Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1945, Page 14
528 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hami var vanur að segja: „Þcssi bóndastrákur, heldurðu að hann vilji kvænast þjer“. Inger sá í anda heimili sitt, með önuga foreldra og hávaðasama, skítuga krakka. Nú fvrst myndi hún eignast reglulegt heimili á- samt líans Jören. „Um hvað ertu að hugsa?“, sagði Hans Jören, „ertu reið við mig?“ „Xei“, sagði Inger með áherslu. Eftir nokkra þögn bætti hún við: ..Þetta var eiginlega nijer að kenna“. llans Jören andmælti ekki. Það var satt að Inger hafði átt hug- myndina að þessu með kirkjuna. Inger mundi greinilega eftir fyrsta kvöldinu. Það var rigning- arkvöld í ágúst. Ileima hjé henni gátu þau ekki verið, þar höfðu þau aldrei næði. Þá duttU henni lykl- arnir í hug; þegar hún var lítil hafði hún oft sótt þá fyrir föður sinn. Henni hafði verið svo eðli- legt að leita skjóls í kirkjunni. Henni fannst kirkjan hvorki hátíð- leg nje óviðfeldin. Frá því Inger var smátelpa liafði hún verið kirkjunni samgróin. Hún hafði hjálpað mömmu sinni við að annast um leiðin og á hátíðum hafði hún fylgt pabba sínum upp í turninn til að hringja klukkunum. Samt sem áður hafði hún yerið dá- lítið þvinguð fyrsta kvöldið, sem hún kom með Hans Jören inn í kirkjuna. Þau höfðu staðið dálitla stund innan við dyrnar, og varla þorað að anda, svo hafði hún tek- ið í hönd hans og þau höfðu leiðst inn kirkjugólfið. Til að byrja með höfðu þau setið á bekk og talað saman. Þegar þau fór að syfja hafði hún cnn á ný tekið hann við hönd sjer og leitt hann upp að alt- arinu. 1 gamla daga hafði hún oft og mörgum sinnum hjálpað móður sinni að þurka rykið af altarissess- unum, nú tók hún þær ög bjó til riim úr þeim, — rúm handa sjer og Hans Jören. Hún bjó um rúmið með ákefð og umhyggju, alvég eins og hún í raun og veru væri nýgift kona. Inger vissi, að hún myndi aldrei gleyma fyrsta kvöldinu í kirkjunni. Inn um kirkjugluggan skein stjarna skært og blítt til þeirra. Það var bæði myrkt og hljótt í kirkjunni, cn Inger fannst öll ljósin vera kvcikt. Hún heyrði gný orgelsins og söfn- uðinn syngja I ljóma sínum leiftr- ar sólin. Pramh. á bls. 528 BLÓMARÓS * Hvergi í heiminum er eins mikið af verðlaunaskepnum og' í Bandaríkjunum, og fer kvenfólkið ekki varhluta af þvi. Hjer sjáið þið einn „verðlaunagripinn'1 — blómarós, sem vakti athygli á sjer fyrir fagran líkamsvöxt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.