Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6 ®i"T
515
"1
Manheimatindur
niikið ilt að líða at' engelskum og
skoskum“, jsegir Fitjaaunáll. Björn
var veginn af Englendingum í llifi-
J467 og 7 menn með honum, en
sonur hans tekinn höndum. Ólöf
leysti hann út með ærnu fje, en síð-
an hefndi hún manns síns rækiiega.
Þrjár enskar duggur Ijet hún taka
á Isafirði og drepa rnargt manna
]>a r af. Tólf enska Ijet hún binda á
streng og hálshöggva. Eitt sinn helt
hún 50 fanga á Skarði og aðra 50
íslenska þeim til varðhalds. Ilanda-
verk þeirra ensku sagði Daði
Bjarnason (á Skarði d. 1633) að
væri kirkjustjettin sú stóra á
Skarði; hún er brúlögð svo sem
stræti utanlands í borgum. Ólöf
sigldi og kærði dráp manns síns
fyrir Kristjáni konungi I og varð
af 5 ára styrjöld milli Dana og Eng-
lendinga. Árið 1488 Ijest Ólöf lir
sótt; þá kom það mikla veður, sem
kallað var Ólafarbylur; hrundu
kirkjur og önnur hús víða, lijer á
landi (þá hrapaði Hrafnseyrar-
kirkja) og líka í Noreg mörg hús
og kirkjur. Þá brotnuðu 50 skip
við England. Ilún var grafin í kóh
á Skarði. Ilún hafði guð þess beð-
ið, að hann skyldi eitthvað það
tákn láta verða í sínu andláti, sem
lengi væri uppi, og svo skeði. (Þetta
sem hjer er sagt.um Ólöfu er tek-
ið eftir Fitjaannáí). 4
★
Axarhóls er áður gelið, þar á
hún að haía látið höggva þcssa 12
Englendinga, en ekki sjást nú
^ieinar minjar þess. Stóra kirkju-
stjettin á Skarði er enn við líði. llef
ir luin náð frá bæjardyrum út að
kirkju. Nokkuð af hcnni mun hafa
verð brotið upp og hitt sigið í
jörð, eii þó greinilegt og mun þeini
lrluta stjettarinnar sjálísagt hafa
verið'haldið við, annars myndi hún
hafa verið komin á kaf. Sagt er að
Ólöf hafi látið gera skála handan
við Skarðsána, sem rennur rjett
við bæjarhóíinn, og geymt þar
langa sína. Síðan heiti þar Man-
heimar og var hjáleiga frá staðnum
til skamms tíma. í hvamminum
undirSkarðshyrnu hafði húnskemm
ur síiiar og geymsluhús. Þar sjest
enn móta fyrir rústum og eru kall-
aðir Smjördallshólar. Draumaklett-
ar heita upp af norðurhorni túns-
ins og Paradís hvammurinn í suð-
ui’horni túnsins með ánni. Eiga
bæði þessi örnefni uppruna sinn að
rekja til daga Ólafar, en ckki kann
jeg að skýra nánar frá því. Undir
Dratunaklettum kvað Bjarni frá
Vogi sjer margt gott hafa í
drauma borið þegar harin var dreng
ur á Skarði.
Skarð er elsta óðal hjer á laudi.
Ilefir ólafur prófessor Lárusson
fært líkur fyrir því, að sami ætt-
leggur hafi búið þar síðan á land-
námsöld. Og með vissu hefir ]>að
verið í eigii sömu ættar óslitið í
meira en 800 ár eða síðan um 1100,
á dögum þeirra .Jóns biskups 'Ög-
nnuldssonár og Sæmundar fróða.
llefir ólafur prótessor talið allá á-
búendúr á Skarði frá þessúm tíma
í greiii, sem birt er í „Byggð og
saga“.
Fagúrt bæjarstæði cr á Skarði.
Stendur bærinn hátt og iljúpar
traðir hehn að honum. Túnið cr
mikið og grasgefið. Á aðra hönd
er Skárðshyrna, há með klettabelt-
um, en á hina níðandi bergvatnsá-
in. Að baki eru grasi grónar brekk-
ur og ná óslitið vestur að Á. Yfir
Manheimum eru efst á brekkunui
margra mannhæða háar klettabrík-
ur, með smá skörðum á milli. Er
engU líkara, en geisilega mikiar
hellúr hafi þar verið rcistar á rönd
af tröllahöndum. Þessar bríkur
heita Maiihéimatindar. Þær munu
hafa myndast þannig, að fyrir
þúsundum ára hefir blágrýti spýst
þar upp í sprungur í linari berg-
tegund og storknað. Síðan hefir
liin linari bergtegund molnað og
/eykst burt af áhrifúm vatns, frosta»
og vinda. En blágrýtið stóð eftir
og smám saman hækkaðu bríkurn-
ar, þangað til þær urðu að þessum
einkennilegu þilveggjum.
I góðu veðri er og glæsileg útsýn
frá Skarði. Fram undan er meira
undirlertdi cn víðast hvar á strönd-
inni. Gengur þar nes fram í sjóinn
og þar er Skarðstöð. Tii vesturs
sjest fyrst himingnæfandi svartur
hamraveggurinn alt vestur undir
Ballará, en fram undan honurtt kem
urSnæfellsjökli í öllum sínum glæsi
leik. Uti á Breiðafirði má sjá eyj-
arnar Elliðaey, Staglcy, Rauðseyj-