Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Blaðsíða 12
524 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS — um fyrir uæturgaufið, en Jiegar hún sá hinn hátíðlega svip á and- liti manns síns, sem líkist bæna- lestrasvip hans í kirkjunni á sunnu dögum glej-mdi hún bræði sinni. Pallesen hafði ákveðið að halda málinu leyndu fyrir konu sinni, eu nú fleypraði hann því samt sem áður út úr sjer. Frú Pallesen varð rauðflekkótt í framan meðan hún hlustaði á frásögnina. ★ Þetta var sú l.jótasta saga, sem borist liafði um ,,llilstrup“ sveit í mörg ár. Fyrir klukkan 10 næsta morgun var lnin orðin hljóðbær í kaupfje- laginu, og allan daginn stóðu við- skiftamennirnir í smáhópum í búð- inni og ræddu hneykslið fram og aftur. Æsingin náði hámarki sínu seinni hluta dagsins, þegar prestur- inn sást hjóla fram hjá á leið til heimilis Hans Jörgen, og klukku- stunndu síðar kom hann aftur. „Vera má að Maren Vang sje ekki alveg eins roggin og hvxn er vÖn“, þessi athugasemd var sögð í hæðnislegum rómi og tilheyrend- urnir kinkuðu kolli og voru á sama máli. Það var á allra vitorði, að móðir Hans Jörgen hafði verið á hnot- skóg eftir Petru frá Hilstrupsbæ, sem tengdadóttur. Satt að segja var mikilmennska Maren Vang ekki á háu stigi í dag Hún sat við borðscndann í dagstof- unni og horfði höggdofa á son sinn. Hans Jörgen leit ekki við henni. 1 gegnum gluggann horfði hann á eftir prestinum, sem hjólaði hægt og virðulega burtu. Það höfðu ver- ið óþolandi augnablik fyrir hann í samveru prestsins og foreldranna. Hann heyrði ennþá ásakandi rödd prestsins í eyrum sjer. „Hans Jörgen hefurðu gleymt hverju þú lofaðir mjer með handa- bandi á fermingardaginn 1“ „Hvern ig gastu gert þetta og annað eins, Hans Jörgen?“ spurði móðir hans a. m. k. í þriðja skipti. LoWns sneri hann sjer að henni, á fagra unglingsandlitinu hans, sem í dag ' var fölt og þjakað var þykkjumik- ill þráasvipur. Það var ekki iðrun eða óttinn við afleiðingarnar, sem þjáði hann, heldur þreyta og leiði. Ilvað var allt þetta fólk að væt'l- ast? Því traðkaði það á bestu og helgustu stund lífs hans. í kirkj- unni á kvöldrónni, hjá Inger, hafði hann í fyrsta skipti á æfinni verið frjáls og óþvingaður. Verið sjálf- um sjer sarakvæmur. ðleð sársauka í sálinni gerði hann sjer ljóst hversu vonlaust það var að útskýra allt þetta fyrir móður sinni, svo hann sagði aðeins eina klaufalega og efnislausa setningu. „Þú hefðir átt að lofa okkur að trúlofast“. „Jeg bar þinn hag fjrrir brjósti“, andvarpaði móðirin, hún hafði ekki þrek til að fylgja löngun sinni og hella úr sjer skömmunum. Þetta var alltof hræðilegt. Allar fjrrirætl- anir hennar voru eyðilagðar. IIana_ hafði dreymt svo mikið um þetta brúðkaup með Petru frá Ililstrup- bæ. Það átti að verða brúðkaup, sem um væri vert að ræða. Fyrir fram hafði hún nú þegar oftar en einu sinni viknað og tárast af hljóð- látri geðshræringu við tilhugsun um ITans Jörgen, þar sem hann gekk inn kirk.jugólfið með Petru, meðan öll sveitin horfði hugfang- in á. Og nú — nú gat ekki einu sinni orðið kirkjubrúðkaup. Prest- urinn hafði sagt það skýrt og skor- inort, að eftir það, sem skeð væri, gæti hann ekki sjeð að slíkt gæti nokkurn tíma komið til mála. Og svo Inger dóttir hans Mikaels hringjara. Það var ekki þessháttar fólk, sem maður óskar að tengjast. Bara að hún hefði aldrei vistað Inger til sín. Hún hafði skapraun- að Maren Vang frá fyrsta degi, það var eitthvað . alltof frjálslegt og blátt áfram við hana, eitthvað frek kallaði Maren Vang það. Þessháttar drós ætti þó að þekkja uppruna sinn. Hans Jörgen stóð og horfði með hálflokuðum augum á móður sína. Nú fannst honum að hann hafði óbeit á henni og hataði hana. Frá þvf hann fyrst mundi eftir sjer, hafði hún verið ósigrandi þrándur í götu hans. Ilún hafði ráðið jrfir honum, valið fyrir hann, sent hann í sunnudagaskóla, og á fundi í K.F.U.M. og ákveðið hvaða fjelaga hann veldi sjer. Hún var svo stór og holdug, feikna kjöt- flj’kki, sem alltaf hafði lag á að hæfa og særa viðkvæmasta blett- inn með því, sem hún sagði. Svo þegar Inger kom í vist til þeirra, hversu mikið far hafði hún ekki gert sjer um að hindra það að þau gætu nokkurn tíma haft tal hvort af öðru. Og svo hafði hún sagt Inger upp vistinni, strax þeg- ar hún varð þess vör, að þau samt sem áður voru farin að draga sig saman. „Það er þjer að kenna“, hreytti Ilans Jörgen út úr sjer. Það var nú ekki þetta, sem hann hafði ætl- að að segja, en hann átti svo erfitt með að koma orðum að öllum þeim hugsunum, sem brutust um í huga hans. Hann snerist á hæli og fór út gegnum biirið, og út á akur til föður síns. Chr. Vang hafði fylgt prestinum til dyra, og notað tæki- færið til að hverfa burt frá bæn- um. Hans Jörgen fór að hjálpa föður sínum að grafa niður stóra hrúgu af rófum. Báðir þögðu lengi vel, en sam- vinnan var þeim einskonar þögult trúnaðartal. Þær fáu setningar, sem faðir hans sagði, og sem komu á stangli, voru eins og eðlilegir hlutar þeirrar viðræðu. ..Þið verðið víst helst að gifta ykkur strax úr því málunum er svona komið“, sagði Chr. Vang. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.