Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 1
44. tölublað. Jllircgitiivuito \m Sunnudag’ur 11. nóvember 1945 HANN GEFUR GRJÓTINU í LAUGARNESI XX árgangur. LÍF Merkileg listamannsæfi Sigurjóns Olafssonar * SIGUR.IÓN ÓLAFSSON, mynd- höggvari er meðal þeirra íslend- inga, er komið hafa heim frá Danmörku í sumar. Hann hefir ver ið ytra í 18 ár. Ilann .er 37 ára gamall. Margoft hefir verið ympr- að á því við hann, að hann ætti að sækja um danskan ríkisborgara- rjett, þrátt fyrir það jafnrjetti sem hefir verið með Dönum og Islend- ingum. Ilann hefir færst undan því. Nú er hann kominn heim til þess að kynnast því, hvernig sje fyrir myndhöggvara að dvel.ja hjer langdvölum og vera íslenskur lista- maður á íslenskri grund í íslensku andrúmslofti. Er sá kvittur gaus irpp hjer fyrir nokkrum árum, að hann hefði sótt um danskan ríkis- borgararjett, þá var sú saga til- hæfulaus. Þegar jeg hitti hann eitt sinn að máli, fyrir nokkrp síðan, hafði hann staðið í ströngu þann dag. Hann hafði týnt leirnum, sem hann kom með frá Danmörku og ætlaði að nota við myndasmíði sína. Eða rjettara sagt. Menn sem hreinsuðu sorp í Bergstaðastræti, höfðu tekið leirinn. Pappaumbúðirnar höfðu flosnað utan af honum. Þá varð hann til óþrifa. Ekki gátu ókunn- ugir sjeð, að einmitt þessi leir var Sigurjón Ólafsson. tilvonandi listaverk? Farið var vest ur á öskuhauga með alt saman. i> Þar fann Sigurjón leirinn sinn, með aðstoð vina sinna og kunnugra manna. Sumt af leirnum var komið út í sjó og var veitt upp úr sölturn hafsins bylgjum. Margt kemur fyr- ir á langri leið. » Tveir heimar. Út af kynnum sínum af'sorp- haugunum þann dag, var Sigur- jóni að orði: Það er auðsjeð að þið hjer í Reykjavík hafið ekki þurft á undanförnum árum að spara eins og Hafnarbúar. Þarna ægir ýmsu saman, segir hann, sern annars staðar er talið nýtilegt. öðruvísi ér umhorfs á sorpsvæðum ITafnah. Þár fengu menn útmældar skákir, nokkra fermetra hver, og urðu að borga fyrir slík ^sjerleyfi", til þess -að mega grafa niður í sorp- haugana eftir gömlum koks- og kolaleifum. Menn tíndu molana saman til eldsneytis. Svo mikill var eldiviðarskorturinn í Ilöfn undan- farna styrjaldar- og harðindavet- nr. Velklæddir menn sáúst á hafn- arbökkunum með ýmiskonar tfl- færingar, til þess að veiða spýtu- brak upp úr höfninni í uppkveikju. Þú getur nærri, að sú veiði var engin uppgrip, því að margir vörú um hana. Undir eins þegar við fenguni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.