Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Blaðsíða 10
522
Eftir sögn Ingibjargar Guðraunds
dóttur frá llellnatúni.
ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON var
unglingur er hann rjeðst til Vil-
hjálms í Kirkjuvogi, en Vilhjálmur
var sjósóknari mikili og með
aflahæítú 'fórmönnum á Suðurnesj-
um í þá daga, varð og heldur eigi
mannavant, ef skiprúm losnaði hjá
honum.
Fysta veturinn er Þórður reri h.já
Vilhjálmi, hafði hann á skipi sínu
háseta. sem Ásbjörn hjet, stóran
og sterkan. Hann ljet allmikið yf-
ir sjer, og var annars talinn-góður
og dnglegur sjómaður. Ásbjörn
hafði orð á að ekki skyldi hann í
Vilhjálmi formanni. að taka þessa
strákrenglu, sem Þórður væri á
skip sitt, og láta hann liafa jafnan
hlut við sig og aðra duglega og
vana sjómenn. Ekki gaf Vilhjálm-
ur þessu tali Ásbjörns neinn gaum,
en mun hafa hugsað sjer að gefa
Ásbyrni kost á að reyna sig við
Þórð. Eitt sinn, er strekkings vind-
ur var á. biður Vilhjálmur formað-
ur Þórð og Ásbjörn að vera í and-
ófi, en hinir hásetarnir voru undir
færum. Ekki leið á löngu þangað
til tók að hallast á Ásbjörn, svo að
formaður biður Ásbjörn að herða
róðurinn, en ekki dugði það. Þórð-
ur snjeri á Ásbjörn samt sem áður.
Lætur nú Vilhjálmur tvo menn
róa á móti Þórði einum, mun þá
hafa verið farið að síga í Þórð.
Sest hanrf þá á aðra hendina, en
rær með hinni, oíí segir um leið
við fotmann: „Villtu ekki láta
þriðjulidduna koma undir árar“,
og hafði þá nærri snúið skipinu
við. Vilhjálmur brosti.við og sagði:
„Það vissi jeg altaf að Þórður
kunni að taka á árinni'. Ekki er
þess getið að Ásbjörn gerði, lítið
úr Þórðj eftir þetta. Er á land
kom og fiskurinn var borinn upp
frá sjónum, ljet Þórður lvfta á
sig byrði er tveir fullhraustir menn
áttu fult í fangi með að að bera.
LESBÓK MORGUNBLAÐSENS
Eftir handriti Einars-Bjarnason-
ar að Sandhólaferju:
EINHVERJU sinni’ var það er
Þórður var einn við ferjnna á
Sandhólaferju, að sýslumaður Rang
æinga, Magnús Blöndal, kom með
8 hesta að ánni. Vildi þá Þórður
reka hestana út í ána og láta þá
ráða sundinu, eins og vani var að
sumarlagi, þegar lítið var í ánni.
Sýslumaður vildi hafa hestana á
eftir skipinu, og l.jet á sjer skil.ja
að annað væri ómanmiðleg með-
ferð á hestum. Þórður l.jet þá svo
vera, svo sein sýslumaður vildi og
segist þá skuli róa undir þeira, ef
hann haldi í þá, og varð það að
samkomulagi. Eru hestarnir reknir
út í ána, og vaða þeir um stund,
en Þórður rær undir. Sýslnmaður
heldur í hestana og hefir orð á því
að linlega sje róið, og seint gangi,
ef þessu fari fram. Þórður lætur
sem liann heyri ekki. En er hest-
arnir hafa synt um stund, herðir
hann róðurinn, og lætur nú fallast
þungt á árar. Sýslumaður, sem nú
átti fult í fangi með að halda í
ihestaua, hniprar sig niður í skut
skipsins, og reynir af öllum kröft-
að halda í horfinu og missa ekki
hestana, uns hann biður Þórð að
hægja róðurinn, ella verði hann
að sleppa hestunum. Þórður gerði
það, en sá um að sýslumaður findi
til taumanmr. Sýslumaður varð feg
inn landtökunni og kvaðst ekki
mundu oftar ráðleggja Þórði hand-
tók við ferjustörfin.
EITT SINN kom ungur bóndi
að „ferjunni“ og ætlaði til Reyk.ja-*
víkur. Var á honum asi mikill, og
heimtaði „ferju strax“ yfir ána.
Þórður hafði í ýmsu að snúast og
fór að engu óðslega. Leggur hann
svo af stað með manninn í bátnum,
en bónda þykir seint sækjast róð-
urinn, og hefur á orði, að hvert
barn mundi geta róið skár en þetta.
Þórður ansar engu orði, en er þeir
eru komnir að landi, þar sera ekki
var dýpra en svo, að hægt var að
vaða á land. Leggur Þórður frá
sjer árar, og tekur bónda upp af
þóftunni, eins og hann væri ketl-
ingur, lætur hann út fyrir borð-
stokkinn og segir: „Þú ert svo dug-
legur, laxmaður". — Maðurinn
klöngraðist á land, en votur varð
hann.
Á IILAÐINU í Neðra-Sumarliða-
l>æ var gamall hestasteinn, og var
það álit manna að hann raundi vega
400 pund.
Eitt sinn, í ofsa roki, þegat- alt
ætlaði um koll að keyra í heygarði
Þórðar bónda. Illjóp hann út og
þreyf hestasteininn, lyfti honum á
br.jóst sjer, og bar hann ausjur fyr-
ir skemmuna og sraiðjuna og upp
í heygarðinn, setti svo steininn í
„sig“ á heyið, sem var að fjúka.
— Auðvitað setti Þórður steininn
á sinn stað aftur, eins og ekkert
væri, þegar lygndi.
ÞAÐ VAR algengt, þegar ekki
var mikið að gera við „fer.juna“,
að Þórður hjálpaði mönnum að
leggja á hestana og láta upp klifj-
arnar.
Beið hann þá ekki altjend eftir
að komið væri að láta upp á raóti
honum, heldur tók sitt klifið í
hvora hönd, 50—65 kg. og snaraði
þeim báðum upp samtímis, stund-
um beit hapn í silann á bagganum,
og ljet hann upp á þann hátt.
Vmsar sagir eru enn til óskráðar
um ,.ferju-Þórð“, og munu þær ef
til vill verða birtar síðar.
K. Ó.
Eftirfarandi auglýsing var í blað
inu „Para de Ýouthí': „Atvinna.
Drengur óskast til þess að gæta
hests, sem talar þýskii“.