Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1945, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1945, Blaðsíða 1
26. tólublaö. JHofgmtfrlntottMi Sunnudagur 1. júlí 1945. béh XX árgangur. lanfnldtrpranleinlðja h.t Fyrsta ráðgjafar- þingið 1845 Eftir Brynleif Tobíasson menn taskólakennara I dag f.vrir 100 árum. þann I. júlí 1845, koni Alþing fyrst sanian lijer í Rcykjavik. — I tilcfni þcssa hundrað ára afnnelis hefur Brynlcifur Tobíasson incnntaskólakcniiuri skrifað eftirfarandi grciii. Alþingi 1845. ir,7"P?F Ið fyrsta ráðgeíandi Alþing átti að koma saman 1. júlí 1844, en undh'- búningi undir kosningar varð eigi lokið svo snemma, að það væri hægt, svo að þinghaldinu var frestað um eitt ár. Kom þvi þingið saman þriðju- daginn 1. júlí 1845 i Latinuskólahús- inu i Reykjavík, en þá var smíði þess okki enn lokið. Hinsvegar var Al- þingissalurinn" (núver. hátíðarsalur Menntaskólans) fullger, svo að þing- ið gat komið sjer þar fyrir þá þegar. Var Alþing síðan háð þar, þangað til það flutti i núverandi þinghús við Austurvöll sumarið 1881. Alþingismenn voru 25 alls, 6 kon- ungkjörnir og 19 þjóðkjörnir, því aö cnginn var kosinn í Vestniannaeyj- um, af þeirri einföldu ástæðu, að þar fyrir fannst enginn kjósandi. Kosn- ingari'jetturinn var nfl. nokkuð tuk- markaður. Hinn 26.. sem atti sæti á AlþingJ, var konungsfulltrúinn, en hann hafði ekki atkvæðisrjett. Hann mátti hafa aðstoðarmann. Kom hann í stað kon- ungsfulltrúa, er hann var forfallaður. Aður en þingið var sett, var hald- in guðsþjonusta i dómkirkjunni, Domkirkmpresturmn, Helgi G. Thor- dersen prófastur, 4. kgkj. þm-, prje- dikaði, og lagði út af texta í brjefinu til Kólossaborgarmanna, 3. kap., 17. versi. s'M*. '°n Sigurðsson Konungsfulltrúinn. Konungsfulltrúinn var Carl Emil Bardení'leth, stiftamtmaður á Fjóni, áður stiftamtmaður hjer á landi, en aöstoðarmaður hans' var Páil kam- merráð Melstcd, sýslúmaður í Árnes- sýslu. Bardenfleth stiítamtmaður var maður á bezta aldri, .38 ára að aldri, glæsilegur hirðmaður, „einhver hinn bezti og duglegasti stiftamtmaður, sem nokkurntíma héíir verið á Is- landi; hann cr lögfræðingur ágætur, iðjusamur mjög og í embættisstörf- um einn sá íærasti sem jeg hefi þekkt. Jeg heyrði honum og i Reykja- vík borið hið bezta orð fyrir mann- kosti, en um þá er mjer að öðru leyti ókunnugt", segir ínn merki og var-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.