyrst og frcmst vil jcg minnast á almennan áliuga og þátttöku í kristi legu starfi. Það var ekki allt lagt á licrðar prestsins, heldur var hver og cinn boðinn og búinn til þess að leggja fram alla krafta og liðsinni Stakk þetta mjög í stúf við það tómlæti, sem menn eiga að venjast heima á Fróni. Söfnuðir þeir, sem jeg þjónaði, fylgdu nýguðfræðistcfnu þcirri, er síra Friðrik Bcrgmann var aðal- fulltrúi. íyrir mcðal íslendinga í Vcsturhcimi. 1909 sögðu þeir skilið við hið. cvangcliska lúterska kirkju- fjelag. íslcndinga í Vcsturheimi. Jcg var talinn nýguðfræðingur — og het'i sjálfsagt þá nánast mátt teljast til þeirrar stcfnu, cn mjcr varð br;itt Ijóst, að fyrir lág sam- eining, cn ekki sundrung cða klofn- ingur. Vaun jcg að samciningn safuaða minxja vrö kirkjufjelagið — og hún komst á 1926, rjett cftir burtför. mína þaðan hingað heim. Urðu mjer það uiikil fagnaðartið- indi, því trúardeilurnar v.oru orðn- ar óþolandi vegna persónulegs sundurlyndis og þrætugirni, sem lciddi aftur til þess, að mörg nauð- synjamál voru sett í herfjöti'a eða myrkrastofu vcgna trúarlegs þröng- sýuis. Menu eiga máske bagt með að trúa tliku hjer heuaa. En i Ve^tur- **V4*V- k,. V -'Tv naöndy^ign í lífi flestra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.