Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1945, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.1945, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 363 Bkuif. XXIV, 182). Það korn lika á daginn, að slík skipun var Is- landi lítilsvirði, en hún stóð til 1842. Þegar vakinn hafði verið nokkur áhugi meðal bestu manna á íslandi á, þingstofnun hjer heima með rit- gerðum (Baldvin Einarsson, Fjöln- ir, Skírnir) og brjefum, og menn sáu hinsvegar, að hluttaka Islend- inga í þingi Evdana var gagnslaus, heí'ja nokkrir góðir menn samtök um að koma á framfæri bænarskrá til konungs, „biðja, að hann veiti landsmönnum fulltrúaþing sjer í lagi, sem haldin yrðu hjer í landi, en,að annars kostar væri ekki brugð ið af þeirri stjórnarskipun hjá oss, sem hingað tíl hefir höt'ð verið“. Sumarið 1837 vaknar drótt til verka. Páll Melsteð, sýslumaður í Árnessýslu, og Þórður Sveinbjörns- son háyfirdómari höt'ðu forgöngu, og varð þeim vel ágengt sunnan- lands. Norðanlands og austan reið Bjarni amtmaður Thorarensen á' vaðið. og urðu margir til að fvlgja honum að málum, og er þar sjer- staklega getið Bjarnar Blöndal, sýslumanns í Húnavatnssýslu. Bænaskrám þessura, er sendar voru konungi um hendur stiftamt- manns og Kaneellíis, fylgdi ræki- legt erindi frá stjftamtmanm (Bard- enfleth), góðviljað íslendingum. „Nú eru líka níu menn, sem nóttina eiga að stytta“. DANSKA stjórnin hafði nú feng- ið bænaskrárnar og umsögn stift- amtmanns. Bæði Kancellí og Ilentu- kammer höfðu látið álit sit.t í Ijós um málið. Með kgl. úrskurði 22. ágúst 1838 „eru 10 íslenskir embættismenn (með stiftamtmanni, en hann var danskur, og þá voru eftir níu! sbr. kvæði Jónásaf), kvaddir í nefnd þá, er setu skyldi eiga í Reykjavík, til þess að yfirvega þar málefni ís- lands þau, er mest þætti á ríða, og senda þvínæst hlutaðeigandi stjórn Kristján VIII. Danakonungur arráðum frumvörp þeirra, þegar fundi þeirra væri lokið“. (Tíðindi frá nefndarfundinum 1839, bls. 11, sjá Lovs. XI, 262—271 og 271—274) EmbættismannanefUdarfundir þess- ir voru tveir, annar 1839, hinn 1841. Átti nefndin fundi sína í húsi stift- amtmanns í RéykjaVík. Gerðabók var rituð á dönsku. Eitt helstu mála, sem nefndin, hafði til meðferðar 1839, lagði stift- amtmaður fyrir þegar á fyrsta fundi 17. júní. Stjórnin leitar álits um: „Hvernig hæfileg kosningalög yrðu best samin fyrir Island, þegar landið ætti að senda fulltrúa á standaþingin í Hróarskeldu, svo og hvernig sá kostnaður, er af því leiddi,- yrði borinn og borgaður“. (Tíðindi 1839, bls. 16). Það má lesa milli línanna í til- lögum fundarmanna í þessu máli„ að þeir. höfðu ekki mikla trú á því, kð íslendingar sendu fulltrúa á Hróarskelduþing. „Á hi-nn bóginii; væri augljóst, að verulegasta gagns- ins mætta vænta af nefndarfundin- um í Reykjavík. .. segir Bjarni amtmaður Thorsteinsou í ævisögu sinni. Þó ekki sje niinnst á sjerstakt fulltniaþing í tillögum þessum, bendir þó ýmislegt í þá átt. Xefnd- armenn eru sjáanlega óánægðir með hluttöku íslendinga i þingum þessum, vilja ekki gera tillögur um kosningar til þeirra og koma þar niður, að best sje að konungur ráði því. hverjir eigi þar sæti. Það var um þessa níu íslensku embættismenn í nefndinni í Reykja vík, sem .Tónas Ilallgrímsson orti í Borðsálminum fræga (í apríl 1839) á „Nú eru líka níu menn, sem nóttina eiga að stytta, þó varla nokkur viti enn, hve vænlegt ráð þcir hitta“. Embættismannanefndarfundirnir voru runnir undan rifjum Barden- fleth, er n-ar stiftamtmaður hjer 1837—1840. Þeir voru undanfari ins l nýja Alþingis. Boðskapur um Alþing. TILLÖGUR embættismanna um hluttöku Isléndinga í Hróarskeldu- þingi voru sendar( boðleiðinai til Kaneellíis. Sendi það konungi mál þetta 11_ maí 1840 (Lovs. XI, 615), og fylgdu tillögur frá ,því, að allt skyldi sitja við sama, sem seg- ir í tilsk. 15. maí 1834. En nú brá nokkuð nýrra við. Konungur fjellst ekki á tillögur Kaneellíis, og gaf út rirskurð 20. maí 1840 (Lovs. XI., 615—628) um það, að embættismannanefndin skyldi athuga, hvort eigi fært vel á því, að stofnað yrði fulltrúaþing á íslandi, er bæri nafnið Alþing, og kæmi saman á Þingvöllum sem ið gamla þing og hefði eí hægt væri svipað fyrirkomulag eins og gamla þingið („hvorhos det i Særdeleshed vil blive at overveie, om ikke en saadan Forsamling rettest burde före Navn af „Althing“ ' og, som det forrige Althing, holdes paa. Thingvalle, samt iövrigt saavidt muligt have en lige Indretning med dette ældre Thing“) — Lovs, XI, 628. — Sá kouuugur, er þannig,beindi þessu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.