Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1945, Blaðsíða 6
358 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fram á íslenzku. Enn er vikið að þvi í sumum bænarskránum, að Alþing verði haldið í heyranda hljóði, og úr fjórum sýslum er innt til þess, að Alþing verði haldið á Þingvelli, en Alþingisstaðurinn hafði verið mikið hita- og deilumál á árunum 1841— 1843. — Nefnd /ar kosin í málið og inngangsumræða fór fram. en lengra komst það ekki. Mál þau. sem stjórn- in lagði fyrir þingið, voru heldur sviplitil í samanburði við inar „þegnlegu uppástungur“, er bornar voru fram á þinginu. Það er með öllu ókleift í blaða- grein að skvra frá gangi mála á þing- inu. Til þess er ekki rúm, og þeim, sem óska frekari fræðslu um þing- mál 1845, vísa jeg á Alþingistíðindin 1845. Ný Fjelagsrit. VT. árg., og ið mikla rit dr. Páls E. Ólasonar, Jón Sigurðsson, II. bindi. Forystumcnn. Þeir menn. sein afkastamestir voru um þingstörf 1845. voru þessir: Jón Sigurðsson, Jón Johnsen. Þórður Sveinbjörnsson. Hannes Stephensen. Jón Guðmundsson, Helgi Thordersen. Þórður Jónassen og Halldór Jónsson, Á þessum þingmönnum virðist meg- inþungi starfanna bafa hvílt. Voru þeir allir einkar starfhæfir menn. Allur frágangur nefnda á málum er hrein fyrirmynd. Unnið hefir veriö ósleitilega. Það sýna afköstin á jafn stuttum tíma. Þingmennirnir gengu að starfi sínu me$ alvöru og sam- vizkusemi og sýndu ina mestu alúð og kostgæfni við meðferð málanna. Áhuginn á því að láta gott af sjer leiða er sívakandi. — Þingið var þannig ágætlegu skipað. Það. sem einkennir umræðurnar, er einkum þrennt: 1) Þingmenn eru stuttorðir, segja formálalaust skoð- anir sínar, 2) þeir beita rökum í allri meðferð mála, en varast fleipur og persónulega áreitni. og 3) þeir halda flestallir fast á máli sínu, íslandi í hag. Jón Guðmundsson Það kom þegar fram á þinginu 1845. að Jón Sigurðsson, þó að yngst- ur væri allra þingmanna, bar höfuð og herðar yfir flesta, ef ekki alla, þingmenn, um þekkingu á landsmál- um, rökvísi í málaflutningi og hug- kvæmni, samfara brennandi áhuga á heill þjóðarinnar og djörfung í við- skiptum við þá, sem vildu, að íslend- ingar bæri skarðan. hlut frá borði. Fylgdu bændur honum fast að mál- um og margir embættismenn. Þeir konungkjörnu. Það er orðin venja, þegar talað er og skrifa um sjálfstjórnarbaráttu 19. aldarinnar, að áfellast konunglflörnu þingmennina þunglega fyrir afskipti þeirra af Islandsmálum á Alþingi, og tekur einn þeita eftir öðrum hugs- unarlaust. En sannleikurinn er sá, að löggjöf vor 1845—1915 á konung- kjörnu þingmönnunum mikið að þakka. Meirihluti þeirra kunni ágæt- lega til löggjafarstarfa. Margir þeirra voru vel lærðir menn, þaulæfðir við embættisstörf, og meðal þeirra voru ýmsir gáfumenn, cg góða íslendinga má óhætt télja þá velflesta. En þeir voru flestir varfærnir menn og íhaldssamir, og það kom sjer oft vel að hafa slíka menn á þingi til mót- vægis þeim, sem framfarahugurinn leiddi nærri því út í gönur. Af samstarfi inna framsæknu mánna annarsvegar og fastheldnu við gamla tímann hinsvegar, leiddi oft og einatt niðurstöðu, sem var hóf- leg og skynsamleg og reyndist í framkvæmdir.ni farsæl fyrir land og lýð. Þetta kcm í ljós þegar á fyrsta ráðgjafarþinginu. Farsæl stefna var mörkuð í landsmálum, þ. e. ráðist var i það eitt, sem var framkvæm- anlegt. Fyrir það vottum vjer, sem nú lifum, þjóðfulltrúum vorum fyr- ir hijndrað árum þökk vora og virðingu. Reykjavík 1845 og þingið. Þegar deilt var um það, hvar Al- þing ið nýja ætti að vera, voru bornar fram ýmsar ástæður móti Reykjavik, sem nútíðarmönnum þykja fremur undarlegar. Bjarni amtmaður og skáld Thorar- ensen og Jón sýslumaður á Melum lögðu til á embættismanna nefndar- fundinum 1841, að Alþing yrði hald- ið á Þingvöllúm. Komast þeir að þeirri niðurstöðu. að „allar þær ástæður, er byggðar eru á eðli sálar- innar, miði að því, að dvöl fulltrú- anna i Reykjavík muni leiða þá frá sannfæringu þeirra og glepja sjónir fyrir þeim, og hafa þannig ill eftir- köst fyrir störf þeirra og hnekkja til- gangi fulltrúaþingsins". Reykjavík liafði um 900 íbúa 1845. Hún var hálf danskt þorp Ekkert blað kom ú< þar Alþingissumarið 1845, og þeg- ar þar við bættist, að þingið var hald- ið fyrir luktum dyrum, hefir verið fátt um frjettir af þessari samkomu. Tómthúsmenn í Reykjavík hafa sjálf- sagt ekki látið sig miklu skipta þetta þing, þó að nýstárlega samkomu mætti kalla. Inir dönsku og hálf- dönsku kaupmenn og verzlunarmenn hafa sjálfsagt heldur ekki staðið í nánum tengslum við þessa nýju stofnun, og má gera ráð fyrir, að sumir þeirra hafi litið hana heldur óhýru auga. Jeg get varla hugsað mjer, að umhverfið hafi verið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.