Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1945, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS R, *!!«r " ' r v s 499 grafa upp rústiruar á Ljótólfsstöö- ey. Urn þrjá syni Kjallaks, Helga lirogn, Eilíf prúða og Þorstein þvnu ing er þess eigi getið hvar þeir áttu sjer bólfestu. En á þessu má sjá, að þau feðgin hafa dreift sjer um alt landnámið og hefir það sennilega verið gert í tvennskonar tilgangi: að hagnýta það sem best og, að verja það ágangi annara. Kjallakur hefir og gefið fleirum bústaði þarna. Er getið um Yífil, Þórunni og Ljótólf. Hann var smið- ur og segir að hann hafi búið á Ljótólfsstöðum í Fellsskógum inn frá Kaldakinn. Ljótólfsstaðir eru fyrir löngu komnir í eyði, en rústir nokkrar utan við Skóga, eru nefnd- ar Ljótólfsstaðir. Nú heitir bær Kaldakinn vestan í innra fellinu, og mætti af því ætla að sú fells- kinnin hefði heitið því nafni. Og nafnið bendir ekki til þess áð þar liafi verið skógur. Nafnið Fells- skógar hefir verið dregið af nafni Staðarfells, sem þá hjet aðeins Fell eða undir Felli. Þetta styður það, að Ljótólfsstaðir hafi verið þar, sem nú er kallað svo. En þá er ckki rjett til orða tekið að segja inn frá Kaldakinn, hcldur hefði átt að standa út frá Ivaldakinn. Og að áttarstefnan hcfir ruglast þarna, sjest í raun og veru á því er seinna segir um Ljótólf og syni hans: „Þeir rjcðust út í Fellsskóga á Ljótólfsstaði“. Nú veltur á því hvaðan þeir hafa komið, og er þá skiljanlegast að taka svo sam- an að þcir hafi frá Kjallaksstöðum ráðist út í Fellsskóga. En þetta er líka öfugt því að frá Kjallaksstöð- um fcr maður inn í Felisskóga. Ber lijer því að sama brunni um það, að þarna hafi ruglast áttarstefnan, snúist við hjá þeim, er skrifaði. En setji maður í staðinn „út frá Kaldakinn“ og „inn í Fellsskóga“, þá er eyðibýlið Ljótólfsstaðir ein- mitt þar sem vænta mætti að bær Ljótólfs hefði staðið. (Þorsteinn Erlingsson reyndi fyrir aldamót að um, en varð írá að hverfa vegna þess að það var óvinnandi verk vegna grjóts og kjarrs). Síðan segir frá því hvernig land- námsmönnum vegnaði þarna og er sú saga svo ruglingsleg, að bágt er að átta sig á henni. En harmsaga er það, saga um vináttu, sem snýst upp í íjandskap og vígaferli, og lýkur svo, að Ljótólfur og þrír synir hans eru drepnir, Kjallaks- synir tveir og sonarsonur barn að aldri, og enn hiun áttundi maður. Nú segir frá landnámi Geirmund- ar heljarskinns, sem var næst, að Geirmundur nam land frá Fábeinsá til Klofasteina. Það er nú ekki vit- að hvor þéiíra Kjallaks kom fyr út, en annar hvor hefir seilst lengra en hann mátti, og verður landið frá Fábeinsá að Klofningum að þrætu- landi, sem báðir þykjast eiga. Þeir börðust út af því og veitti Géir- mundi betur, og hefir hann þá scnnilega fengið landið, ef marka má þau hreppaskil, sem nú eru. lljer má ekki rugla saman Klofn- ingum og Klofasteinum. Klofning- ar ( nú Klofningur) er fremst á nes inu en Klofasteina er að leita inn- an við Skarð á Skarðsströnd og segir Kristján Magnússen kammer- ráð svo í skýrslu til Bókmenta- fjelagsins: „Við Búðardalsána, skamt frá llvalgröfum, stendu* klettur einn, í gegn um hvorn að er glufa svo stór að ríða má; mein- ast það vera Klofasteinar þcir, er Geirmundur heljarskinn nam land að“. — Barna-Kjallakur er nefnd- ur í Eyrbyggju og Laxdælu, og jcg liygg að það muni vera liann sem segir frá í Þorskfirðingasögu að fór með Steinólfi norður yfir fjörð, þótt í nafnaskránni sje sagt að þar sje átt við Kjallak gamla í Bjarnarhöfu. ★ Við erum nú komin út að Fá- beinsá og getum stiklað á stcinum yfir hana, og komum heim að Sveinsstöðum. Þar er nýbýli, 9 ára gamalt, og er bygt úr Kvennahóls- landi, en Kvennahóll er nú í eyði. Sveinsstaðir eru kendir við bónd- ann, sem bygði þar, og nú býr þar ekkja hans með börnum sínuui. — Þarna liefir verið grætt út stórt og fallegt tún, þar sem móar voru áður. Laglegt steinhús cr þar og við það bygt fjós, hlaða, hesthús og fjárhús, alt úr steini. Þarua var okkur tekið eins og sjaldsjenum fornvinum og gistum við þar um nóttina. Vogur. í baksýn Bjarnarhaínarfjall á Snæfellsnesi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.