Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 5
LESBOK morgunblaðsins 547 Sigurjón Ólafsson: Mynd af danska rithöfundinum Otto Gelsted. Carlsbergssjóðurinn keypti nýlega mynd þessa. útflutningsvarningur okkar „vor bjargvættur besti“ eins og skáldið komst að orði um flatta þorskinn í skjaldarmerkinu. Þetta er vegg- mynd eins og þú manst, 4 metr. á hæð og 5 á lengd. Upprunalega ætlaði jeg mjer að hafa mynd þessa miklu stærri. En Utzon Frank prófessor rjéði mjer frá þvi, sagði, að jeg myndi þá ekki ráða' við hana. Hann myndi hafa helst til mikið rjett fyrir sjer ef l>að á að fara svo ineð myndina, ekki stærri en hún ek að hún eyði- leggist, af því að jeg kem henni ekki í varanlegt efni og hún fær hvergi sama stað. Eitt sinn var talað um að setja hana á hús Fiskifjelagsins. Betra væri að koma henni fyrir á hent- ugum stað á Sjómannaskólanum nýja. Bæði myndhöggvarar. — Mig minnir að konan þín sje líka myndhöggvari ? — Já. llún heitir Tove og er dótt- ir tóbakskaupmanns að nafni Thom- assen. Einar Thomassen rithöfund- ur er föðurbróðir hennar. Við gift- um okkur fyrir 11 árum og eigum eina dóttur. Jeg á von á mæðgunum • hingað með Drottningunni. Konan mín er í listamannafjelaginu „Kammeraterne", og hefir tekið þátt í sýningum þeirra. llún er eina konan í þeim fjelagsskap. Hún hef- ir fengið mikið góða dóma fyrir verk sín. Við höfum haft vinnu- stofu í Nýhöfn í nokkur ár. Nú er eftig að vita hvernig henni líkar að vera hjer í Reykjavík. Jeg hefi fengið vinnustofu handa okkur inn á Laugarnesi. og dálitla íbúð í sam- bandi við hana. I Þegar steinninn fær líf. ADUR en víð skildum skrapp jeg með Sigurjóni inn í Laugarnes. — Þar hefir hann fengið stóran her- mannaskála til afnota sem herinn notaði fyrir lyfjabúð. Áfast við skálann er lítið hús, sem líka er handaverk hermanna. Þar ætlar Sigurjón að koma sjer fyrir. og tel- ur að þar geti orðið vistlegt. Á skálagólfinu var stórt bjarg úr gabbró. og há stuðlabergssúla. Gabbrósteinninn var að byrja að fá líf, en súlan var ósnert. Á löngu borði var röð af meitlum og hamr- ar, með hnoðaða skalla af mik- illi brákun. Ilafði jeg aldrei fyrr gert mjer grein fyrir því, hve ó- hemju mikil vinna það er, að höggva hugmyndir sínar í stein, hve mikla þolinmæði hlýtur að þurfa til þess, og hve geysilega listamaðurinn þarf að geta formað hina tilvon- andi mynd ákveðið í huga sjer. til þess að hann haldi henni þar fastri allan þann tíma, sém haiípr'^éngur á grjótið til að gefa því líLog; svip og lífrænt form. Margtn' ér knár þó hann sje smár. Það sannaSt á Sigurjóni Ólafssyiii, sem ýmáum öðrum. Mikilsmetinn listamaður. ÞAÐ kann að vera að ýraskr ís- lendingar hafi ekki enn ■ gert isjer fyllilega ljóst, hve mikla viðUrkenn ing Sigurjón Ólafsson hefir hlotið 'meðal listamanna í Danmöi'kuj Af ummælum um hann, sem m. a.rþirt- ust í Hafnarblöðunum útaf Vejle- myndum hans, kemur það grpini- lega í ljós, að hann er þar taíinn í fremStu röð myndhöggvara, meðal jafnaldra hans þar í lan’di. Sumt af Framh. á bls, 5?8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.