Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS iPSPPÍ^** 95 því á sumalbústaði, aðrir eiga inn- hlaup hjá kunningjum í sveit. En þó eiga flestir hvorugt. Þeir fara í göngur með tjaldið sitt eða reyna að hola sjer niður á þeim gisti- stöðum, sem völ er á, en sem nú þegar fullnægja alls ekki þörfinni. Það er sem sje vitað mál, að þó að nokkur hundruð rúm yrðu föl á nýjum gistihúsum, þá mundu þau ekki standa auð. Sú hlið máls- ins er sönnuð með reynslu undan- farinna ára. En hitt er annað mál, að fjár- hagshlið gistihúsareksturs er alls ekki auðveld. Hjer er um að ræða sumargistihús, sem alls ekki eru notuð nema um þrjú mánuði úr árinu, eða verða því að standa und ir öllum sínum árskostnaði á þess- um stutta tíma. Greiðinn verður að miðast við þetta, og! meðan ár- ferðið er gott eins og nú, þarf engu að kvíða um' afkomuna, því að ferðahugur þjóðarinnar er sívax- andi. Og svo eru útlendingarnir. Það orkar ekki tvímælis, að allar þær þjóðir, sem ekki standa uppi slypp ar og rúnar eftir stríðið, ferðast meira en nokkurntíma áður. Og með þeim horfum sem eru á breytt um samgöngum til íslands, ferð- ast fleiri hingað en nokkru sinni áður Það er enginn vandi að fá fólk til að koma hingað. en þá verð ur landið að geta tekið á móti því og gert það ánægt með aðbúnað- inn: skipin sem það ferðast á, bif- reiðarnar sem það- ferðast með, fólkið sem greiðir fyrir því, rúmin sem það sefur í ög matinn, sem það fær að eta. ENGUM mun detta í hug að vilja leggja kapp á að draga hing- að þá tegund fólks, sem tamið hef- ir sjer fyrsta flokks hóglííi. Fólkið, sem drepur tímann á lúxushótel- unum við Miðjarðarhaf eða í Tofte háfjallahótelið í Noregi. Sviss, á ekkert erindi hingað, því að það yrði ekki hægt að gera því, til hæfis. Eigi að síður er brýn þörf hjer á einu verulega góðu gistihúsi, annað hvort í Reykjavík eða nágrenni (t.d. á Þingvelli), sem væri boðlegt hvaða fólki sem vera skyldi og um leið einskonar landkynningar- eða menningar- kynningarstofnun. Á komandi ár- um mun það vera tíðara en áður, að hjer yerði haldin þing og fund- ir ýmsra alþjóðastqfnana, er ís- lendingar eiga hlut að, en fyrir slíka fundi vantar samastað. Þá ætti svona gistihús ennfremur að geta haft tök á að sýna öðrum er- lendum gestum íslenska menningu, borðsalurinn gæti jafnframt verið sýningarsalur íslenskrar listar og á kvöldskemtunum feng'i íslenskt listafólk að sýna getu sína og hljóta dóm gesta, sem margt hafa reynt og víða farið. En það verða almenningshótel- in í 2. flokki, sem brýnust nauð- syn er að koma upp hið allra fyrsta. Þau yrðu að fullnægja öll- um kröfum sem venjulegir ferða- menn gera til gistihúsa og þar sem þau yrðu að miklu leyti dval- arliótel, þurfa þau jafníramt að geta boðið upp á sitthvað, gestun- um til dægrastyttingar. Fyrsta skil yrði er að umhverfið sje fallegt og fjölbreytilegt, þannig að gest- irnir geti unað sjer við stuttar gönguferðir. Silungs- eða laxveiði hefir ómetanlegt aðdráttarafl á fjölda gesta. Tennisvellir þykja nú ómissandi á sumarhótelum og jafn vel golfbrautir. En mestu varðar þó að slík gistihús hafi, auk góðra herbergja, þægilegar og vistlegar setustofur. Veðráttunni er nú einu sinni þannig varið, að jafnan má gera ráð fyrir innisetum. En setu- stofur eru það, sem tilfinnanleg- ast vantar á þeim gististöðum sem fyrir eru hjer í landinu. Til þess að bæta úr brýnustu nauðsyn veitir ekki af tíu sumar- gistihúsum 4 þeim stöðum, sem fólk sækir helst að. Borgarfjörð- urinn hefir löngum verið einna mest sóttur af Reykvíkingum og eru þar víða gististaðir og gesta- heimili, en þó væri nóg að gera fyrir stórt gistihús við einhverja veiðiána þar. Austanfjalls er brýnn < skortur á gistihúsum við Sog, í Fljótshlíð, undir Eyjafjöllum, á Austur-Síðu og enda í Öræfum. Norðanlands vantar gistihús í Skagafirði og við Mývatn og á Austurlandi á Fljótsdalshjeraði. Til þess að búa þessi gistihús nauðsynlegum þægindum borgar sig ekki að hafa þau minni en handa 50 gestum hvert. Þetta kostar stórfje,. eins og nú árar og er ekki öðrum fært en fjársterku hlutafjelagi. En nú eru svo margir sem fje hafa handbært, sem þeir vilja fremur leggja í fyrirtæki én láta það standa vaxta laust eða vaxtalítið í banka. Það virðist liggja nærri, að þeir scm á annað borð hafa áhuga fyrir lausn gistihúsamálsins hjer á landi leggi peninga í gistihús eigi síður en annað, því að áhættan er eflaust minni en í ýmsu öðru. Til þess að ráða fram úr málinu þarf stórt íjelag almennra hluthafa, cn sjcr- staklega stendur það nærri eim- skipa- og bifreiðafjelögunum að leggja málinu lið, jafnvel í sam- lögum við ríkið. Því að gistihúsm

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.