Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Page 4
516
LESBOK morgunblaðsins
ar, Rúfevjar, Ólafseyjar, Flatey og'
fjölda margar aðrar. Eyjarnar
hjerna bera a£ eyjunum að sunnan
því að þær virðast allar vallgrónar,
og eru eins og grænir feldir á dökk
bláum grunni. 1 norðri sjást múl-
arnir milli fjarðanna í Barða-
strandarsýslu. Ilagatafla og fremst
Skorarhlíðar og Skor.
Ólafseyjar eru: Bæjarey, HóJey
og þrír hólmar. Reykhólar áttuáður
þær evjar og þangað sóttu þeir fóst
bræður og Grettir nautið, sem frægt
er orðið. Seinna voru höfð evjaskifti,
þannig að Skarð fekk Ólafseyjar,
" en Reykhólar Skarðseyjar, sem eru
lengra inni í firðinum. I Ólafseyj-
ur er slægjuland, fuglatek.ja og egg
ver og þar var fyrrum höfð vetrar-
útbeit frá Skarði og fóðraður þar
fjenaður. í Suðurlöndum (Langev,
Fóey og 4 smáhólmum) er mikið
skarfakál. Rauðseyjar eru: Bæ.jar-
ey, Beitarey og smáhólmar.
Rúfeyjar eru: Bæjarey, Múl
ey og Snðurey auk smáhólma. Þau
álog hvíldu á Rúfeyjum forðum, að
þar mátti ekki hafa griðung. Iluldu
fólksbygð var í eyjunum og átti
huldufólkið griðung og fanst ó-
þarfi að hafa þar fleiri þarfana\;t.
Og ár eftir ár fengu kýr bóndans
við nauti huldufólksins. En svo
fluttist þangað bóndi, sem Sigurð-
ur hjet. Hann trúði ekki á huldu-
fólk og vildí ekki eiga neitt á
hættu og flutti út naut, en það var
þegar drepið. Ekki gafst Sigurður
upþ að heldur og flutti íit annað
naut og hið þriðja og fór á sömu
leið. Voru þannig drepin fvrir
honum 19 naut. En þegar hann
flutli hið tuttugasta út, bar ekki
neitt á neinu, og upp frá því voru
höfð naut í Rúfeyjum.
Skarðstöð var áður verslunar-
staður þar verslaði Björn Sigurðs-
son bankasf.jóri og síðar Guðmund-
ur Jónasson. Var þá mikið um
framkvæmdir þarna, mörg hiis bygð
og hafskipabryggja, sem enn má
sjá merki. Nú er þar aðeins eitt
hús, kaupfjeíagið á. — Er þar
geymd þungavara, ull tekin á vor-
in, og fje slátrað á haustin. Skarð-
stöð er yst í nesinu fram vindan
Skarði og er bílvegur þangað. Fyr-
ir innan nesið eru tvær eyjar, sem
örfiriseyjar heita, og mjótt sund
milli þeirra og lands. Vst er sundið
hyldjúpt, og þar var höfnin. Er
greið innsigling þangað og höfnin
örugg í flestum áttum. Þarna við
sjóinn eru klappaholt með votlend-
um sundum á milli. Fremst á nes-
inu eru miklar rústir af eldri bygg-
ingum. Voru þar bæði timburhús
og torfbæir þurrabúðarmanna, tún
og blómagarður. Þar má sjá byrgi
allmikið hlaðið úr grjóti á þrjá
vggu. Þar inni eru 2 stórir lýsis-
bræðslupottar á hlóðum; eru þeir
nú hálffullir af rusli, sem hrunið
hefir ofan í þá og er orðið vallgró-
ið. Þar má ennfremur sjá gamla
vindu, sem höfð liefir verið til þess
að draga upp báfa. Og á klöpp fyr-
ir framan kaupfjelagshúsið eru
leifar af hafskipabrvggjunni.
Iljer í nesinu er Tónavör, kend
við Ólaf tóna eldra. Hann átti einu
sinni heima á Skarði og var falinn
ramgöldróttur. Var mælt að hann
hefði lært þær listir af Rtraum-
fjarðar.IIöllu. En sagan um vörina
er sú. að Ólafur gerði samning við
köiska um það, að hann skyldi
ryðja vör í blágrýtisurð þarna niðri
í Stöðinni og skyldi hann eiga sig,
ef hann vrði fljótari að ryðja vör-
ina en ólafur að ríða heiman frá
Skarði niður i Stöð, en Ólafnr átfi
flugskjótan hest. Þetta fór svo, að
þegar Ólafur kom að kölska var
hann að bisa við seinasta steininn.
Varð hann þá svo reiður, að hann
þevtti heljarbjargi í vörina. sem ó-
nýtti hana og stóð þar lengi þang-
að til það var sprengt með púðri.
því að engin mannshönd s'at rogað
þvi. — önnur saga um Óljif tóna
er sú, að hann hafi lofað að taka
(íufudalsháls og brúa með yfir
Gilsfjörð og vildi hafa gjald af
hverjum bónda; en bændum þótti
gjaldið of mikið, svo ekki varð
neitt úr neinu. — Við Ólaf er kend-
ur Tónafoss í Bæjará i Króksfirði;
þar druknaði hann.
★
Kirkjan á Skarði er með merki-
'legustu kirkjum þessa lands. Hiin
hefir frá upþhafi verið eign stað-
arins og hún á marga gamla og
dýrmæta gi'ipi. Er þar fvrst að
telja altaristöfluna vængjatöflu með
upjihleyptum myndum, og er hún
ekki ósvipuð altaristöflunni á IIól-
um. Talið er að ólöf ríka hafi keypt
þessa töflu og sett í kirkjuna. Og
að taflan þvkir merkisgripur má
marka á því að hún var fengin að
láni til þess að hafa hana á sýn-
ingu í París. En í því hnjaski, sem
hún varð fyrir á því ferðalagi,
skæmdist hún nokkuð og bíður ]>ess
víst aldrei bætur. Hún stendur á
skáphyllu ofan á altarinu. t baki
þeirrar hyllu eru tvö útskorin
spjöld, sitt til hvorrar handar. Á
öðru þeirra stendur:
LTKAME :TE
SV :CHRISI :IIRE
INSE :OSS :AF :ÖL
LVM :VORVM :S
INDVM :AM
EN.
En hjnum meginn stendur:
DASS :BL
VD :TESV :CIIRI
STT :MACKE :II
RÆN :FON :ALLE
N :SVNDEN :AM
1678.
Prjedikunarstólinn er einnig með
vængjatöflu, og utan á hnrðum
hennar eru myndir af Daða Bjarna-
syni og Arnfrfði Benediktsdóttur
konu hans. Ilndir myndirnar er
letrað: ,,Daði Bjarnason hvílir
hjer undir hvor að guðrækilega