Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.11.1945, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 545 Höggmyndir Sigurjóns Ólafssonar, er settar verða upp á Ráðhústorginu í Vejle. — Myndin er tekin í hús- garði Akademísins í Kaupmannahöfn, þár sem Sigurjón vann að myndagerð þessari. þekti alla hennar andlitsdrætti. Gamla konan ljet sjer það lynda, að jeg gerði mynd af henni, þó hún ætti lengi vel dálítið erfitt með að sætta sig við að jeg skyldi gerast myndhöggvari. Henni fannst það verk vera of lítið alvarlegt, eins- konar fikt og föndur. Jeg var ákaf- lega,ffskinn, meðan jeg var heima, og þótti gaman að fara á hand- færi. Mömmu fannst því eðlilegra að jeg legði fyrir mig sjómensku. En fáar myndir hafa gert mjer eins mikla ánægju og gagn eins og myndin af mömmu. Jeg sýndi hana á Gröningen sýningunni í Höfn. — Fjekk jeg fyrir hana myndhöggv- araverðlaun, sem kend eru við Eck- arsberg, 2000 krónur. En fyrstu af- steypuna keypti Listasafn Dana. — Jeg skrifaði mömmu og sagði henni frá því, hve mikla eftirtekt myndm hefði vakið, en fjekk brjef frá henni tveim dögum seinna. Það brjef hafði hún skrifað áður en hún fjekk mitt brjef. Þar segir hún við mig að hún vilji helst að rnynd- in af sjer fari á safn, því hún vissi ekki' hvað ætti við hana að gera hjer heima. Henni varð að ósk sinni því afsteypur af mynd þessari eru komnar á þrjú söfn. Önnur var keypt handa ríkissafninu í Stokk- hólnji. Og þá þriðju kevpti Jón Krabbe til þess að gefa hana Lista- safni ríkisins hjer heima. Eyrbekkiugur. — Ert þú fæddur hjer í Reykja-. vík? — Nei. Jeg er fæddur á Eyrar- bakka, eins og margir góðir menn. Þar bjuggu foreldrar mínir ólafur Árnason og Guðrún Gísladóttir í 20 ár Þegar jeg var 14 ára fluttu þau hingað. Jeg hafði ráðið-það við mig löngu áður að jeg ætlaði að verða myndhöggvari. Hafði þó engin tæki til neinna tilrauna í þá átt. Því síður leiðbeiningar. Eftir að jeg kom hingað til Reykjavíkur vann jeg við málara- iðn í 3 ár. Unnið var frá 8 á morgn- ana til kl. 7 á kvöldin. Svo allur tím inn fór í það. En jeg var farinn að fást við myndamótun, fór til Einars Jónssonar þegar jeg var 15 ára og bað hann að leiðbeina mjer. Jeg var hrædur um að þetta myndi verða æði dýrt. En það reyndist ekki svo. Einar: var hi.nn l,júíasti og tók ekkert fyrir kensluna.. Sigurjón endurbætir „Hestinn" - — Hve lengi hefir þú starfað sem aðstoðarmaður Utzon Franks pró- fessors? - . . — Jeg lauk burtfararprófi frú Akademíinu árið -1933, og starfa'ói síðan hjá þessum kennara mínum í 8 ár. Vann jeg hjá honum, fyrir ákveðið tímakaup nakkra tíma á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.