Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Blaðsíða 1
42. tölublað. JfofgmdHflteiit* Sunnudag-ur 28. október 1945 XX árgangur. • U»foldarpr«atraJf3<k þ>X Fimta grein S K A R Ð I Eftir Árna Óla Höfuðbólið Skarð ITR SUMARFERÐALAGI: Á UM KROSSÁ verður mikil breyt- ing á landslagi. Þar slitna björgin í sundur og skerast þar inn tveir dalir, með hálsi á milli. Fyrst er Villingadalur. Hann er langur og skógi vaxinn er fram eftir dregur. Þar er eini skógurinn, sem til er á Skarðsströnd. Þar hafði kammerráð ið á Skarði í seli „með góðri hepni“. Næstur er Búðardalur með afdalnum Hvarfsdal. í Búðardal sat Geirmundur heljarskinn fyrsta veturinn, sem hann var á ísland'i. Þar eru nú fjórir bæir, Búðardalur, Barmur, Hvarfsdalur og Tindar. En í Villingadal er engin bygð. Þar sem Krossá kenmr fram úr dalnum stendur bærinn Á og eru í brekkunni fyrir ofan hann ein- kennilegar klettabríkur, sem heita Ártindar. Síðan koma háar brekk- ur inn eftir og dragast í boga en inst á þeim er allhátt fell, sem heit- ir Skarðshyrna. t þeim hvammi. sem þar myndast og vestan undir tindinum stendur hið fornfræga höfuðból Skarð. Frá Krossá og heim að staðnum liggur vegurinn um mólendi og er þar fjalldrapi og smákjarr og hunangsilmur úr jörðu. Slíkan ilm höfum við ekki fimdið síðan við vorum í skóginum hjá Kjallaksstaðaá. Nokkru fyrir neðan veginn er lágreistur !>ær. Það eru Geirmundarstaðir.'þar sem Geirmundur bjó, maðurinn, sem Landnáma telur að „hafi göfgastur verið allra landnámsmanna á ís- landi“. Geirmundarstaðir er nú hjáleiga frá Skarði, og hafa verið eins lengi og hægt er að rekja sög- ur aftui'- í tímann. Telur ólafur prófessor Lárusson að það geti ver- ið rjett, að Geirmundur hafi fyrst sest að á Geirmundarstöðum, en ekki muni hafa liðið á löngu áður en aðalbærinn hafi verið fluttur á hið núverandi l>æ,jarstæði Skarðs. Segir þó, að hann gæti strax hafa bygt þar sem Skarð er nú, og þegar litið sje til þess, hversu slyngir landnámsmenn voru að velja sjer bæjarstæði, þá megi tel.ja líklegast að svo hafi verið. Eftir staðháttum þarna þykir mjer seunilegra, að svo mikill skóg- ur hafi verið þar sem Skarð stend- ur nú, að þar hafi ekki verið unt að reisa bæ, fyr en menn höfðu rutt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.