Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1945, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.07.1945, Blaðsíða 2
lÆSBÓK MORO UNBIjAÐSINS 3ó4 færni maður, Bjarni amtmaður Thorsteinson. í ævisögu sinni. Jón Sigurðsson segir um hann í N.Fjelr (VI, 97) m. a.: „Konungsfulltrúinn á alþíngi hef- ir marga þá kosti til að bera, sem öllum Íslendíngum þykir mikið til koma, og afla honum virðíngar hjá hverjum manni, sem kynnist honum. Hann er skynsamur maður og greind- ur, ráðsettur og alvarlegur; hann hef- ir Ijósa hugsun og er fljótur að koma fyrir sig bæði hugsun og orðum; — hann hefir einnig gott lag á allri til- högun og kann vel að sjá hvað bezt fer; það var og einnig sjáanlegt, að hann hafði varið mikilli ástundan til að kynna sjer málin og gjöra sjer sjálfur hugmynd um þau, því hann vildi vera einfær um verk sitt, eins og vera átti; hann hefir og einnig lagt svo mikla ástundan á að læra íslenzka túngu, að hann skilur vel það sem talað er, og getur allsæmi- lega framflutt á íslenzku ræðu, sem hann hefir skrifaða fyrir sjer; sýndi hann og í því lag sitt, að hann flutti sjálfur á íslenzku ræður sínar fyrst og seinast á þínginu Þórður Sveinbjörnsson háyfirdóm- ari minnist nokkuð á Bardenfleth í ævisögu sinni, Niðurstaðan af því öllu saman er ekki svo lök. Vitnisburður .sr. Tómasar Sæ- mundssonar um Bardenfleth er svona og svona, en það kemur skýrt fram, að hann álítur stiftamtmanninn mik- inn persónleika. ,,I brjefi til Konráðs Gíslasonar 4. febr. 1841, fer sr. Tóm- as þungum orðum um Bardenfleth, sem vinni að því öllum árum að Danisera Islendinga, og hafi tekizt blessunarlega að stinga embættis- mönnum eins og nátthúfum í vasa sinn á fundi embættismanna nefnd- arinnar fyrri (1839). Hann kallar hann „mesta aristókrat, sem jeg hefi þekt“ og bætir því við, að „aðrir hafi ekki öllu ver með sig farið“ en hann. Við hvað sr. Tómas á með þessum seinast tilfærðu ummælum, verður Carl Emil Bardenfleth ekki sjeð“ (J. H.: Tómas Sæmunds- son, bls. 223). Þremur árum áður hælir sr. Tómas Bardenfleth sem mest hann má, í brjefi til Jónasar Hallgrímssonar. Jeg hefi tilfært hjer ummæli nokk- urra merkra samtíðarmanna þess manns, er konungur sendi hingað sem fulltrúa sinn á inu fyrsta Alþingi í nýjum stíl, til þess að sýna, hvernig hann kom þeim fyrir sjónir. Konung- ur hefir áreiðanlega valið vel. Jón Sigurðsson segist ekki þekkja nokk- urn mann (þ.e. danskan) í Dan- mörku, sem hann að öllu samtöldu teldi eins færan og Bardenfleth til þess að hafa þennan starfa á hendi (c: konungsfulltrúa-starfið). Þingsetning, forsetakjör o. fl. Bardenfleth setti ið fyrsta ráð- gefandi Alþing með merkilegri og ágætlega saminni ræðu, er sýnir og sannar, að hann hefir verið gáfaður maður og hámenntaður. En hún sýn- ir líka, að hann hefir verið diplomat, og þess vegna hefir hann verið val- inn til konungsfulltrúa. Þegar konungsfulltrúi hafði lokið ræðu sinni og »agt „Alþingið sett“, „tóku allir þingmenn undir 1 einu hljóði: Lengi lifi konungur vor, Kristján áttundi!“ Er þess ekki getið sjerstaklega, hver hafi fyrstur sagt þessi orð, en helzt er af sambandinu milli setningarræðunnar og þess, sem á eftir fer, að ráða, að það hafi verið konungsfulltrúi. Eftir það að rætt hafði verið um kjörbrjef þingmanna, einkum um kosninguna í Suður-Múlasýslu, er var næsta gölluð, fól konungsfulltrúi aldursforseta þingsins, Árna stift- prófasti Helgasyni, þm. Rvík., að gangast fyrir kosningu forseta, og, og tók hann sjer til aðstoðar sem skrif- ara Hannes prófast Stephensen, þm. Borgf., og Halldór prófast Jónsson, 6. kgkj. þm. Alþingisforseti var kjör- inn Bjarni Thorsteinson amtmaður, 1. kgkj. þm., með 23 atkvæðum. Þói-ður Sveinbjörnsson háyfirdóm- ari, 2. kgkj. þm., fjekk 2 atkv. Vara- forseti var kjörirn Þórður Svein- björnsson með 21 atkv. H. G. Thor- dersen prófastur fjekk 2 og Jón yf- irdómari Johnsen, þm. Árn., fjekk 1 atkvæði. Skrifarar voru kjörnir Jón Guð- mundsson, þm. Skapt., með 20 og Þórður Jónassen yfirdómari, 3. kgkj. þm„ með 17 atkv. • Þeir Johnsen yfirdómari og Jón Sigurðsson, þm. ísf.. voru kosnir með 16 og 12 atkv. til að búa Alþingis- tíðindin undir prentun. Þegar hjer var komið, lagði kon- ungsfulltrúi 9 konungleg frumvörp fyrir þingið, og var þeim útbýtt prentuðum milli þingmanna. Enn- fremur gerði konungsfulltrúi þing- inu kunnugt, að' honum væri boðið af konungi að leita álits þingsins um nokkur mál, er hann tilgreindi, þar á meðal um það, „hversu borga skuli alþingiskostnaðinn“. (Þess skal hjer getið, að hver þirgmaður fjekk 3 ríkisbankadali á dag í kaup og ferða- kostnað að auki). Loks lagði konungsfulltrúi fram, til hliðsjónar fyrir þingið, eftirrit konungsútskurðar frá 8. marz 1843, ásamt íslenzkri þýðingu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.