Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1945, Blaðsíða 4
LESBÓR MORGUNBLAÐSINS 35f> nema þm. Snæf. (Kr. Magnusen sýslumaður á Skarði) og þm. Isf. (Jón Sigurðsson). Sunnan Hvítár í Borgarfirði voru tveir bændur, en jeg tel þó Jón Guðmundsson og Þor- grím Tómasson til þeirra, þó að vafa- samt kunni að vera með Þorgrím. — Sýsla hans var skólaráðsmennska. Jón umb. Guðmundsson bjó á Kirkjubæjarklaustri, og tel jeg hann því til bænda 1845. Aðeins eitt kjördæmi kaus Reyk- víking á þing (Árnessýsla). Helm- ingur konungkjörnu þingmannanna var búsettur utan Reykjavíkur og Kjósarsýslu. Af 19 þjóðkjörnum þing mönnum voru 13 búsettir í því kjör- dæmi, sem þeir eru þingmenn fyrir. Hinir 6 voru: Þm. SMúl. (búsettur í NMúl.), þm. NÞing. (búsettur í S- Þing.), þm. ísf. (bús. í Danmörku), þm. Snæf. (bús. í Dal.), þm. Rvíkur (bús. í Gbrs.) og þm. Árn. (bús. í Rvík). •' Af konungkjörnu þingmönnunum átti þriðjungurinn heima í Reykjavík, Helgi dómkirkjuprestur Thordersen og Þórður Jónassen yfirdómari. Bjarni amtmaður bjó vestur á Stapa, Þórður háyfirdómari Sveinbjörnsson í Nesi við Seltjörn, Björn sýslumað- ur Blöndal í Hvammi í Vatnsdal og Halldór próf. Jónsson í Glaumbæ í Skagafirði. Alls 3 alþingismenn af 25 voru heimilisfastir í Reykjavík 1845. Af alþingismönnunum 1845 dó fyrstur Björn Blöndal, 5. kgkj. þm. (23. júní 1846), en síðastur Stefán Jónsson á Steinsstöðum í Öxnadal, þm. Eyf. (11. okt. 1890). Aðeins einn þingmannanna 1845 átti sæti sem þingmaður í Alþingis- húsinu við Austurvöll. Það var Ás- geir Einarsson. Hann var þingmaður Strandamanna 1881—1885. Sat síð- ast á Alþiingi 1885. Auk skrifara úr flokki þingmanna, ^ er þegar hefir verið getið, voru ráðn- *ir tveir áukaskrifarar, Oddgeir Step hensen eand, juris og Sigurður Mel- Þórður Sveinbjörnsson steð cand. theol. Urðu þeir síðar hátt- standandi embættismenn báðir tveir, Oddgeir forstjóri innar íslenzku stjórnardeildar í Khöfn og Sigurður lektor prestaskólans. Stiftamtmaður hafði og sjerstakan skrifara. Embættismannanefndir. Fjórir þeirra embættismanna, er sæti höfðu átt á embættismanna nefndarfundunum 1839 og 1841 áttu sæti á Alþingi 1845: Bjarni Thor- steinson, Þórður Sveinbjörnsson og Björn Blöndal, allir konungkjörnir, og Árni Helgason, sem var þjóðkjör- inn. — Páll Melsteð var á þinginu 1845 sem aðstoðarmaður konungsfull trúa, og Bardenfleth hafði verið for maður nefndarfundannaa 1839. — Þessir sex menn hafa því verið ná- kunnugir frá embættismannafund- unum. Dánir voru Bjarni Thoraren- sen og Steingrímur biskup. En þeir Stefán Gunnlaugsson land- og bæj- arfógeti og Jón Jónsson sýslumaður á Melum, sem voru enn á lífi 1845, áttu aldrei sæti á Alþingi. Synir allra konungkjörnu þingmannanna 1845 fengu sæti á Alþingi síðar. (Árni Thorsteinson landfógeti, Lauritz E. Sveinbjörnsson — kjörsonur Þ. Svbj. —, Theódór Jónassen, Jónas Jónassen, Stefán Thórdersen, Jón Blöndal, Lárus Blöndal og Lárus Halldórsson). Ilinsvegar urðu synir mjög fárra þjóðkjörinna þingmanna 1845 alþing- ismenn. Jeg man ekki eftir nemp þeim Birni Ólsen, Grími Thomsen og Jóni ritara. Það voru aðeins fáar ættir, sem rjeðu mestöllu í landinu fram yfir aldamót 1900. Þetta breyttist talsvert síðar, en flokkaforingjarnir tóku þá við. Uppskeran eftir þingið 1845. Merkustu málin, sem þing þetta haíði til meðferðar, voru án efa skóla niólið og verzlunarmálið. Hátiðasalur Menntaskólans í Reykjavík, fyrsti sam- komustaður Alþingis í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.