Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1946, Blaðsíða 6
98 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS veðráttuna á Atlantshafsströnd Ameríku á sumrin. Þá er mollulegt á morgnana, dálítið ljettara loft og bjartara um miðjan daginn, en dnmgalegt og mollulegt aftur á kvöldin. Öfugstreymið heldur gufum og reyk niðri. Það er að eins um miðjan daginn að jörðin hitnar svo, að uppvindar geta myndast og hreinsað lo'ftið dálítið. Á mótum öfugstrevmisins er loftið oft tilsýndar eins og sjór, sjeð úr flugvjel; eða þá eins og grátt teppi, sem er þanið milli himinskautanna. Öllum uppvindum eru sett tak- mörk. Þegar hinar heitu loftból- ur fljúga upp í loftið eins og flug- belgir, rekast þær á miklu kaldara' loft og fletjast þá út, en við það minkar hitinn í þeim. Þannig er það altaf með loftið, það hitnar þegar því er þjappað saman, en kólnar þegar það þynnist. Þannig verður uppvindurinn að samlaga sig kaldara lofti og við það missir hann kraft sinn — venjulega svo sem hálfan annan kílómeter frá yf- irborði jarðar. Og gott er það. Ef allir uppvindar gætu haldið áfram endalaust, mundi ^ufuhvolið ekki vera annað en þrumur og elding- ar, og jörðin óbyggileg. Stundum eru uppvindar mettað ir af gufu, sem þeir taka með sjer frá jörðunni. En þegar þeir koma svo hátt að þeir fara að kælast. þjettist gufan og verður að dögg. Hver daggardropi er eins og frum eind og margar þúsundir þeirra þarf í einn regndropa. En þessar miljonir vatnseinda, sem dansa þarna í uppvindunum — það eru skýin. Leiðarvísir siglingamanna. Á heitum sumardegi hrannast oft ský inni yfir landi, en bjart og| heiðríkt«er til hafsins að líta. Þetta stafar af því að jörðin er heit og þar myndast uppvindar, en sjór- inn er kaldur og þaí eru engir uppvindar. í þessu höfum vjer einnig ráðfy inguna á því, hvernig eyjabúar í Kyrrahafi gátu siglt hiklaust hundruð' kílómetra milli eyja. án þess að hafa leiðarstein. Sólsteikt eyja er hitablettur í köldu hafinu. Þess vegna myndast þar uppvind- ur, sem hleður saman skýjum yf- ir eynni. Eyjan sjálf er máske ekki sýnileg úr litlum bát fyr en komið er svo að segja fast að henni. En skýin yfir henni geta menn eygt í 150 kílómetra fjarlægð, og sigl- ingalistin er ekki önnur en sú, að stefna á þau. Uppvindar, sem orðnir eru að skýjum, er enn uppvindar. Skýin eru að vísu dimm og svört, en þau eru þó hlýrri en loftið umhverfis, og halda áfram að hækka. En stundum tekst þetta ekki. Skýin missa vætu sína, eð.a rekast á öf- ugstreymi og eyðast. Aftur á móti sameinast stundum ský frá mörg- um ijppvindum, svo að úr verður ein breiða, sem skyggir á jörðina. Þá er uppstreyminu lokið. Þegar uppvindar hafa myndað ský, kemur það stundum fyrir, að frá þeim sjálfum streymir hiti. Það er sólarhiti sem leysist úr læðing. Mörgum dögum áður hafði sólarhitinn valdið uppgufun niðri á jörðu og uppvindur tók gufuna með sjer. Og í gufinni helst sólar- hitinn enn. En þegar skýin koma í kaldara loft, verður mikil um- breyting. Gufan þjappast saman í rigningu, en hitinn úr henni fer út í loftið. Hjer 'er ástæðan til þess að öfugstreymið dugir ekki altaf sem hemill. Hinn leysti hiti vatns gufunnar kemur í veg fyrir árekst ur. * Þrumuveður. Stórkostlegasta afleiðing upp- vindanna er þrumuveðrið. Af jörðu sjeð er þrumuvéður einn ó- skapnaður, lág kolsvört ský, svipti vindar, rigning, hagljel, eldingar og( þrumur. En sjeð úr loftinu er þetta ein heild — ógurlegt skýjabákn hlaðið geysilegum krafti. Ástæð- urnar til þeirrar mögnunar eru margar, en aðalástæðan er sú, að loftið í skýþýkninu er rakt og heitt. En það, sem kemur á stað gauraganginum er hinn óstjórnlegi hraði uppvindsins. Gufan þjettist í regndropa, en loftið kemur á móti þeim með enn meiri hraða og tvístrar þeim í smá agnir. Hið sundur tætta regn hleðst af nega- tivu rafmagni, en vætan í skýinu er hlaðin „postitivu“ rafmagni. Og þegar hinum sundur tættu regh- dropum slær aftur upp í skýið, kemur útlausnin — eldingin. Oft kemur það fyrir, að hið sundurtætta regn þyrlast upp í gegnum skýin, upp í ískalt loft og frýs, fellur svo niður en er þeytt upp aftur og þannig gengur koll af kolli. Þetta má sjá á því að haglkornin, sem falla til jarðar eru líkust lauk, hvert lagið utan á öð-’\ TÆeð þessu, að vera sveifl- að hvað eftir annað í gegnum rök skýin, taka utan á sig vætu og frjósa á ný, verða haglkornin stundum svo stór að þau geta drepið skepnur og beyglað þök á bílum. En til þess að þeyta slíku korni upp í gegnum skýin þarf vindhraða sem er 300 km. á klst. — beint upp í loftið. Slíkur ofsi getur hlaupið í hinn sakleysislega gust, sem grípur blað af götunni og sveiflar því upp fyrir húsin. — Uraníum-atómið er einn eitt hundrað miljónasti úr þumlungi í þvermál.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.