Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Page 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 517 Heimafólk á Skarði (20 manns) og loflega lífað haíði med sinni kvinnu í egtaskap 44 ár. hvar inni þaug áttu 7 (!) börn. Síðan kvaddi haun þessa veröld á sijnu aldursári 68 (?) þann 5. september Anno 1643“. — „Arnjiríður Benedikts- dóttir hvílir hjer undir hvor af öllum almúga lofstijr hafði fyi'ir sínar dygðir og guðhræðslu. Lii'ði ágætlega í ektaskap við sinn mann Daða Bjarnason í 44 ár og sijðan í sýnum ekkjudómi 4 ár enn skildi við þennann heim christilega hinn 10. júlii Anno 1647 á 78 ári sijns aldur“. — Letrið er mjög máð og illlæsi- legt orðið. Það er mjög athyglis- vert að í aiinálum er talið að Daði haf iandast 1633, en hjer stendur að það hafi verið 1643. Ljósahjálmur er þarna mikill og einkennilegur, en ekki verður sjeð á honum hvað hann er gamall. Þá eru og. þarna messuklæði frá tíð Skúla Magnússonar. Fremsta bekkhöfuð kirkjunnar, sem áður mun hafa verið inst, er útskorið með ártalinu 16(?7 og upp- hafsstöfum VGD, samandregnum. Munþað fangamark Valgerðar Gísla dóttur, lögmanns Ilákonarsonar í Bræðratungu. Ilún var gift Eggert Björnssyni, dóttursyni Daða Bjarna sonar; tók hanii við jörðinni eftir afa sinn um 1640. Eggert var tal- inn einhver auðugasti maður lands- ins á sínum tíma. . Kirkjan, eins og hún er nú, var bygð af Kristjáni kammerráði, ár- ið 1847 eftir, því sem stendur á brík við prjedikunarstólinn. En á spjaldi yfir dyrunum stendur fangamark kammerráðsins og ár- talið 184<S, og mætti af því ætla að kirkjan hefði verið fullger það ár. Árið 1914 var kirkjan enditrbygð, alveg eins og hún hafði verið, nema hvað grunnur hennar var þá hækk- aður. Ilurðirnar eru þær sömu, mjög fornlegar, með sterkri skelli- læsingu vir smíðajárni -og gríðar- stórum lykli. Vegna þess að kirkj- an var hækkuð er hótt upp í dyrnar, en ekki má hlaða n.je múra tröppur þar því að við gaflinn er forn leg- steinn ineð latneskri áletran (mjer sýndist standa á honum ártalið MDCLIX). Verður því að hafa stiga upp í kirkjuna og er það ó- þægilegt. Margir merkismenn hvíla hjer í kirkjugarðinum og mörg eru þar minnismerki, en fá eða engin göm- ul nema hellan við kirkjudyrnar. Þar eru í einum grafreit Kristján kammerráð, Ingibjörg Ebenezerdótt ir kona hans, og Ebenezcr son þeirra. Legsteinn Skiila sonar þeirra er þarutan við. llinum megin er stór hella á legstað Skúla Magn- ússonar, Ketilssonar og Kristínar Bogadóttur konu lians. Þar við hliðina er samskonar hella á leiði Einars ríka í Rauðseyjum (setti kammerráðið hana). Þar til hliðar er girðing og járnkross inni í með áletrun: II. II. Sturlaugur Einars- son f. 1795 d. 1872. Ilann var sonur Einars í Rauðseyjum. (Guðbrand- ur sonur Sturlaugs var faðir Helgu móður Haraldar Böðvarssonar á Akranesi og þeirra systkina). Þarna er og steinn á leiði sjera Jónasar Guðmundssonar og Elinborgar KristjánsdóttUr konu hans. Þrír legsteinar (eða máske fleiri) eru þarna úr Harastaðaklifi. Tveir þeirra eru út höggnir af Helga Dagssyni, sem átti heima á Fells- strönd og var meðál þeirrá fyrstu sem gengu í Iljálpræðisherinn hjer á landi. f Árbók Ffornleyfafjelagsins get- ur Björn M. Olsen um, ,tvp íslenska legsteina í kirkjugarðinuni á Stór- ólfshvoli. Ilafa þeiv verið höggnir og settir þar eftir JL823. Ep letrið var svo máð, er Ölsen skoðaði þá íyrir 40 árum, að það var ólæsilegt. Begir hann að þetta sýni hyað ís- lenska grjótið eyðist iljótt fyrir veðri, og sje því nijög óhentugt i legsteina. En þetta á ekki víð um þá legsteina, seiip. .t^knír .^ru úr HaraStaðaklifi. Þeir .ejidast .yon úr viti. Þarna er einn slíkur sfeinn yf- ir Guðrúnu Þorsteinsdottur, sem dó 1843. Er hann að mináta kosti jafn gainall og steinarnir. á Stór- ólfshvpli voru, er Olsen sköðaði þá,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.